Evrópusambandið

Fréttamynd

Fá byr í seglin með 1,4 milljarða styrk frá ESB

Evrópusambandið hefur veitt orkuskiptaverkefninu WHISPER 1,4 milljarða króna styrk og er hann til fjögurra ára. Fjögur íslensk fyrirtæki eru hluti af þessu fjölþjóðlega samstarfi en það eru SideWind, Samskip, BBA//FJELDCO og Athygli. Þar að auki leiðir verkfræðistofan Verkís verkefnið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjórir hafa nú verið teknir af lífi vegna mótmæla í Íran

Fjórir hafa nú verið teknir af lífi í Íran fyrir það að taka þátt í mótmælunum sem blossuðu upp þar í landi um miðjan september síðastliðinn. Karate meistari og þjálfari í sjálfboðastarfi voru teknir af lífi í dag. Sameinuðu þjóðirnar biðla til íranskra stjórnvalda að hætta aftökunum.

Erlent
Fréttamynd

Meginvandinn er sjálft regluverkið

Talsvert hefur verið rætt á undanförnum árum um svonefnda gullhúðun við innleiðingu á lagagerðum frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Er þar vísað til þess þegar gerðir eru innleiddar hér á landi meira íþyngjandi en þær koma frá sambandinu. Um er að ræða mál sem full ástæða er til þess að taka föstum tökum en á sama tíma er ljóst að ekki er um að ræða meginvandann í þeim efnum.

Umræðan
Fréttamynd

ESB sektar Meta um sextíu milljarða

Persónverndaryfirvöld innan Evrópusambandsins segja að Meta, eigandi Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, megi ekki byggja það hvaða auglýsingar notendur sjá á upplýsingum um netnotkun þeirra. Þetta var niðurstaða sérstakrar nefndar um vernd persónuupplýsinga á Írlandi sem segir auglýsingarnar brjóta gegn lögum Evrópusambandsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gleðilegt Evrópuár!

Það var ánægjulegt að ein fyrsta frétt ársins var um framsýni og þrautseigju Króata. Um áramótin tóku þeir upp Evru og gengu í Schengen-samstarfið eftir góðan og krefjandi undirbúning. Fyrir 12 árum síðan vorum við Íslendingar einnig umsóknarríki að Evrópusambandinu. Ætluðum jafnvel að vera á undan Króötum með aðild og upptöku Evru. En nú er öldin önnur.

Skoðun
Fréttamynd

Króatar taka upp evru

Króatía hefur tekið upp evru og gengið í Schengen-samstarfið, áratug eftir að landið gekk í Evrópusambandið.

Erlent
Fréttamynd

Formaður Þjóðarflokksins sýknaður

Dómstóll í Danmörku sýknaði Morten Messerschmidt, formann Þjóðarflokksins, af ákæru um misferli með fjármuni Evrópusambandsins í dag. Upphaflega var Messerschmidt sakfelldur en sá dómur var ógiltur og málið tekið fyrir aftur.

Erlent
Fréttamynd

Mannvonskan hefur engin takmörk

Það var ekki ósvipað og maður hafi verið stungin með hníf í hjartastað þegar maður las pistil Hildar Sverrisdóttir í Vísi þann 17. desember síðastliðinn. 

Skoðun
Fréttamynd

ESB samþykkir verðþak á jarðgasi

Samþykkt hefur verið innan Evrópusambandsins að innleiða verðþak á jarðgasi frá og með 15.febrúar næstkomandi. Verðþakið felur í sér að óheimilt er að greiða hærra verð en 180 evrur fyrir megavattstundina í meira en þrjá daga í röð.

Innherji
Fréttamynd

Tekist á um verðþak á gasi innan ESB

Í dag kemur í ljós hvort orkumálaráðherrar Evrópusambandsins nái samstöðu um verðþak á gasi innan álfunnar á komandi ári. Skiptar skoðanir eru meðal aðildarríkja Evrópusambandsins um hvar verðþakið eigi að liggja, á meðan aðrir eru mótfallnir því að innleiða verðþak yfir höfuð.

Innherji
Fréttamynd

Birgir fundaði með talí­bönum í Afgan­istan

Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti erlendi stjórnmálamaðurinn til að heimsækja talíbana síðan þeir tóku völd í águst. Hann segir mikilvægt að alþjóðasamfélagið ræði við talíbana, annars muni það aðeins bitna á almenningi. Birgir hvatti ríkisstjórn talíbana til að virða mannréttindi.

Innlent
Fréttamynd

Álverin óttast áhrif kolefnisgjalds á innflutt ál

Íslenskir og evrópskir álframleiðendur óttast að nýtt gjald sem Evrópusambandið hyggst leggja á innflutt ál geti skekkt enn frekar samkeppnisstöðu þeirra á alþjóðamarkaði og gert fyrirtæki sem framleiða álvörur ósamkeppnishæf. Kerfið gæti dýpkað loftslagsvandann í stað þess að draga úr honum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fór hörðum orðum um Ríkisútvarpið og hefur lagt fram kæru

Arnþrúður Karlsdóttir eigandi Útvarps Sögu hefur lagt fram kæru á hendur íslenska ríkinu vegna hindrana í samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Hún segir fjölmiðlastyrki hins opinbera vera orðnir að geðþóttaákvörðun stjórnvalda hverju sinni, eins og sýni sig í því að N4 geti fengið fjárlaganefnd til að bæta við 100 milljóna styrk, en að Útvarp Saga fái engan.

Innlent
Fréttamynd

Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi

Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís.

Skoðun
Fréttamynd

Með hálfan þingmann á Alþingi

Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa.

Skoðun
Fréttamynd

Flugvélahamur heyrir brátt sögunni til í Evrópu

Hinn svokallaði flugvélahamur (e. Airplane mode) mun brátt heyra sögunni til, í það minnsta í Evrópu, og munu flugfarþegar geta vafrað um á netinu og hringt í háloftunum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélög geti veitt farþegum aðgang að 5G nettengingu í flugi.

Erlent
Fréttamynd

Evrópa of háð Banda­ríkjunum í öryggis­málum

Innrás Rússa í Úkraínu sýnir að Evrópulönd séu of háð Bandaríkjunum um eigið öryggi, að mati Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands. Hún vill að Evrópulönd auki vopnaframleiðslu og varnarviðbúnað sinn.

Erlent
Fréttamynd

Skatturinn hefur til skoðunar dóm um að hætta skuli birtingu á eigendum félaga

Nokkur Evrópusambandsríki hafa hætt að birta upplýsingar hverjir eiga fyrirtæki í kjölfar að Evrópudómstóllinn taldi að slíkt bryti gegn sáttmála Evrópusambandsins. Lögfræðingur segir að óljóst sé „hvaða – ef einhver – áhrif“ dómurinn muni hafa hér á landi. Full ástæða sé þó fyrir íslensk stjórnvöld til þess að gefa dómnum gaum en ákvæði sáttmála Evrópusambandsins um rétt til friðhelgis einkalífs sé „nánast orðrétt hið sama og finna má í stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu“.

Innherji