Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2024 11:09 Um 420 milljónir manna búa á Schengen-svæðinu. Getty Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins hafa samþykkt að gera Búlgaríu og Rúmeníu aðila að Schengen-svæðinu. Þetta felur í sér að þann 1. janúar verður mun auðveldara fyrir fólk í Búlgaríu og Rúmeníu að ferðast til annarra ríkja í Schengen. Schengen-samstarfið hófst milli Frakklands, Þýskalands, Belgíu, Hollands og Lúxemborg árið 1985. Íslend gekk inn í Schengen-samstarfið árið 1996, ásamt Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Um 420 milljónir manna búa á Schengen-svæðinu svokallaða. Rúmenía og Búlgaría hafa verið í Evrópusambandinu frá 2007 og sóttu um aðild að Schengen árið 2010. Samkvæmt frétt DW hafa hins vegar ráðamenn nokkurra ríkja Evrópu sett sig gegn aðild ríkjanna í gegnum árin. Breytingar höfðu orðið á fyrirkomulagi varðandi landamæraeftirlit þessara ríkja í mars, þar sem reglur Schengen voru í raun látnar ná yfir fólk sem kom til landanna með flugvélum eða skipum. Það náði ekki yfir fólk sem kom fótgangandi eða akandi inn í Búlgaríu og Rúmeníu. Austurríki var meðal þeirra ríkja þar sem ráðamenn höfðu sett sig gegn aðild Búlgaríu og Rúmeníu og að hluta til vegna þess að þeir sögðu Búlgara ekki hafa nægilega öflugt landamæraeftirlit varðandi farandi- og flóttafólk sem kæmist ólöglega inn í landið. Fyrir samþykktina í dag höfðu ráðamenn þar þó samþykkt að beita ekki neitunarvaldi að þessu sinni þar sem Búlgarar hafa samþykkt að efla landamæragæslu sína á landamærum Búlgaríu og Tyrklands. AP fréttaveitan hefur eftir Marcel Ciolacu, forsætisráðherra Rúmeníu, að um mikla hagsmuni fyrir Rúmeni sé um að ræða. Þetta muni gera þeim milljónum Rúmena sem búa og vinna á Schengen-svæðinu auðveldara að ferðast aftur heim. Evrópusambandið Búlgaría Rúmenía Landamæri Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Schengen-samstarfið hófst milli Frakklands, Þýskalands, Belgíu, Hollands og Lúxemborg árið 1985. Íslend gekk inn í Schengen-samstarfið árið 1996, ásamt Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Um 420 milljónir manna búa á Schengen-svæðinu svokallaða. Rúmenía og Búlgaría hafa verið í Evrópusambandinu frá 2007 og sóttu um aðild að Schengen árið 2010. Samkvæmt frétt DW hafa hins vegar ráðamenn nokkurra ríkja Evrópu sett sig gegn aðild ríkjanna í gegnum árin. Breytingar höfðu orðið á fyrirkomulagi varðandi landamæraeftirlit þessara ríkja í mars, þar sem reglur Schengen voru í raun látnar ná yfir fólk sem kom til landanna með flugvélum eða skipum. Það náði ekki yfir fólk sem kom fótgangandi eða akandi inn í Búlgaríu og Rúmeníu. Austurríki var meðal þeirra ríkja þar sem ráðamenn höfðu sett sig gegn aðild Búlgaríu og Rúmeníu og að hluta til vegna þess að þeir sögðu Búlgara ekki hafa nægilega öflugt landamæraeftirlit varðandi farandi- og flóttafólk sem kæmist ólöglega inn í landið. Fyrir samþykktina í dag höfðu ráðamenn þar þó samþykkt að beita ekki neitunarvaldi að þessu sinni þar sem Búlgarar hafa samþykkt að efla landamæragæslu sína á landamærum Búlgaríu og Tyrklands. AP fréttaveitan hefur eftir Marcel Ciolacu, forsætisráðherra Rúmeníu, að um mikla hagsmuni fyrir Rúmeni sé um að ræða. Þetta muni gera þeim milljónum Rúmena sem búa og vinna á Schengen-svæðinu auðveldara að ferðast aftur heim.
Evrópusambandið Búlgaría Rúmenía Landamæri Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira