Utanríkismál

Fréttamynd

Norður­lönd dýpka sam­vinnu í varnar­málum

Norðurlöndin hafa tekið upp nánara samstarf á sviði varnarmála. Eftir inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið eru öll Norðurlöndin í bandalaginu og gerir það ríkjunum kleift að efla samvinnuna frekar.

Innlent
Fréttamynd

Við­skipta­þvinganir gegn Ísrael

Eftir heilt ár af linnulausum og grimmilegum hernaði Ísraels gagnvart Palestínumönnum getur alþjóðasamfélagið ekki setið hjá lengur. Brýnt er að ríki heims taki sig saman um aðgerðir sem setja raunverulegan þrýsting á ísraelsk stjórnvöld.

Skoðun
Fréttamynd

Hengd á klafa hnignandi markaðar

Ísland er í vaxandi mæli í þeirri stöðu að þurfa að aðlaga hagsmuni sína og aðstæður að regluverki sem er hugsað fyrir hagsmuni milljóna og tugmilljóna þjóða. Við erum í raun í verstu mögulegu stöðu í þessum efnum fyrir utan inngöngu í Evrópusambandið.

Umræðan
Fréttamynd

Að­stoðar­utan­ríkis­ráð­herra Banda­ríkjanna á fundum í Reykja­vík

Utanríkisráðherra og aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna funduðu í dag í Reykjavík um tvíhliða samskipti þjóðanna, stöðu átakanna í Úkraínu og á Gaza. Bandaríski ráðherrann segir stöðuna á Indo-Kyrrhafssvæðinu snerta Evrópubúa þar sem Kína og Norður Kórea styðji stríðsrekstur Rússa í Úkraínu með beinum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Úkraína er í erfiðri og á­hættu­samri stöðu

Úkraínustríðið hefur leitt í ljós að Rússland er ekki burðugt herveldi – og í grunninn ekki stórveldi. Má telja líklegt eftir hrakför rússneska hersins í Úkraínu að Rússland geti haft í té við NATO og ógnað öðrum ríkjum í Evrópu hernaðarlega? Svarið virðist vera klárt nei, en breytir því ekki að Úkraína er í afar þröngri stöðu í stríðinu.

Umræðan
Fréttamynd

Svan­hildur boðin vel­komin

Svanhildur Hólm Valsdóttir er tekin við sem sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Hún er boðin velkomin til starfa á samfélagsmiðlum sendiráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: EES og innri markaðurinn

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytið halda í dag opinn fund um stöðu og hörfur EES og innri markaðarins. Um þessar mundir á EES-samningurinn, sem tengir Ísland við innri markað Evrópusambandsins , þrjátíu ára afmæli.

Innlent
Fréttamynd

Þjálfun varnar­við­bragða er dauðans al­vara

Í breyttri heimsmynd verða skilin milli friðar og ófriðar, hefðbundinna hernaðarátaka, fjölþáttahernaðar og upplýsingastríðs, sífellt óljósari. Rússar ala á tortryggni og sundrung í lýðræðisríkjum.

Skoðun
Fréttamynd

Æfa björgun á hafi, flutning slasaðra og pólsk flug­skeyta­kerfi

Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfingin Íslands og Bandaríkjanna, er nú í fullum gangi og mun standa yfir í og við Ísland fram yfir helgi. Fleiri bandalagsþjóðir taka einnig þátt í æfingunni en á næstu dögum verður meðal annars æfð björgun á hafi úti og flutningur á slösuðum með þyrlum til Keflavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Her­sveitir, her­skip og flug­vélar á sveimi við Ís­land næstu daga

Varnaræfingin Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfing Íslands og Bandaríkjanna, hófst í gær og stendur yfir til þriðja september. Æfingin fer fram hér á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland en auk Íslands og Bandaríkjanna taka þátt í æfingunni bandalagsríkin Danmörk, Frakkland, Holland, Noregur, Pólland og Portúgal. Þá tekur hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins þátt í æfingunni.

Innlent
Fréttamynd

Um­ræða að kvikna um vanda lofts­lags­stefnu Ís­lands?

Að minnka áfram losun gróðurhúsalofttegunda verður miklu dýrara á Íslandi en annarsstaðar einmitt vegna þess hve hlutfall endurnýjanlegrar orku er hátt. Eins og mál standa núna fela yfirlýst markmið Íslands í loftslagsmálum í sér óbærilegan kostnað fyrir samfélagið og stefnan hlýtur að lenda í ógöngum.

Umræðan
Fréttamynd

Bjarni fór á fund konungs

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór á fund Karls III Bretakonungs að loknum fundi Evrópuleiðtoga í Blenheimhöll. Karl Bretakonungur bauð leiðtogum til móttöku í höllinni.

Innlent
Fréttamynd

Biden lýsti að­dáun á Ís­landi og hrósar fram­lagi til NATO

Framlag Íslands til Atlantshafsbandalagsins er til fyrirmyndar og umfram væntingar að sögn forseta Bandaríkjanna. Þetta sagði Joe Biden í samtali við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á leiðtogafundi NATO sem nú stendur yfir í Washington. Síðasti dagur 75 ára afmælis- og leiðtogafundar NATO er í dag en eftirvænting ríkir fyrir blaðamannafundi sem Biden hefur boðað síðar í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar styrkja varnir kvenna í Úkraínu

Utanríkisráðherra greindi frá sjötíu og fimm milljón króna framlagi Íslands á leiðtogafundi NATO í gærkvöldi, til að efla búnað kvenna á víglínunni í varnarbaráttu Úkraínu gegn innrás Rússa. Konur gegndu mikilvægu hlutverki í stríðinu og áríðandi að hlusta eftir röddum þeirra á þeirra eigin forsendum.

Erlent
Fréttamynd

Afmælisfundur NATO í skugga á­taka í gjörbreyttum heimi

Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma.

Innlent
Fréttamynd

Utan­ríkis­stefna Trumps í lykilmálum og staða Ís­lands og annarra Norður­landa

Verði Trump næsti forseti Bandaríkjanna mun það valda minni breytingum á utanríkisstefnu þeirra en margir virðast ætla, að mati sérfræðings í alþjóðastjórnmálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Hernaðarleg þýðing Íslands og Grænlands fyrir Bandaríkin og NATO er óbreytt og óháð því hver verður næsti forseti. Norður-Noregur hefur hins vegar fengið mjög aukið vægi. Þá hafa nýju NATO ríkin, Finnland og Svíþjóð, þegar mikla þýðingu fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna og fælingargetu þeirra og NATO á norðurslóðum gegn Rússlandi.

Umræðan
Fréttamynd

Vesturnorræna sam­starfið aldrei verið mikil­vægara

Eyjólfur Guðmundsson fráfarandi rektor háskólans á Akureyri hefur tekið við stöðu stjórnarformanns Grænlandsháskóla, Ilisimatusarfik á máli þeirra. Eyjólfur segist hafa tekið við stöðunni með það í huga að stuðla að auknu samstarfi norrænu eyjaþjóðina í ljósi viðsjárverðar stöðu í heimsmálunum.

Innlent
Fréttamynd

Gull­húðun um­fangs­meiri en búist var við

Gullhúðun EES-reglugerða er umfangsmeiri en menn átta sig á og rökstuðningur fyrir þeim oft takmarkaður, segir Brynjar Níelsson. Einnig sé óljóst hvaðan gullhúðunin kemur, og stundum hafi menn ekki upplýsingar um það að verið sé að gullhúða. Kostnaðurinn við meira íþyngjandi regluverk hlaupi á milljörðum. Brynjar er formaður starfshóps um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglugerða, sem birti skýrslu um málið í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Fara í saumana á sendiherraskipunum

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur óskað eftir svörum frá utanríkisráðuneyti um verklag þáverandi utanríkisráðherra Bjarna Benediktssonar við skipun sendiherra í Róm og Washington D.C. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir nefndarmaður segir að taka verði til skoðunar hvort skipanirnar standist lög. 

Innlent
Fréttamynd

Bjarni ferðaðist um Malaví með vélinni sem fórst

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir það óhugnanlega tilfinningu að hugsa til þess að hann hafi aðeins fyrir nokkrum vikum ferðast innanlands í Malaví í sömu flugvél og varaforseti landsins, Saulos Chilima, var í þegar hann, og níu aðrir, létust í flugslysi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Auka fram­lag Ís­lands til UN­RWA um hundrað milljónir

Ísland eykur framlag sitt til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) um hundrað milljónir. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, tilkynnti um framlagið á ráðstefnu sem hann sótti fyrir hönd forsætisráðherra í Jórdaníu. Samanlagt munu stjórnvöld þá hafa lagt til UNRWA 290 milljónir á þessu ári.

Innlent