Allar björgunarsveitir höfuðborgarsvæðisins kallaðar út vegna hvassviðris Magnús Jochum Pálsson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 7. apríl 2023 16:16 Þetta hjólhýsi í Boðaþingi í Kópavogi varð illa úti í óveðrinu. vísir/dúi Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út vegna gríðarlegs fjölda tilkynninga um foktjón. Meðal þeirra verkefna björgunarsveita, sem eru orðin hundrað talsins, er hjólhýsi sem fauk á hliðina í Kórahverfinu. Flugvél Play neyddist til að lenda á Akureyri þar sem ekki tókst að lenda henni í Keflavík. „Það er nýbúið að boða út sveitir í Reykjavík vegna tilkynninga um foktjón,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu laust fyrir hálf fjögur í dag. Flestar þeirra tilkynninga sem höfðu þá borist voru úr efri byggðum Reykjavíkur og Kópavogs. Björgunarsveitir voru flestar kallaðar út í efri byggðir Kópavogs.vísir/Dúi Meðal þeirra verkefna sem sveitirnar þurftu að sinna var hjólhýsi sem fauk á hliðina en einnig hafi borist tilkynning um fok af byggingarsvæði upp á Bæjarhálsi. Þegar fréttastofa hafði aftur samband við Jón Þór rétt fyrir fjögur sagði hann að búið væri að kalla nær allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu út vegna mikils fjölda aðstoðarbeiðna og tilkynninga um foktjón. Þá höfðu borist tilkynningar um sumarhúsgögn, báta og hjólhýsi sem höfðu fokið. Utan höfuðborgarsvæðisins má nefna að björgunarsveitin þurfti að aðstoða ökumenn tveggja bíla sem festust á Dynjandisheiði og ökumann eins bíls sem festist á Ólafsfjarðarheiði. Þá þurfti flugvél Play að lenda á Akureyrarflugvelli eftir tvær misheppnaðar tilraunir til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Þetta hjólhýsi fær væntanlega ekki að bruna um þjóðveginn í sumar.vísir/Dúi Uppfært klukkan 18:06: Verkefnin orðin hundrað talsins Jón Þór segir í samtali við fréttastofu að verkefnin séu orðin hundrað talsins. Um 60 björgunarsveitarmenn hafa sinnt verkefnum í allan dag. „Það er búið að vera nóg að gera já. Byggingasvæði út um alla borg; gömlu Hótel sögu, nýja Landspítalanum, upp á Hálsum í Árbænum. Varðandi heimahús eru þetta aðallega hús sem standa mikið upp í þessa suðvestanátt. Svalalokanir eru að gefa sig og þakplötur að losna. Fólk er búið að taka út sumarhlutina sem eru að fjúka.“ Hann segist þó ekki hafa fengið fregnir af meiðslum á fólki. „Þetta mjatlast áfram. Þetta stigmagnaðist og nú eru allar sveitir á höfuðborgarsvæði komnar í þetta.“ Hér hafði svalalokun gefið sig. aðsend Björgunarsveitir Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Lögreglan skorar á verktaka að bregðast skjótt við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skorar á verktaka að bregðast skjótt við og huga strax að vinnusvæðum sínum. Einnig eru íbúar beðnir um að huga að lausamunum sem gætu fokið í hvassviðrinu enda mun það ekki ganga niður fyrr en í kvöld. 7. apríl 2023 16:33 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
„Það er nýbúið að boða út sveitir í Reykjavík vegna tilkynninga um foktjón,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu laust fyrir hálf fjögur í dag. Flestar þeirra tilkynninga sem höfðu þá borist voru úr efri byggðum Reykjavíkur og Kópavogs. Björgunarsveitir voru flestar kallaðar út í efri byggðir Kópavogs.vísir/Dúi Meðal þeirra verkefna sem sveitirnar þurftu að sinna var hjólhýsi sem fauk á hliðina en einnig hafi borist tilkynning um fok af byggingarsvæði upp á Bæjarhálsi. Þegar fréttastofa hafði aftur samband við Jón Þór rétt fyrir fjögur sagði hann að búið væri að kalla nær allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu út vegna mikils fjölda aðstoðarbeiðna og tilkynninga um foktjón. Þá höfðu borist tilkynningar um sumarhúsgögn, báta og hjólhýsi sem höfðu fokið. Utan höfuðborgarsvæðisins má nefna að björgunarsveitin þurfti að aðstoða ökumenn tveggja bíla sem festust á Dynjandisheiði og ökumann eins bíls sem festist á Ólafsfjarðarheiði. Þá þurfti flugvél Play að lenda á Akureyrarflugvelli eftir tvær misheppnaðar tilraunir til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Þetta hjólhýsi fær væntanlega ekki að bruna um þjóðveginn í sumar.vísir/Dúi Uppfært klukkan 18:06: Verkefnin orðin hundrað talsins Jón Þór segir í samtali við fréttastofu að verkefnin séu orðin hundrað talsins. Um 60 björgunarsveitarmenn hafa sinnt verkefnum í allan dag. „Það er búið að vera nóg að gera já. Byggingasvæði út um alla borg; gömlu Hótel sögu, nýja Landspítalanum, upp á Hálsum í Árbænum. Varðandi heimahús eru þetta aðallega hús sem standa mikið upp í þessa suðvestanátt. Svalalokanir eru að gefa sig og þakplötur að losna. Fólk er búið að taka út sumarhlutina sem eru að fjúka.“ Hann segist þó ekki hafa fengið fregnir af meiðslum á fólki. „Þetta mjatlast áfram. Þetta stigmagnaðist og nú eru allar sveitir á höfuðborgarsvæði komnar í þetta.“ Hér hafði svalalokun gefið sig. aðsend
Björgunarsveitir Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Lögreglan skorar á verktaka að bregðast skjótt við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skorar á verktaka að bregðast skjótt við og huga strax að vinnusvæðum sínum. Einnig eru íbúar beðnir um að huga að lausamunum sem gætu fokið í hvassviðrinu enda mun það ekki ganga niður fyrr en í kvöld. 7. apríl 2023 16:33 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Lögreglan skorar á verktaka að bregðast skjótt við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skorar á verktaka að bregðast skjótt við og huga strax að vinnusvæðum sínum. Einnig eru íbúar beðnir um að huga að lausamunum sem gætu fokið í hvassviðrinu enda mun það ekki ganga niður fyrr en í kvöld. 7. apríl 2023 16:33