Bretland

Farþegar frá yfir 50 löndum sleppa við sóttkví í Bretlandi
Farþegar sem ferðast til Bretlands frá yfir fimmtíu löndum, þar með talin Frakkland, Spánn, Þýskaland og Ítalía, munu ekki þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins frá og með 10. júlí.

Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong
Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt.

Boris Johnson hætti að skipta sér af málefnum Hong Kong
Ríkisstjórn Boris Johnson hefur boðið rúmlega 2,9 milljónum íbúa Hong Kong að flytja til Bretlands.

Telja Trump ógn við þjóðaröryggi: Kallaði Merkel kanslara „heimska“ í símtali
Símtöl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við erlenda þjóðarleiðtoga ollu fyrrverandi ráðherrum og ráðgjöfum hans áhyggjum af því að forsetinn væri sjálfur ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna.

Útgöngubann í Leicester vegna fjölgunar smita
Bresk stjórnvöld hafa komið á ströngu útgöngubanni í Leicester eftir að nýjum kórónuveirusmitum fjölgaði verulega. Undanfarna viku hafa þrefalt fleiri smitast í borginni en í nokkurri annarri borg á Bretlandi og um 10% allra smita sem greinast á Bretlandi eru þar.

Hlaut lífstíðardóm fyrir að hafa kastað sex ára dreng fram af svölum Tate Modern
Átján ára gamall karlmaður var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa kastað sex ára gömlum dreng fram af svölum á tíundu hæð Tate Modern listasafnsins í Lundúnum í fyrra.

Þrír sagðir hafa verið stungnir til bana í Glasgow
Þrír eru sagðir hafa verið stungnir til bana á tröppum hótels í miðborg Glasgow í dag.

Johnson fullyrti að ekkert land væri með smitrakningarapp sem virkar
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Íhaldsflokksins, hefur verið nokkuð harðlega gagnrýndyr eftir að hann fullyrti að aðgerðir breskra stjórnvalda til að auðvelda rakningu á kórónuveirusmitum gengju vel, og að ekkert land hefði enn komið á fót smitrakningarappi sem virkar.

Breskur fyrrum atvinnumaður kemur út úr skápnum
Englendingurinn Thomas Beattie, fyrrum atvinnumaður í fótbolta, upplýsti það í viðtali við ESPN í gær að hann væri samkynhneigður.

Rebekah Vardy stefnir Coleen Rooney fyrir meiðyrði
Rebekah Vardy, eiginkona enska landsliðsmannsins Jamie Vardy, hefur ákveðið að stefna Coleen Rooney, eiginkonu Wayne Rooney, fyrir meiðyrði.

Pöbbar, veitingastaðir og hótel opna í Englandi 4. júlí
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, greindi frá því að slakað verði á tveggja metra reglunni í Englandi þann 4. júlí.

Gaf í skyn róttækar aðgerðir gegn hryðjuverkum
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gaf í skyn í gær að grípa þyrfti til róttækra aðgerða gegn hryðjuverkum í landinu í kjölfar árásar í borginni Reading í Bretlandi á laugardagskvöld.

Árásarmaðurinn nafngreindur
Karlmaðurinn sem var handtekinn eftir hnífstunguárásina í Forbury Gardens og er grunaður um að hafa banað þremur heitir Khairi Saadallah.

Hnífstunguárásin flokkuð sem hryðjuverk
Lögreglan flokkar nú hnífstunguárás sem framin var í gærkvöldi í Reading á Bretlandi sem hryðjuverkaárás. Þrír létust í árásinni og þrír eru alvarlega slasaðir.

Þrír látnir eftir hnífstunguárás í almenningsgarði
25 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa banað þremur í hnífstunguárás í Forbury Gardens.

Malala Yousafzai lýkur námi við Oxford háskóla
Baráttukonan og Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai lauk í dag síðustu lokaprófunum við Oxford háskóla í Bretlandi þar sem hún hefur stundað nám í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði.

Leikarinn sem fór með hlutverk Bilbo Baggins er látinn
Breski leikarinn Sir Ian Holm, sem er einna þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk Hobbitans Bilbo Baggins í Lord of the Rings-kvikmyndunum, er látinn, 88 ára að aldri.

Vera Lynn er látin
Breska söngkonan Vera Lynn er látin, 103 ára að aldri.

Öryggisverðir Boris Johnson óku aftan á bíl forsætisráðherrans
Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, lenti í óhappi eftir þingfund á breska þinginu í dag.

Sky mun nota tölvuleikjahljóð til að skapa stemningu á leikjunum í enska boltanum
Hróp og köll stuðningsmanna úr tölvuleiknum FIFA verður notað í útsendingum Sky Sports frá ensku úrvalsdeildinni en enski boltinn fer aftur að rúlla í kvöld eftir þriggja mánaða hlé.

Bretaprins finnur enn hvorki bragð né lykt
Karl Bretaprins glímir enn við afleiðingar kórónuveirusýkingarinnar sem hrjáði hann í mars síðastliðinn en bragð- og þefskyn prinsins hefur ekki batnað.

Þrautseigja Rashford skilaði óvænt tilætluðum árangri
Óvænt U-beygja hefur átt sér stað er varðar málefni barna í Bretlandi. Sóknarmaður Manchester United spilar þar stóra rullu.

Lík flugmannsins fundið
Leitaraðgerðir hófust í morgun eftir að fréttir bárust af því að F-15C Eagle vél bandaríkjahers hefði hrapað í Norðursjó, austur af Austur-Jórvíkurskíri í Englandi.

„Algjört kaos“ í breskum morgunþætti eftir að Katrín og félagar gleymdu tímamismuninum
Það varð uppi fótur og fit í breska morgunþættinum This Morning Live á ITV-sjónvarpstöðinni í morgun þegar þáttastjórnendur neyddust meðal annars til þess að borða ost í stað þess að tala við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra.

Bandarísk orrustuþota hrapaði í Norðursjó
Eins herflugmanns er saknað eftir að orrustuþotaþota á vegum Bandaríkjahers hrapaði í Norðursjó.

Þrjár stunguárásir, nauðgun og andlát á ólöglegum samkomum
Tvítugur maður lést, einni konu var nauðgað og minnst þrír hafa lent í stunguárás á tveimur ólöglegum samkomum á stór-Manchester svæðinu í Englandi. Alls sóttu sex þúsund manns samkomurnar, sem fram fóru í gær.

Rúmlega hundrað manns handteknir í London
Mótmælendur, sem margir hverjir tilheyra hópum hægri öfgamanna, réðst að lögreglu eftir að þeir höfðu safnast saman til að standa vörð um styttur.

Lögregla og mótmælendur tókust á í London
Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í London í dag. Mótmælendurnir sem um ræðir söfnuðust saman í miðbæ borgarinnar, og sögðust vera að vernda styttur á svæðinu frá and-rasískum aðgerðasinnum.

Hætta við að fjarlægja Þjóðverjaþátt Hótels Tindastóls
Streymisveita í eigu BBC hefur dregið í land og hætt við að fjarlægja einn þáttanna í þáttaröðinni Hótel Tindastól (e. Fawlty Towers). Þess í stað verði bætt við viðvörun um að þátturinn innihaldi efni og orðfæri sem kunni að vera móðgandi.

Ricky Valance fallinn frá
Velski söngvarinnRicky Valance er látinn, 84 ára að aldri.