Vill skoða úrsögn úr EES Agnar Már Másson skrifar 11. desember 2025 16:06 Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins, telur hagsmunum Íslands betur borgið utan EES ef innflytjendum á Íslandi heldur áfram að fjölga örar en Íslendingum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir hugmyndir Snorra vanhugsaðar og sakar Miðflokkinn um að vilja svipta Íslendinga þeim réttindum sem EES tryggi þeim. Sérstök umræða var haldin á Alþingi um skýrslu starfshóps um þróun í útgáfu dvalarleyfa og misræmi við önnur Norðurlönd. Í skýrslunni er meðal annars bent á að fólksfjölgun á Íslandi hafi hlutfallslega verið þrettán sinnum meiri á Íslandi en í öðrum Evrópuríkjum. Umræðan var haldin að frumkvæði Snorra en hann vildi meina að dómsmálaráðherra neitaði að taka EES-samstarfið til umræðu í sambandi við innflytjendamál. „Það er auðvitað stóra breytan í innflytjendamálum hér að hér eru opin landamæri fyrir 450 milljónir manna,“ sagði Snorri, sem telur að Íslendingar muni þurfa að grípa til neyðarheimilda innan EES til að taka stjórn á fólksflutningum ef útlendingum héldi áfram að fjölga á Íslandi tvöfalt hraðar en Íslendingum. „Við höfum þær heimildir. Við gætum það,“ sagði hann og bætti svo við: „Ef það virkar ekki, ef við hreinlega missum stjórn á eigin lýðfræðilegu örlögum, þá tel ég að hagsmunum okkar sé augljóslega betur borgið utan samstarfsins ef þetta heldur svona áfram mikið lengur.“ Snorri sagðist enn fremur telja að Alþingi tillögu á borð við þá sem Svisslendingar greiða atkvæði um á næsta ári um að takmarka íbúafjölda í landinu við tíu milljónir. Málið var lagt fram af Svissneska þjóðflokknum, SVP, og nýtur stuðnings 48 prósenta Svisslendinga samkvæmt skoðanakönnunum, samkvæmt Swissinfo. Á samfélagsmiðlinum Facebook brást Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, við þeim ummælum sem Snorri lét falla í pontu Alþingis. Sigmar sagði það augljóst að Snorri áttaði sig ekki á að EES-samstarfið byggðist á gagnkvæmni. „Tugþúsundir Íslendinga vinna, læra og njóta réttinda í Evrópu á grundvelli þessa samstarfs sem í raun er undirstaða þeirrar velferðar sem við búum við í dag. Það gildir líka um kjósendur Miðflokksins,“ skrifar Viðreisnarmaðurinn, sem tekur fram að ekki hafi fylgt sögunni að íslensk fyrirtæki myndu missa starfsfólk í „tugþúsundatali“. Hann segir aukinheldur að ríki og sveitarfélög myndu missa þúsundir starfsmanna úr velferðarþjónustu auk þess sem tugþúsundir myndu missa réttindi sín í Evrópu til búsetu og atvinnu, þar með talið þúsundir Íslendinga sem búa á Spáni og víðar. „Þetta er vanhugsaður og varasamur málflutningur og ekkert annað en aðför að atvinnulífi og velferð þjóðarinnar. Ef við lokum á aðra, þá loka aðrir á okkur. Hræðsla Miðflokksins við flugfrelsið sem EES-samstarfið tryggir er andstætt íslenskum hagsmunum.“ Snorri brást svo sjálfur við færslu Sigmars í ummælum undir færslunni: „Ég tek að vísu ekki undir þína lýsingu um að umræða um kosti og galla frjáls flæðis fólks sé andstæð íslenskum hagsmunum, heldur snýst hún af okkar hálfu einmitt um að gæta íslenskra hagsmuna.“ Sigmar svaraði þá: „Ég fagna því að þið segið loksins hreint út afstöðu ykkar til EES samstarfsins. Það er mikilvægt að tala skýrt því þá liggur það fyrir að þið viljið svipta Íslendinga þeim réttindum til náms og vinnu í Evrópu sem EES tryggir.“ EES-samningurinn Miðflokkurinn Viðreisn Alþingi Utanríkismál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Sérstök umræða var haldin á Alþingi um skýrslu starfshóps um þróun í útgáfu dvalarleyfa og misræmi við önnur Norðurlönd. Í skýrslunni er meðal annars bent á að fólksfjölgun á Íslandi hafi hlutfallslega verið þrettán sinnum meiri á Íslandi en í öðrum Evrópuríkjum. Umræðan var haldin að frumkvæði Snorra en hann vildi meina að dómsmálaráðherra neitaði að taka EES-samstarfið til umræðu í sambandi við innflytjendamál. „Það er auðvitað stóra breytan í innflytjendamálum hér að hér eru opin landamæri fyrir 450 milljónir manna,“ sagði Snorri, sem telur að Íslendingar muni þurfa að grípa til neyðarheimilda innan EES til að taka stjórn á fólksflutningum ef útlendingum héldi áfram að fjölga á Íslandi tvöfalt hraðar en Íslendingum. „Við höfum þær heimildir. Við gætum það,“ sagði hann og bætti svo við: „Ef það virkar ekki, ef við hreinlega missum stjórn á eigin lýðfræðilegu örlögum, þá tel ég að hagsmunum okkar sé augljóslega betur borgið utan samstarfsins ef þetta heldur svona áfram mikið lengur.“ Snorri sagðist enn fremur telja að Alþingi tillögu á borð við þá sem Svisslendingar greiða atkvæði um á næsta ári um að takmarka íbúafjölda í landinu við tíu milljónir. Málið var lagt fram af Svissneska þjóðflokknum, SVP, og nýtur stuðnings 48 prósenta Svisslendinga samkvæmt skoðanakönnunum, samkvæmt Swissinfo. Á samfélagsmiðlinum Facebook brást Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, við þeim ummælum sem Snorri lét falla í pontu Alþingis. Sigmar sagði það augljóst að Snorri áttaði sig ekki á að EES-samstarfið byggðist á gagnkvæmni. „Tugþúsundir Íslendinga vinna, læra og njóta réttinda í Evrópu á grundvelli þessa samstarfs sem í raun er undirstaða þeirrar velferðar sem við búum við í dag. Það gildir líka um kjósendur Miðflokksins,“ skrifar Viðreisnarmaðurinn, sem tekur fram að ekki hafi fylgt sögunni að íslensk fyrirtæki myndu missa starfsfólk í „tugþúsundatali“. Hann segir aukinheldur að ríki og sveitarfélög myndu missa þúsundir starfsmanna úr velferðarþjónustu auk þess sem tugþúsundir myndu missa réttindi sín í Evrópu til búsetu og atvinnu, þar með talið þúsundir Íslendinga sem búa á Spáni og víðar. „Þetta er vanhugsaður og varasamur málflutningur og ekkert annað en aðför að atvinnulífi og velferð þjóðarinnar. Ef við lokum á aðra, þá loka aðrir á okkur. Hræðsla Miðflokksins við flugfrelsið sem EES-samstarfið tryggir er andstætt íslenskum hagsmunum.“ Snorri brást svo sjálfur við færslu Sigmars í ummælum undir færslunni: „Ég tek að vísu ekki undir þína lýsingu um að umræða um kosti og galla frjáls flæðis fólks sé andstæð íslenskum hagsmunum, heldur snýst hún af okkar hálfu einmitt um að gæta íslenskra hagsmuna.“ Sigmar svaraði þá: „Ég fagna því að þið segið loksins hreint út afstöðu ykkar til EES samstarfsins. Það er mikilvægt að tala skýrt því þá liggur það fyrir að þið viljið svipta Íslendinga þeim réttindum til náms og vinnu í Evrópu sem EES tryggir.“
EES-samningurinn Miðflokkurinn Viðreisn Alþingi Utanríkismál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira