Snjóflóðin í Súðavík 1995

Fréttamynd

„Þetta skil­greinir þorpið“

Þrjátíu ár eru í dag liðin frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík og blysför og minningarstund verður í bænum í kvöld. Sveitarstjóri segir atburðinn skilgreina samfélagið á vissan hátt.

Innlent
Fréttamynd

Vill veita björgunarfólkinu viður­kenningu

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, deildarforseti og prófessor við Háskólann í Bifröst, telur einsýnt að þeir sem komu að björgunarstörfum í tengslum við snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri fyrir þrjátíu árum verði heiðraðir sérstaklega fyrir framgöngu sína.

Innlent
Fréttamynd

Sig­ríður Hrönn Elías­dóttir er látin

Sigríður Hrönn Elíasdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavík, er látin, 65 ára að aldri. Sigríður Hrönn var ráðin sveitarstjóri árið 1990 og gegndi starfinu þegar snjóflóðin féllu á bæinn í janúar 1995 og fjórtán fórust.

Innlent
Fréttamynd

Fálkaorðuhafinn á Olís: „Lengi af­neitaði ég því að Ragnar væri dáinn“

„Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn. Ef fólk fór að tala um hann í þátíð, gekk ég í burtu. Því með því að tala ekki um að hann væri dáinn, náði ég að sannfæra mig um að kannski væri hann á lífi, segir Sesselja Vilborg Arnardóttir stöðvarstjóri Olís á Akureyri, fálkaorðuhafi og stofnandi Raggagarðs í Súðavík.

Áskorun
Fréttamynd

„Sárin eru mjög djúp og þau gróa mjög hægt“

Forsætisráðherra mun funda með lögmanni aðstandenda fórnarlamba snjóflóðanna á Súðavík í næstu viku. Lögmaður segir sárin mjög djúp og þau grói hægt vegna þess að málið fékk ekki viðeigandi skoðun á sínum tíma.

Innlent
Fréttamynd

RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi

„Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson.

Lífið
Fréttamynd

171 hús enn í snjóflóðahættu

Þrátt fyrir að áætlað hafi verið að ljúka uppbyggingu snjóflóðavarna fyrir árið 2010 á enn eftir að reisa tæplega helming varnarvirkjanna. Ofanflóðasérfræðingar og forsvarsmenn bæjarfélaga á áhættusvæðum hafa sent áskorun til ríkisstjórnarinnar að ljúka verkinu á næstu tíu árum enda sé enn hundraðsjötíuogeitt hýbýli á hættusvæði víðs vegar um landið.

Innlent
Fréttamynd

Minningin lifir alltaf

Uppbyggingarstarfi í Súðavík er að mestu lokið, nú þegar tíu ár eru liðin upp á dag frá því að snjóflóð tætti byggðina í sundur í ofsaveðri árið 1995. Byggðin hefur verið flutt á öruggt svæði og samheldni einkennir bæjarbraginn. Berglind Kristjánsdóttir, sem missti þrjú börn í flóðinu, segir að minning þeirra fylgi henni alltaf og hún reyni stöðugt að finna sér tilefni til að hlakka til.

Innlent
Fréttamynd

Látinna minnst

Í dag eru liðin tíu ár síðan snjóflóð féll á Súðavík og hreif með sér fjórtán mannslíf. Minningarguðsþjónusta verður í íþróttahúsinu í Súðavík í dag og í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Látinna minnst í gær

Guðsþjónustur voru haldnar í íþróttahúsinu í Súðavík og í Lágafellskirkju í gær til minningar um þá sem létust í snjóflóðinu fyrir tíu árum.

Innlent
Fréttamynd

Sólin dofnaði og skín aldrei jafn skært á ný

Hafsteinn Númason var um borð í Bessa þegar snjóflóðið féll. Í landi voru Berglind Kristjánsdóttir eiginkona hans og litlu börnin þeirra þrjú. Börnin létust og Berglind slasaðist illa. Hafsteinn vildi helst hætta að anda eftir slysið. </font /></b />

Lífið
Fréttamynd

Fjölmenni við guðsþjónustuna

Fjölmenni var við minningarguðsþjónustu í Súðavík í dag þar sem þess var minnst að áratugur er frá snjóflóðinu mannskæða. Sumum íbúum þar er órótt þegar veður eru válynd en presturinn segir að aðstoð góðra vina og hjálp hafi hjálpað þeim sem misstu mest að halda lífinu áfram.

Innlent
Fréttamynd

Súðavík flutt

Tíu ár eru í dag liðin frá því að snjóflóð féll á Súðavík og hreif með sér fjórtán mannslíf. Í kjölfar flóðanna var nýtt þorp reist, litlu innar í Álftafirði, þar sem ekki er hætta á að snjóflóð falli. Flutningur byggðarinnar var þrekvirki. Björn Þór Sigbjörnsson blaðamaður og Pétur Sigurðsson ljósmyndari voru á ferð í Súðavík í vikunni. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Maður lærir að lifa með þessu

Missir Sigríðar Rannveigar Jónsdóttur og Þorsteins Arnar Gestssonar var mikill. Dóttir þeirra og foreldrar Þorsteins fórust í flóðinu. Parið unga flutti í burtu í kjölfarið en sneri svo aftur heim. Sigríður segir gott að búa í Súðavík en ekki líður sá dagur að hún hugsi ekki til atburðanna fyrir tíu árum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Og fjallið það öskrar

Það var dimmt yfir Álftafirði fyrri part viku. Kalt í veðri og strekkingsvindur. Alhvítur snjórinn hafði ekki aðeins lagst af þunga yfir byggðina heldur líka á sálir fólksins. Það minntist hamfaranna ógurlegu 1995. Hafði ekki séð annan eins snjó síðan þá.

Innlent
Fréttamynd

Allir gerðu miklu meira en þeir gátu

Sigríður Hrönn Elíasdóttir var sveitarstjóri í Súðavík þegar snjóflóðin féllu 1995. Áður hafði hún, í samráði við sýslumann og sérfræðinga Veðurstofunnar, látið rýma nokkur hús í þorpinu enda vofði snjóflóðahættan yfir. Það dugði ekki til. Flóðið féll annars staðar en reiknað var með og varð stærra og ógurlegra en áður hafði sést í Álftafirði. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Tíminn læknar ekki öll sár

Súðvíkingurinn Ómar Már Jónsson hefur verið sveitarstjóri Súðavíkurhrepps í rúm tvö ár. Hann var skipverji á Bessanum þegar flóðin féllu fyrir áratug. Ómar er bjartsýnn á framtíð Súðavíkur og segir stemninguna einstaka, sérstaklega yfir sumartímann, þegar íbúafjöldinn margfaldast. Gamla byggðin iðar þá af lífi og fjöri.

Innlent