Norður-Kórea

Fréttamynd

Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu

Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu.

Erlent
Fréttamynd

Kim keyrði skrið­dreka á æfingu

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, tók nýverið þátt í æfingu með hermönnum sínum, þar sem þeir voru að æfa sig á nýrri gerð skriðdreka. Kallaði hann eftir frekari undirbúningi svo herinn væri tilbúinn í mögulegt stríð.

Erlent
Fréttamynd

Fengu gervihnattatækni í skiptum fyrir sprengi­kúlur

Sérfræðingar Leyniþjónustu Suður-Kóreu telja að nágrannar þeirra í norðri séu að undirbúa þriðju tilraunina til að skjóta gervihnetti á braut um jörðu. Geimvísindamenn Norður-Kóreu eru sagðir hafa fengið tæknilega aðstoð frá Rússum.

Erlent
Fréttamynd

Gengur illa að auka framleiðslu skotfæra

Ætlanir Evrópusambandsins varðandi sendingar skotfæra til Úkraínu virðast ekki ætla að ganga eftir. Vandræði Evrópuríkja við að auka framleiðslu skotfæra gæti komið niður á vörnum Úkraínumanna og veitt Rússum ákveðið forskot.

Erlent
Fréttamynd

Travis King vísað frá Norður-Kóreu

Yfirvöld í Norður-Kóreu ætla að vísa Travis King, bandarískum hermanni sem flúði til Norður-Kóreu í sumar, úr landi. Hann hefur verið í haldi frá því í júlí.

Erlent
Fréttamynd

Kim heitir Pútín fullum stuðningi

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags.

Erlent
Fréttamynd

Kim í lest á leið til Pútíns

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun á næstu dögum funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Einræðisherrann er sagður vera lagður af stað til Valdivostok í Rússlandi á brynvarinni lest sinni.

Erlent
Fréttamynd

Seg­ir að Kim muni gjald­a fyrir vopnasendingar

Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu.

Erlent
Fréttamynd

Pútín og Kim sagðir skiptast á bréfum

Yfirvöld í Bandaríkjunum segja Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa skipst á bréfum. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði frá því í dag að Bandaríkjamenn hefðu komist á snoðir um þessar bréfasendingar og eru þær sagðar byggja á fyrri samskiptum milli ríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Viður­kenna að þau hafi Tra­vis í haldi

Norður-kóresk stjórn­völd hafa viður­kennt í fyrsta sinn að þau hafi banda­ríska her­manninn Tra­vis King í haldi. Um er að ræða fyrstu svör þeirra við fyrir­spurnum Sam­einuðu þjóðanna um það hvar her­maðurinn sé niður­kominn.

Erlent
Fréttamynd

Norður-Kóreu­menn sýndu „banda­ríska“ her­dróna

Norður-Kóreu­menn efndu til sér­stakrar her­sýningar í gær­kvöldi. Þar sýndu þeir nýjan búnað og voru þar í fyrir­rúmi nýir her­drónar sem taldir eru keim­líkir banda­rískum drónum, að því er fram kemur í um­fjöllun Guar­dian.

Erlent
Fréttamynd

Enda einangrun með heimsókn frá Rússlandi og Kína

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa boðið sendinefndum frá Rússlandi og Kína til að taka þátt í hátíðarhöldum vegna þess að á morgun verða sjötíu ár liðin frá því skrifað var undir vopnahlé í Kóreustríðinu. Einræðisríkið hefur verið mjög einangrað á undanförnum árum vegna faraldurs Covid.

Erlent
Fréttamynd

Viðræður við Norður-Kóreu hafnar

Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sem stýra einu landamærastöð Norður- og Suður-Kóreu segjast í samskiptum við yfirvöld í norðri vegna bandarísks hermanns sem hljóp yfir landamærin í síðustu viku. Hingað til höfðu ráðamenn í Pyongyang neitað að taka upp tólið.

Erlent
Fréttamynd

Virða að vettugi allar til­raunir til sam­skipta

Norður-kóresk yfir­völd hafa virt að vettugi allar til­raunir þeirra banda­rísku til þess að eiga í sam­skiptum vegna banda­ríska her­mannsins sem nú er í haldi Norður-Kóreu. Spennan á Kóreu­skaga er gríðar­leg og sam­skiptin lítil sem engin.

Erlent