Kim keyrði skriðdreka á æfingu Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2024 10:23 Kim keyrði skriðdreka á æfingu hers Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, tók nýverið þátt í æfingu með hermönnum sínum, þar sem þeir voru að æfa sig á nýrri gerð skriðdreka. Kallaði hann eftir frekari undirbúningi svo herinn væri tilbúinn í mögulegt stríð. Einræðisherrann sjálfur settist undir stýri á einum skriðdreka og tók þátt í æfingu þar sem líkt var eftir orrustu. Kim kallaði umrædda skriðdreka þá öflugustu í heimi, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu. Skriðdrekar þessir voru fyrst sýndir í skrúðgöngu árið 2020 en sérfræðingar segja þessa sem sést hafa á myndum af æfingunni hafa verið betrumbættir síðan þá. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að óljóst sé hvort Norður-Kórea hafi bolmagn og kunnáttu til að framleiða skriðdrekana í massavís. Kim hylltur af hermönnum.AP/KCNA Kim hefur verið iðinn við að láta taka af sér myndir með hermönnum og við æfingar. Á dögunum voru birtar myndir af Kim þar sem hann fylgdist með hermönnum æfa stórskotaliðsárásir og þar sem hann fylgdist með hermönnum æfa árásir. Hermennirnir sem æfðu stórskotaliðsárásirnar í síðustu viku tilheyra herdeild sem hefur það hlutverk að gera slíkar árásir á Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, í upphafi mögulegs stríðs milli ríkjanna. Norður-Kórea gæti látið sprengjum rigna yfir borgina. Árlegri heræfingu í Suður-Kóreu lýkur síðar í dag en slíkar æfingar valda iðulega reiði í Pyongyang. Spennan á Kóreuskaga hefur þó aukist til muna á undanförnum árum og Kim og aðrir ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað hótað stríði á undanförnum mánuðum. Kim Jong Un æfir sig að skjóta úr byssu.AP/KCNA Í ræðu sem hann hélt í janúar hét Kim því að fjarlægja úr stjórnarskrá Norður-Kóreu klásúlu um að ríkið sæktist eftir friðsamri sameiningu með Suður-Kóreu. Þess í stað yrði Suður-Kórea skilgreint sem helsti óvinur Norður-Kóreu og að þar myndi standa að kæmi til stríðs myndi Norður-Kórea innlima Suður-Kóreu. Ónafngreindur ráðgjafi forseta Suður-Kóreu sagði blaðamönnum fyrr í vikunni að breyttur tónn Kims markaði ekki bara aukinn áróður heldur markvissa stefnubreytingu gagnvart Suður-Kóreu. Kim hefur sótt margar heræfingar að undanförnu.AP/KCNA Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með neðansjávardróna sem borið getur kjarnorkuvopn. Tilraunin er sögð hafa verið gerð í mótmælum við sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu sem fara fram í þessari viku. 19. janúar 2024 12:37 Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. 5. janúar 2024 08:32 Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. 18. desember 2023 11:59 Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
Einræðisherrann sjálfur settist undir stýri á einum skriðdreka og tók þátt í æfingu þar sem líkt var eftir orrustu. Kim kallaði umrædda skriðdreka þá öflugustu í heimi, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu. Skriðdrekar þessir voru fyrst sýndir í skrúðgöngu árið 2020 en sérfræðingar segja þessa sem sést hafa á myndum af æfingunni hafa verið betrumbættir síðan þá. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að óljóst sé hvort Norður-Kórea hafi bolmagn og kunnáttu til að framleiða skriðdrekana í massavís. Kim hylltur af hermönnum.AP/KCNA Kim hefur verið iðinn við að láta taka af sér myndir með hermönnum og við æfingar. Á dögunum voru birtar myndir af Kim þar sem hann fylgdist með hermönnum æfa stórskotaliðsárásir og þar sem hann fylgdist með hermönnum æfa árásir. Hermennirnir sem æfðu stórskotaliðsárásirnar í síðustu viku tilheyra herdeild sem hefur það hlutverk að gera slíkar árásir á Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, í upphafi mögulegs stríðs milli ríkjanna. Norður-Kórea gæti látið sprengjum rigna yfir borgina. Árlegri heræfingu í Suður-Kóreu lýkur síðar í dag en slíkar æfingar valda iðulega reiði í Pyongyang. Spennan á Kóreuskaga hefur þó aukist til muna á undanförnum árum og Kim og aðrir ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað hótað stríði á undanförnum mánuðum. Kim Jong Un æfir sig að skjóta úr byssu.AP/KCNA Í ræðu sem hann hélt í janúar hét Kim því að fjarlægja úr stjórnarskrá Norður-Kóreu klásúlu um að ríkið sæktist eftir friðsamri sameiningu með Suður-Kóreu. Þess í stað yrði Suður-Kórea skilgreint sem helsti óvinur Norður-Kóreu og að þar myndi standa að kæmi til stríðs myndi Norður-Kórea innlima Suður-Kóreu. Ónafngreindur ráðgjafi forseta Suður-Kóreu sagði blaðamönnum fyrr í vikunni að breyttur tónn Kims markaði ekki bara aukinn áróður heldur markvissa stefnubreytingu gagnvart Suður-Kóreu. Kim hefur sótt margar heræfingar að undanförnu.AP/KCNA
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með neðansjávardróna sem borið getur kjarnorkuvopn. Tilraunin er sögð hafa verið gerð í mótmælum við sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu sem fara fram í þessari viku. 19. janúar 2024 12:37 Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. 5. janúar 2024 08:32 Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. 18. desember 2023 11:59 Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með neðansjávardróna sem borið getur kjarnorkuvopn. Tilraunin er sögð hafa verið gerð í mótmælum við sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu sem fara fram í þessari viku. 19. janúar 2024 12:37
Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. 5. janúar 2024 08:32
Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. 18. desember 2023 11:59
Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31