Akureyri

Fréttamynd

Sala Sigurhæða sett í biðstöðu

Bæjarráð Akureyrar hefur falið Akureyrarstofu að skoða hugmyndir sem komið hafa fram um nýja nýtingu á Sigurhæðum, skáldahúsi Matthíasar Jochumssonar. Áætlanir bæjarstjórnar um að selja húsið hafa vakið sterkar tilfinningar í bænum.

Innlent
Fréttamynd

HA hafnar að skilyrðum hafi verið breytt

Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði.

Innlent
Fréttamynd

Vilja fá sæti við borðið í Norðurskautsráðinu

Bæjar- og borgarstjórar ellefu borga og bæja á Norðurslóðum skrifuðu í dag á Akureyri undir stofnskjal Arctic Mayor Forum, samráðsvettvang borgar- og bæjarstjórna á Norðurslóðum. Bæjarstjórinn á Akureyri segir að markmiðið sé einna helst að komast að borðinu í Norðurskautsráðinu.

Innlent
Fréttamynd

Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út

"Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Geggjað stuð á Akureyri

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er á fimmtudaginn en sama dag er sex ára afmæli Grófarinnar gerðverndarmiðstöðvar á Akureyri. Grófin heldur tónleika á Græna hattinum af þessu tilefni.

Innlent
Fréttamynd

Krefst 7,5 milljóna í tryggingu frá ekkju

Arngrímur Jóhannsson vill að ekkja sem höfðar bótamál gegn honum vegna andláts eiginmanns skili 7,5 milljóna króna tryggingu fyrir málskostnaði. Lögmaður ekkjunnar segir það myndu hindra aðgang hennar að dómstólum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni

Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi.

Innlent
Fréttamynd

Stefna að því að selja Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar

Akureyrarbær stefnir að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús sem þjóðskáldið Matthías Jochumsson lét byggja árið 1903. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar og oddviti Framsóknar, segir að ástæðan sé sú að húsið, sem er friðað, hafi ekki nýst sem skyldi vegna aðgengismála.

Innlent
Fréttamynd

Draumarnir rættust með háskólanámi í heimabyggð

Forsvarsmaður hugbúnaðarfyrirtækis á Akureyri telur að háskólanám í heimabyggð sé ein af forsendum þess að starfsstöð fyrirtækisins í bænum fari sístækanndi. Einn af nýjum starfsmönnum fyrirtækisins segir að hann hefði ekki látið drauma sína rætast hefði hann ekki getað sótt draumanámið á Akureyri.

Viðskipti innlent