Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Icelandair hættir rekstri stærstu flug­véla sinna

Ráðamenn Icelandair hafa tekið þá ákvörðun að hætta breiðþoturekstri og nota eingöngu mjóþotur í millilandafluginu. Þá er framundan að ákveða hvort aðeins verði reknar Airbus-þotur eða hvort Boeing Max-þoturnar verði áfram í flotanum.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Í markaðs­hag­kerfi þurfa menn bara að synda“

Fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum sem selja vörur til Fríhafnarinnar. Þeir hafa lýst miklum áhyggjum vegna nýs rekstraraðila, sem hefur krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Ráðherra segir að í markaðshagkerfi þurfi menn bara að synda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þetta er ömur­leg staða“

Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á milli steins og sleggju Heinemann

Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum.

Skoðun
Fréttamynd

Yfir­gefa Sví­þjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar

Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar frá Gautaborg í Svíþjóð til Los Angeles í Kaliforníu. Fyrirtækið segir að með þessu sé ætlunin að efla þróun ES 30-rafmagnsflugvélarinnar og styðja betur við fyrirhugað tilraunaflug.

Erlent
Fréttamynd

Létt í lund þrátt fyrir margra klukku­stunda bið eftir Lissabon

Sögulegt rafmagnsleysi á Spáni og Portúgal í gær olli alvarlegum samgöngutruflunum á landsvísu, en rafmagnsleysið varði í margar klukkustundir. Segja má að Icelandair og Play air hafi sloppið vel í gær og í dag varðandi flugáætlun til landanna tveggja. Flug Play til Lissabon í gær raskaðist þó verulega.

Innlent
Fréttamynd

Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt and­leg veikindi

Lögmaður aðstandenda Sólons heitins Guðmundssonar fer hörðum orðum um Icelandair, sem hann segir ekki hafa tekið með réttum hætti á einelti í garð Sólons á vinnustaðnum. Icelandair hafi stillt honum upp við vegg og hann sagt upp störfum í kjölfarið. Tveimur dögum síðar svipti Sólon sig lífi. Þá hafi hann verið látinn fljúga þrátt fyrir að vera vansvefta og með stuttan þráð vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Hver ætlar að bera á­byrgð á manns­lífi?

Yfir margra mánaða tímabil mátti Sólon Guðmundsson heitinn þola gróft og kerfisbundið einelti af hálfu samstarfsfélaga á vinnustað sínum Icelandair, sem og á vinnutengdum viðburðum. Að endingu gaf andleg heilsa sig sem endaði með því að Sólon tók sitt eigið líf.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins

Nýir og fyrirferðarmiklir safngripir eins og þyrlur og flugvélaskrokkar kalla á stækkun Flugsafns Íslands á Akureyri. Safnið er það eina viðurkennda hér á landi sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu.

Innlent
Fréttamynd

Töldu Akur­eyringa ekki reka alvöruflugfélag

Með stofnun Norðurflugs á Akureyri varð Tryggvi Helgason brautryðjandi í rekstri landshlutaflugfélaga á Íslandi. Flugfélagið Norlandair og áður Flugfélag Norðurlands eru bæði sprottin af Norðurflugi.

Innlent
Fréttamynd

Sau­tján langveik börn fengu ferða­styrk

Sautján börnum og fjölskyldum þeirra, samtals um 70 manns, var í gær, á fyrsta degi sumars, afhentur ferðastyrkur úr sjóði Vildarbarna Icelandair. Afhendingin fór fram í Icelandair húsinu í Hafnarfirði.

Lífið
Fréttamynd

Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum

Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum.

Innlent
Fréttamynd

Beint flug milli Akur­eyrar og út­landa aldrei verið meira

Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída

Þrjúhundruð farþegar um borð í farþegaþotu á vegum Delta flugfélagsins í Bandaríkjunum þurftu að yfirgefa vélina í snatri þegar eldur kom upp í henni á flugbrautinni á Orlando flugvelli í Flórída í gær. 

Erlent