Vísindi

Fréttamynd

Fæti barns bjargað í móðurkviði

Ástralskir skurðlæknar björguðu fæti barns sem var enn í móðurkviði þegar móðirin var aðeins komin 22 vikur á leið. Aðgerðin var framkvæmd vegna þess að aukavefur úr leginu vafðist um fætur fóstrins. Lasergeisli var notaður til þess að skera vefinn utan af vinstri fætinum en hægri fóturinn var of fastur í vefunum.

Erlent
Fréttamynd

Vísbendingar um tíma fyrir "Stórahvell"

Hópur eðlisfræðinga segir að hann hafi fundið vísbendingar um tíma fyrir svokallaðan "Stórahvell" en þá er talið að alheimurinn hafi myndast í gríðarlegri sprengingu.

Erlent
Fréttamynd

Horfinn pýramídi finnst á ný

Fornleifafræðingar í Egyptalandi hafa fundið aftur 4.000 ára gamlan pýramída en hann hvarf í sandinn fyrir 160 árum. Lítið er eftir af pýramídanum nema grunnur hans og gengur hann undir nafninu Höfuðlausi pýramídinn.

Erlent
Fréttamynd

Klónuð kýr eignast afkvæmi

Átta kálfar hafa fæðst í Bretlandi sem eru afkvæmi klónaðrar kýr. Hún gekk þó ekki sjálf með afkvæmin heldur voru þau flutt sem fósturvísar til Bretlands af bandarískri rannsóknarstofu og gekk ,,leigukýr" með kálfana.

Erlent
Fréttamynd

Aðvörunarkerfi fyrir jarðskjálfta á leiðinni?

Vísindamenn hjá Nasa nálgast það að geta spáð fyrir um jarðskjálfta en þeir fundu út að náin tengsl eru á milli raftruflana í jaðri lofthjúps okkar og yfirvofandi jarðskjálfta á jörðu niðri. Út frá þessum tengslum telja þeir að hægt sé að búa til aðvörunarkerfi fyrir jarðskjálfta.

Erlent
Fréttamynd

Nýfundið smástirni snýst á methraða

Nýfundið smástirni sýnst á methraða eða hringinn kringum sjálft sig á aðeins 42,7 sekúndum. Smástirnið sem ber nafnið 2008 HJ, sveif framhjá jörðinni í apríl s.l. og var þá á 162.000 km hraða.

Erlent
Fréttamynd

Gangsetja vélmennisarm geimfarins á Mars

Vísindamenn bandarísku Geimferðastofnunarinnar, NASA, eru nú að gangsetja vélmenisarm geimfarins Phoenix á Mars. Verk þetta hefur tafist um einn dag sökum vandræða í fjarskiptum við geimfarið.

Erlent
Fréttamynd

Fann 2.500 ára gamlan gullbikar undir rúminu

John Webber sjötugur Englendingur fann nýlega 2.500 ára gamlan gullbikar sem verið hafði undir rúmi hans í ein 60 ár. Bikarinn fékk Webber að gjöf frá afa sínum sem var brotajárnsali.

Erlent
Fréttamynd

Stærsta nagdýr sögunnar skreppur saman

Stærsta nagdýr sögunnar var ekki eins stórt og vísindamenn töldu áður. Er fyrstu fregnir bárust af fundi á steingerðri hauskúpu þess í Úrúgvæ var talið að það hefði verið á stærð við nautgrip og vegið eitt tonn. Nánari rannsóknir hafa leitt í ljós að þyngd þess og stærð var um þrefalt minni en það.

Erlent
Fréttamynd

Hlýnun jarðar ógnar fuglastofnum heimsins

Ný könnun á vegum BirdLife International sýnir að hlýnun jarðar ógnar nú fuglastofnum heimsins. Talið er að um áttundi hluti fuglastofna heimsins sé nú í útrýmingarhættu eða samtals 1.226 tegundir.

Erlent
Fréttamynd

Rannsaka dráp á sex bláum risastórum iguana-eðlum

Lögreglan á Cayman-eyjum rannsakar nú dráp á sex bláum risastórum iguana-eðlum á eyjunum. Eðlurnar voru drepnar í sérstakri útungunar- og uppeldisstöð fyrir þær en eðlurnar eru í mikilli útrýmingarhættu og algerlega friðaðar.

Erlent