Holland

Hollenskur landsliðsmaður ákærður fyrir tilraun til manndráps
Hollenski knattspyrnumaðurinn Quincy Promes verður ákærður fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás eftir hafa verið sakaður um að stinga fjölskyldumeðlim með hníf í fyrra.

Dæmdur íslenskur kynferðisbrotamaður grunaður um nauðgun í Hollandi
Íslenskur karlmaður er grunaður um frelsissviptingu og nauðgun gegn íslenskri konu í Hollandi. Brotið er sagt hafa átt sér stað í síðustu viku.

„Mælast ekki til þess að þú fáir fleiri en fjóra gesti yfir sólarhringinn“
Óbólusettir sæta útgöngubanni í Austurríki vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Á sama tíma eru litlar sem engar samkomutakmarkanir í Danmörku. Íslendingur sem búsettur er í Kaupmannahöfn segir Dani svifaseina í viðbrögðum og óttast harðar aðgerðir á næstunni.

Hollendingar grípa í taumana vegna mikillar fjölgunar smitaðra
Eigendum öldurhúsa og veitingastaða verður gert að loka þeim snemma og íþróttaviðburðir verða haldnir fyrir luktum dyrum með nýjum og hertum sóttvarnaaðgerðum sem stendur til að kynna í Hollandi í dag.

Undirbúa heimsiglinguna frá Rotterdam
Landhelgisgæslan fékk formlega afhent nýja varðskipið Freyju á fimmtudaginn. Áhöfn skipsins vinnur nú að því að undirbúa heimsiglinguna frá Rotterdam, þar sem skipið var í slipp.

Lögmönnum fjölskyldna þeirra sem fórust með MH17 ógnað
Lögfræðingar fjölskyldna fólks sem dó þegar flugvélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu hafa orðið fyrir ógnunum. Yfirvöld Hollands telja rússneska útsendarar á bakvið þær en réttarhöld standa nú yfir í Hollandi gegn mönnum frá Rússlandi og Úkraínu sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á ódæðinu.

Stúka hrundi undan fagnaðarlátum stuðningsmanna
Betur fór en á horfðist þegar hluti stúkunnar hrundi undan fagnaðarlátum stuðningsmanna Vitesse eftir 1-0 sigur liðsins gegn NEC Nijmegen í hollensku úrvalsdeildinni í gær.

Segir ekkert því til fyrirstöðu að gift lesbía verði drottning
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir það ekki koma í veg fyrir að erfingi krúnunnar verði drottning eða konungur að viðkomandi hafi gengið í hjónaband með einstaklingi af sama kyni.

Dæmdir í þrjátíu ára fangelsi fyrir morð á hollenskum lögmanni
Dómstóll í Hollandi hefur dæmt tvo menn í þrjátíu ára fangelsi vegna morðsins á lögmanninum Derk Wiersum í september 2019. Lögmaðurinn var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Buitenveldert í Amsterdam og vakti málið mikinn óhug meðal hollensku þjóðarinnar.

Fyrsta konan til að spila með körlum í Hollandi
Knattspyrnukonan Ellen Fokkema skrifaði söguna í hollenska fótboltanum um helgina þegar hún kom inn á sem varamaður í fyrsta leik VV Foarut á leiktíðinni.

Ætluðu að ræna eða myrða fosætisráðherra Hollands
Yfirvöld í Hollandi hafa aukið öryggisgæslu Mark Rutte, forsætisráðherra, töluvert vegna ógna frá glæpasamtökum í landinu. Það var gert eftir að lögreglan í Hollandi komst á snoðir um að glæpamenn ætluðu sér að reyna að ræna eða jafnvel myrða forsætisráðherrann fráfarandi.

Play bætir við sig nýjum áfangastað í vetraráætluninni
Flugfélagið PLAY hefur bætt Amsterdam í Hollandi við vetraráætlun sína. Flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, frá og með 3. desember.

Fjölskyldan afskrifar vonir um að hollenski sjómaðurinn finnist
Fjölskylda hollenska karlmannsins sem sigldi frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands þann 8. ágúst síðastliðinn telur ólíklegt að hægt verði að upplýsa um afdrif hans. Allri leit að manninum hefur verið hætt.

MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för
Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar.

Hollendingar hóa í Van Gaal í þriðja sinn
Louis van Gaal hefur verið ráðinn þjálfari hollenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann gerði samning við hollenska knattspyrnusambandið fram yfir HM í Katar á næsta ári.

Gat nú fagnað ÓL-gullinu sem hún hélt að hún hefði unnið um helgina
Hollenska hjólreiðakonan Annemiek van Vleuten varð Ólympíumeistari í brautarkeppni hjólreiðanna í Tókýó í nótt. Hún vann þar sín fyrstu gullverðlaun á leikunum en var þó ekki að fagna sigri í fyrsta sinn á þessum Ólympíuleikum.

Skoraði á 22 mínútna fresti í riðlakeppninni og setti Ólympíumet
Hollenska markamaskínan Vivianne Miedema setti met þegar riðlakeppninni í fótbolta kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó lauk í dag.

Björgunarsveitir í kapphlaupi við tímann: Hundruð enn saknað og keppst við að finna eftirlifendur
Hundruð er enn saknað sem horfið hafa í flóðunum sem hafa riðið yfir vesturhluta Evrópu undanfarna daga. Meira en 150 hafa farist en björgunarsveitir vonast til þess að finna einhverja á lífi í rústunum sem vatnsflaumurinn hefur skilið eftir sig í Þýskalandi og Belgíu.

Hollenskur táningur verður yngsti geimfari sögunnar
Hollenskur táningur að nafni Oliver Daemen verður yngsti geimfari sögunnar þegar hann fer út í geim ásamt Jeff Bezos þann tuttugasta júlí.

Tugir hafa látist í flóðum í Þýskalandi og Belgíu
Minnst 58 hafa látist af völdum flóða í norðurhluta Þýskalands. Tala látinna í Belgíu er komin í sex. Fjölmargra er saknað í Vestur-Evrópu.

Leggur skóna aftur á hilluna eftir magnaðan feril
Hollenska knattspyrnugoðsögnin Arjen Robben hefur lagt skóna á hilluna. Þessi 37 ára gamli kantmaður lék sína síðustu leiki með liðinu sem hann hóf ferilinn með; Groningen í Hollandi.

Þekktasti blaðamaður Hollands dáinn eftir skotárás í síðustu viku
Peter R. de Vries, þekktur hollenskur rannsóknarblaðamaður er látinn. Hann dó í dag eftir að hafa verið skotinn á götu út í Amsterdam í síðustu viku, þann 6. júlí. De Vries dó af sárum sínum í dag en hann var 64 ára gamall.

21 látinn og tuga saknað eftir gríðarlegar rigningar í Þýskalandi
Minnst nítján eru látnir eftir gríðarlegar rigningar í þýska sambandsríkinu Rínarlandi-Pfalz síðustu daga. Í nótt flæddi á í bænum Schuld yfir bakka sína með þeim afleiðingum að sex hús hrundu. Tveir hafa látið lífið í Belgíu.

Fimmfalt fleiri smitast eftir afnám takmarkana
Tæplega 52 þúsund manns greindust með Covid-19 í Hollandi í síðustu viku. Það er aukning um 500 prósent frá því sem var í vikunni þar á undan, samkvæmt frétt Sky News.

Biðst afsökunar á afléttingum
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur beðið þjóð sína afsökunar á dómgreindarbresti af sinni hálfu. Sá fólst í að aflétta sóttvarnatakmörkunum vegna Covid-19 of snemma.

„Ríkasti dómari heims“ fékk úrslitaleik EM
Hollendingurinn Björn Kuipers fær það eftirsótta hlutverk að dæma úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta á sunnudagskvöld, á milli Englands og Ítalíu á Wembley.

Rannsóknarblaðamaður skotinn úti á götu í Amsterdam
Peter R. de Vries, þekktur hollenskur blaðamaður, var skotinn úti á götu í Amsterdam í kvöld. De Vries er hvað helst þekktur fyrir fréttir sínar af sakamálum í Hollandi.

Alls ekki ólíklegt að gæludýrin smitist af mannfólkinu
Það er alls ekki óalgengt að gæludýr hvers eigendur hafa greinst með Covid-19 séu sömuleiðis smituð. Þetta hafa rannsóknir hollenskra vísindamanna leitt í ljós. Þeir mæla fólki frá því að knúsa dýrin á meðan veikindi eru á heimilinu.

De Boer hættur með hollenska landsliðið eftir meðgöngutíma
Hollenska knattspyrnusambandið var ekki lengi að slíta samstarfinu við Frank de Boer eftir að Holland féll úr leik á Evrópumótinu.

Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur
Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag.