Heilbrigðismál Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. Innlent 6.8.2021 14:30 Ekki sjálfsagt að heilbrigðisstarfsfólk setji líf sitt til hliðar Það er ekki sjálfsagt að líf fólks sé sett til hliðar til þess að það geti staðið vaktina á Landspítala þegar álag er mikið. Þetta segir formaður félags hjúkrunarfræðinga sem fundaði með stjórnvöldum í morgun. Innlent 6.8.2021 12:03 Heilbrigðiskerfið er ekki aðeins í Reykjavík Í upphafi þessa kjörtímabils boðaði ríkisstjórnin að allir landsmenn gætu notið góðrar þjónustu heilbrigðiskerfisins. Það væri óháð efnahag og búsetu. Það átti sérstaklega að bæta geðheilbrigðisþjónustu, auka forvarnir og byggja upp hjúkrunarrými. Heilbrigðisráðherra sagðist bjargvættur heilbrigðiskerfisins. Auk þessa átti að efla eftirlits- og aðhaldshlutverk Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu. En hver er raunveruleg staða? Skoðun 6.8.2021 11:30 „Spurningin er: Ætla ég að neita barninu mínu um þessa vernd?“ Prófessor í barnalækningum segir að afleiðingar Covid-veikinda fyrir börn séu mun alvarlegri en aukaverkanir bólusetninga. Hann segir nýlegar rannsóknir benda til þess að bólusetningar barna gegn Covid gangi vel en skilur hins vegar að foreldrar séu hikandi þegar kemur að bólusetningum. Innlent 6.8.2021 08:56 Breyta reglugerð til að létta á sóttvarnahúsum Heilbrigðisráðuneytið hefur gert breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamærin vegna kórónuveirunnar. Með breytingunni verður aðgengi að sóttvarnarhúsum takmarkað og áhersla lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda. Innlent 5.8.2021 15:39 Læknar vilja óskert sumarfrí og segja þörf á hugarfarsbreytingu Félag sjúkrahúslækna segir mikilvægt að tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái óskert sumarfrí. Alvarlegt ástand á Landspítalanum vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hefði ekki átt að koma á óvart og hugarfarsbreytingu þurfi í stjórnun spítalans. Innlent 5.8.2021 14:57 Binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigðinu Heilbrigðisyfirvöld binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en Pfizer er nú þegar með slíkt í þróun. Það gæti orðið til þess að raunverulegt hjarðónæmi myndaðist gen SARS-CoV-2. Innlent 5.8.2021 14:04 Heilbrigðiskerfið megi ekki alltaf vera einni bylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir starfsfólk spítalans vera örþreytt. Ýmislegt hafi verið gert til að mæta álagi sem fylgi kórónuveirufaraldrinum en meira þurfi til. Mikilvægt sé að efla heilbrigðiskerfið svo það sé ekki „alltaf einni faraldursbylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina". Innlent 5.8.2021 12:00 „Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“ Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. Innlent 5.8.2021 11:51 Ýmis kerfi komin að þolmörkum Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir stöðu kórónuveirufaraldursins hafa þyngst og að ýmis kerfi séu komin að þolmörkum. Innlent 5.8.2021 11:15 151 greindist með Covid-19 í gær 151 greindist með Covid-19 í gær. Alls voru 68 í sóttkví en 83 utan sóttkvíar. Innlent 5.8.2021 10:48 Svona var 188. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Ísland fer að öllum líkindum á rauðan lista Sóttvarnastofnunar Evrópu í dag vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi undanfarnar vikur. Kortið miðar við nýgengi smita hér á landi en flesti ríki Evrópu styðjast við sínar eigin skilgreiningar varðandi komu til landsins. Innlent 5.8.2021 06:40 Álagið fyrst og fremst vegna almennra veikinda Álagið á bráðamóttöku Landspítalans er fyrst og fremst vegna almennra veikinda, fremur en vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, í samtali við Morgunblaðið. Innlent 5.8.2021 06:34 Löng bið á bráðamóttöku og þung staða á Landspítala Landspítali vekur athygli á því að mikið álag er núna á spítalanum, sérstaklega á bráðamóttöku spítalans í Fossvogi. Fólk sem leitar á bráðamóttöku vegna vægari slysa eða veikinda má því gera ráð fyrir langri bið eftir þjónustu. Þetta segir í tilkynningu frá Landspítalanum. Innlent 4.8.2021 16:28 Aðeins einn smitaðra heimilismanna með einkenni Tveir heimilismenn Grundar sem greindust með Covid-19 losna úr einangrun í vikulok. Hvorugur hefur fundið fyrir einkennum. Fyrr í vikunni greindust tveir smitaðir á Minni-Grund og er annar einkennalaus en hinn „með nokkur einkenni“. Innlent 4.8.2021 12:00 Hundrað og sextán greindust smitaðir í gær Alls greindust 116 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Enn fjölgar í einangrun þar sem eru nú 1329 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þá er 1941 í sóttkví. Innlent 4.8.2021 10:42 Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. Innlent 3.8.2021 13:31 Hefja rannsókn á notkun kannabisúða gegn heilakrabbameini Breska heilbrigðisþjónustan (NHS) hyggst í samvinnu við bresk krabbameinsfélög hefja rannsókn á mögulegum lækningarmætti munnholsúða sem inniheldur kannabínóíða gegn fjórða stigs tróðæxlum (e. glioblastoma). Erlent 3.8.2021 07:31 Óheilbrigða kerfið Fyrir Alþingiskosningar lofa margir frambjóðendur fögrum fyrirheitum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Gullslegin loforð þeirra fuðra flest upp um leið og atkvæðin falla ofan í kjörkassann. Á botninum eru þau geymd á öruggum stað þar til frambjóðandinn þarf aftur á atkvæði almúgans að halda. Skoðun 3.8.2021 07:01 Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. Innlent 2.8.2021 22:49 Fólk í sóttkví fær ekki að dvelja á farsóttarhúsum Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að breyta reglugerð sinni um farsóttarhús þannig að húsin verði aðeins fyrir þá sem þurfa að vera í einangrun. Samningaviðræður eru einnig í gangi um að koma tveimur nýjum farsóttarhúsum á laggirnar. Innlent 31.7.2021 17:41 Ofnæmistíminn í hámarki en varanleg lækning möguleg Landsmenn hafa kannski margir tekið eftir asparfræjum á sveimi um landið en þau líkjast helst snjókornum, stór og hvít. Fræin eru þó enginn ofnæmisvaldur, eins og margir hafa kannski haldið, heldur eru það frjóin sem ráðast á ónæmiskerfi fólks. Innlent 30.7.2021 19:47 Fjögur til tíu prósent barna fæðist með tunguhaft: „Þetta er vefur sem skerðir hreyfigetuna“ Fjögur til tíu prósent barna fæðast með vara- eða tunguhaft. Talmeinafræðingur segir að fræða þurfi heilbrigðisstarfsfólk um vandann. Innlent 30.7.2021 16:56 Ætla að rannsaka áhrif Covid-19 bóluefna á tíðahring kvenna Til stendur að hefja rannsókn á áhrifum bóluefna gegn Covid-19 á tíðahring kvenna hér á landi. Rannsóknin verður unnin undir forystu Lyfjastofnunar og í samvinnu við landlækni og sóttvarnalækni. Innlent 30.7.2021 12:27 Segja mikilvægt að fræða heilbrigðisstarfsfólk um tungu- og varahaft Mæður barna sem fæðast með tunguhaft segja mikilvægt að fræða heilbrigðisstarfsfólk um vandann. Þær segja þekkingarleysi ríkja um þessi mál í heilbrigðiskerfinu og gagnrýna úrræðaleysi. Innlent 29.7.2021 20:00 Hárrétt að efnum sé sprautað í líkama fólks en þau séu öll þekkt Prófessor í ónæmisfræðum segir mikilvægt að upplýst umræða um bóluefnin og kórónuveiruna haldi áfram. Hann segir það misskilning að óþekkt efni eða efnasambönd séu í bóluefnum gegn Covid-19, þær upplýsingar séu allar uppi á borðum. Innlent 29.7.2021 19:13 Ný bóluefni gegn delta eru okkar helsta von Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, segir óvíst hvort og þá hvenær hægt verði að líta kórónuveiruna sömu augum og venjulega inflúensuveiru, eins og menn höfðu vonast eftir að yrði staðan eftir að bólusetningum hjá meirihluta þjóðarinnar væri lokið. Innlent 29.7.2021 12:27 Vill upplýsingar beint af kúnni Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, hefur farið fram á það að nefndin komi saman í miðju sumarfríi þingmanna til að fara yfir stöðu mála í nýrri bylgju faraldursins. Hún segir mikilvægt að nefndarmenn fái tækifæri til að bera spurningar undir helstu sérfræðinga landsins. Innlent 28.7.2021 15:23 Staðan í Bandaríkjunum varpar nýju ljósi á delta-afbrigðið Bandaríkjamenn standa nú frammi fyrir svipaðri stöðu og við Íslendingar; smituðum einstaklingum fjölgar ört og bíða menn í ofvæni eftir að sjá hversu alvarlegum veikindum delta-afbrigðið getur valdið hjá þeim sem eru bólusettir. Það ætti að koma í ljós á næstu dögum eða viku. Sérstaða Bandaríkjanna sýnir þó ágætlega hversu virk bóluefnin eru gegn afbrigðinu. Erlent 28.7.2021 14:21 Bið, end(ómetríósu)alaus bið Stytting biðlista, val einstaklingsins og besta mögulega þjónustuna fyrir hvern og einn. Er þetta eitthvað sem við getum verið sammála um að sé ákjósanlegt og í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt? Skoðun 28.7.2021 13:31 « ‹ 85 86 87 88 89 90 91 92 93 … 213 ›
Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. Innlent 6.8.2021 14:30
Ekki sjálfsagt að heilbrigðisstarfsfólk setji líf sitt til hliðar Það er ekki sjálfsagt að líf fólks sé sett til hliðar til þess að það geti staðið vaktina á Landspítala þegar álag er mikið. Þetta segir formaður félags hjúkrunarfræðinga sem fundaði með stjórnvöldum í morgun. Innlent 6.8.2021 12:03
Heilbrigðiskerfið er ekki aðeins í Reykjavík Í upphafi þessa kjörtímabils boðaði ríkisstjórnin að allir landsmenn gætu notið góðrar þjónustu heilbrigðiskerfisins. Það væri óháð efnahag og búsetu. Það átti sérstaklega að bæta geðheilbrigðisþjónustu, auka forvarnir og byggja upp hjúkrunarrými. Heilbrigðisráðherra sagðist bjargvættur heilbrigðiskerfisins. Auk þessa átti að efla eftirlits- og aðhaldshlutverk Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu. En hver er raunveruleg staða? Skoðun 6.8.2021 11:30
„Spurningin er: Ætla ég að neita barninu mínu um þessa vernd?“ Prófessor í barnalækningum segir að afleiðingar Covid-veikinda fyrir börn séu mun alvarlegri en aukaverkanir bólusetninga. Hann segir nýlegar rannsóknir benda til þess að bólusetningar barna gegn Covid gangi vel en skilur hins vegar að foreldrar séu hikandi þegar kemur að bólusetningum. Innlent 6.8.2021 08:56
Breyta reglugerð til að létta á sóttvarnahúsum Heilbrigðisráðuneytið hefur gert breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamærin vegna kórónuveirunnar. Með breytingunni verður aðgengi að sóttvarnarhúsum takmarkað og áhersla lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda. Innlent 5.8.2021 15:39
Læknar vilja óskert sumarfrí og segja þörf á hugarfarsbreytingu Félag sjúkrahúslækna segir mikilvægt að tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái óskert sumarfrí. Alvarlegt ástand á Landspítalanum vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hefði ekki átt að koma á óvart og hugarfarsbreytingu þurfi í stjórnun spítalans. Innlent 5.8.2021 14:57
Binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigðinu Heilbrigðisyfirvöld binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en Pfizer er nú þegar með slíkt í þróun. Það gæti orðið til þess að raunverulegt hjarðónæmi myndaðist gen SARS-CoV-2. Innlent 5.8.2021 14:04
Heilbrigðiskerfið megi ekki alltaf vera einni bylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir starfsfólk spítalans vera örþreytt. Ýmislegt hafi verið gert til að mæta álagi sem fylgi kórónuveirufaraldrinum en meira þurfi til. Mikilvægt sé að efla heilbrigðiskerfið svo það sé ekki „alltaf einni faraldursbylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina". Innlent 5.8.2021 12:00
„Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“ Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. Innlent 5.8.2021 11:51
Ýmis kerfi komin að þolmörkum Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir stöðu kórónuveirufaraldursins hafa þyngst og að ýmis kerfi séu komin að þolmörkum. Innlent 5.8.2021 11:15
151 greindist með Covid-19 í gær 151 greindist með Covid-19 í gær. Alls voru 68 í sóttkví en 83 utan sóttkvíar. Innlent 5.8.2021 10:48
Svona var 188. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Ísland fer að öllum líkindum á rauðan lista Sóttvarnastofnunar Evrópu í dag vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi undanfarnar vikur. Kortið miðar við nýgengi smita hér á landi en flesti ríki Evrópu styðjast við sínar eigin skilgreiningar varðandi komu til landsins. Innlent 5.8.2021 06:40
Álagið fyrst og fremst vegna almennra veikinda Álagið á bráðamóttöku Landspítalans er fyrst og fremst vegna almennra veikinda, fremur en vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, í samtali við Morgunblaðið. Innlent 5.8.2021 06:34
Löng bið á bráðamóttöku og þung staða á Landspítala Landspítali vekur athygli á því að mikið álag er núna á spítalanum, sérstaklega á bráðamóttöku spítalans í Fossvogi. Fólk sem leitar á bráðamóttöku vegna vægari slysa eða veikinda má því gera ráð fyrir langri bið eftir þjónustu. Þetta segir í tilkynningu frá Landspítalanum. Innlent 4.8.2021 16:28
Aðeins einn smitaðra heimilismanna með einkenni Tveir heimilismenn Grundar sem greindust með Covid-19 losna úr einangrun í vikulok. Hvorugur hefur fundið fyrir einkennum. Fyrr í vikunni greindust tveir smitaðir á Minni-Grund og er annar einkennalaus en hinn „með nokkur einkenni“. Innlent 4.8.2021 12:00
Hundrað og sextán greindust smitaðir í gær Alls greindust 116 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Enn fjölgar í einangrun þar sem eru nú 1329 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þá er 1941 í sóttkví. Innlent 4.8.2021 10:42
Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. Innlent 3.8.2021 13:31
Hefja rannsókn á notkun kannabisúða gegn heilakrabbameini Breska heilbrigðisþjónustan (NHS) hyggst í samvinnu við bresk krabbameinsfélög hefja rannsókn á mögulegum lækningarmætti munnholsúða sem inniheldur kannabínóíða gegn fjórða stigs tróðæxlum (e. glioblastoma). Erlent 3.8.2021 07:31
Óheilbrigða kerfið Fyrir Alþingiskosningar lofa margir frambjóðendur fögrum fyrirheitum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Gullslegin loforð þeirra fuðra flest upp um leið og atkvæðin falla ofan í kjörkassann. Á botninum eru þau geymd á öruggum stað þar til frambjóðandinn þarf aftur á atkvæði almúgans að halda. Skoðun 3.8.2021 07:01
Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. Innlent 2.8.2021 22:49
Fólk í sóttkví fær ekki að dvelja á farsóttarhúsum Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að breyta reglugerð sinni um farsóttarhús þannig að húsin verði aðeins fyrir þá sem þurfa að vera í einangrun. Samningaviðræður eru einnig í gangi um að koma tveimur nýjum farsóttarhúsum á laggirnar. Innlent 31.7.2021 17:41
Ofnæmistíminn í hámarki en varanleg lækning möguleg Landsmenn hafa kannski margir tekið eftir asparfræjum á sveimi um landið en þau líkjast helst snjókornum, stór og hvít. Fræin eru þó enginn ofnæmisvaldur, eins og margir hafa kannski haldið, heldur eru það frjóin sem ráðast á ónæmiskerfi fólks. Innlent 30.7.2021 19:47
Fjögur til tíu prósent barna fæðist með tunguhaft: „Þetta er vefur sem skerðir hreyfigetuna“ Fjögur til tíu prósent barna fæðast með vara- eða tunguhaft. Talmeinafræðingur segir að fræða þurfi heilbrigðisstarfsfólk um vandann. Innlent 30.7.2021 16:56
Ætla að rannsaka áhrif Covid-19 bóluefna á tíðahring kvenna Til stendur að hefja rannsókn á áhrifum bóluefna gegn Covid-19 á tíðahring kvenna hér á landi. Rannsóknin verður unnin undir forystu Lyfjastofnunar og í samvinnu við landlækni og sóttvarnalækni. Innlent 30.7.2021 12:27
Segja mikilvægt að fræða heilbrigðisstarfsfólk um tungu- og varahaft Mæður barna sem fæðast með tunguhaft segja mikilvægt að fræða heilbrigðisstarfsfólk um vandann. Þær segja þekkingarleysi ríkja um þessi mál í heilbrigðiskerfinu og gagnrýna úrræðaleysi. Innlent 29.7.2021 20:00
Hárrétt að efnum sé sprautað í líkama fólks en þau séu öll þekkt Prófessor í ónæmisfræðum segir mikilvægt að upplýst umræða um bóluefnin og kórónuveiruna haldi áfram. Hann segir það misskilning að óþekkt efni eða efnasambönd séu í bóluefnum gegn Covid-19, þær upplýsingar séu allar uppi á borðum. Innlent 29.7.2021 19:13
Ný bóluefni gegn delta eru okkar helsta von Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, segir óvíst hvort og þá hvenær hægt verði að líta kórónuveiruna sömu augum og venjulega inflúensuveiru, eins og menn höfðu vonast eftir að yrði staðan eftir að bólusetningum hjá meirihluta þjóðarinnar væri lokið. Innlent 29.7.2021 12:27
Vill upplýsingar beint af kúnni Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, hefur farið fram á það að nefndin komi saman í miðju sumarfríi þingmanna til að fara yfir stöðu mála í nýrri bylgju faraldursins. Hún segir mikilvægt að nefndarmenn fái tækifæri til að bera spurningar undir helstu sérfræðinga landsins. Innlent 28.7.2021 15:23
Staðan í Bandaríkjunum varpar nýju ljósi á delta-afbrigðið Bandaríkjamenn standa nú frammi fyrir svipaðri stöðu og við Íslendingar; smituðum einstaklingum fjölgar ört og bíða menn í ofvæni eftir að sjá hversu alvarlegum veikindum delta-afbrigðið getur valdið hjá þeim sem eru bólusettir. Það ætti að koma í ljós á næstu dögum eða viku. Sérstaða Bandaríkjanna sýnir þó ágætlega hversu virk bóluefnin eru gegn afbrigðinu. Erlent 28.7.2021 14:21
Bið, end(ómetríósu)alaus bið Stytting biðlista, val einstaklingsins og besta mögulega þjónustuna fyrir hvern og einn. Er þetta eitthvað sem við getum verið sammála um að sé ákjósanlegt og í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt? Skoðun 28.7.2021 13:31