Kópavogur

Fréttamynd

Vaknaði við þung­vopnaða sér­­sveitar­­menn: „Sá þriðji stóð þarna og miðaði á mig með byssu“

Sigurður Kristján Grímlaugsson, íbúi í Kópavogi, var vakinn laust eftir klukkan hálf sex um nótt af þremur vopnuðum sérsveitarmönnum aðfararnótt fimmtudags í síðustu viku. Sérsveitarmennirnir leituðu árásarmannsins úr skotárásinni í Grafarholti sem hafði átt sér stað um klukkustund áður en Sigurður kveðst enga tengingu hafa við málið. 

Innlent
Fréttamynd

Helga Hauks­dóttir vill leiða lista Fram­sóknar í Kópa­vogi

Helga Hauksdóttir gefur kost á sér í oddvitasæti Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnakosningar. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur hún verið varabæjarfulltrúi, formaður skipulagsráðs, formaður svæðisskipulagsnefndar og stjórnarformaður Markaðsstofu Kópavogs.

Innlent
Fréttamynd

Kviknaði í bíl í Hamra­borg

Eldur kviknaði í bifreið í bílageymslu í Hamraborg í Kópavogi á níunda tímanum í kvöld. Slökkvilið segir að vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Þór vill leiða lista VG í Kópa­vogi

Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og fyrrverandi þingmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til að leiða lista Vinstri grænna í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara 14. maí næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Áhorfendur á knattspyrnuleik beðnir um að hafa lægra

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst nokkuð af hávaðatilkynningum í gærkvöldi og nótt. Þannig var til að mynda tilkynnt um fyrirgang á knattspyrnuleik í Vallarkór en þar reyndust áhorfendur berja trommur og skjóta á loft flugeldum.

Innlent
Fréttamynd

Róttækar breytingar á flestum heimilum

Róttækra breytinga er að vænta á flokkun heimilissorps hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins með vorinu. Framvegis verða fjórar tunnur við hvert heimili og nú þarf almenningur að breyta sínum venjum, segir bæjarstjórinn í Garðabæ.

Innlent
Fréttamynd

Svona gætu sorp­tunnurnar þínar litið út í vor

Starfshópur á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hefur lagt fram tillögur að samræmdu sorphirðukerfi. Í þeim er lagt til að fjórum flokkum af sorpi verið safnað við öll heimili á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Ás­dís hættir hjá SA og vill verða bæjar­stjóri

Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hyggst gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar og verða þar af leiðandi bæjarstjóraefni flokksins. Þetta herma öruggar heimildir Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Hætta við frekari lokanir á heitu vatni

Veitur hafa hætt við að ráðast í frekari lokanir fyrir heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu. Vel hefur gengið að koma framleiðslu á heitu vatni í gang en bilun kom upp í Nesjavallavirkjun fyrr í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Þetta verður snúnara næstu vikur

Heilbrigðisráðherra ætlar að fara gætilega í afléttingu samkomutamarkana en hann undirbýr nú afléttingaráætlun sem kynnt verður á morgun. Metfjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun sem kemur í veg fyrir að hægt sé að færa spítalann af neyðarstigi.

Innlent
Fréttamynd

Um helmingur íbúa með kórónuveiruna

Um helmingur íbúa á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi hefur greinst með kórónuveiruna. Framkvæmdastjóri Vigdísarholts sem rekur hjúkrunarheimilið segir íbúana lítið veika en veikindi starfsfólks hafi þó töluverð áhrif á heimilið.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um ofsaakstur undir áhrifum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann bifreiðar eftir hraðamælingu á Reykjanesbraut í Kópavogi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Bifreiðin mældist á 46 kílómetra hraða yfir hámarkshraða, sem er 80 kílómetrar á klukkustund, og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Innlent