Fréttir

Fréttamynd

Lausn í kjarnorkudeilu Norður-Kóreumanna

Langvinnri deilu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumenn virðist nú lokið með fyrsta skrefi stjórnvalda í Pyongyang að kjarnorkuvopnalausum Kóreuskaga. Samkvæmt nýju samkomulagi verður áætlunin lögð á hilluna í skiptum fyrir eldsneyti.

Erlent
Fréttamynd

Rannsóknarnefnd skipuð

Það á einnig að greiða aðgengi þeirra manna sem vistaðir voru í Breiðavík sem börn að sálfræðiþjónustu. Þetta tilkynnti forsætisráðherra í morgun og einnig að skipa eigi nefnd til að rannsaka þau barnaheimili sem rekin voru á árum áður.

Innlent
Fréttamynd

Áfallateymi stofnað fyrir fórnarlömb Byrgisins

Enn fjölgar kærum á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins. Sex stúlkur hafa nú lagt fram kæru vegna kynferðislegrar misnotkunar og áreitis. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að komið yrði á fót áfallateymi á Landspítalanum sem liðsinni og leiðbeini fyrrverandi skjólstæðingum Byrgisins. ,,Trúi því þegar ég sé það" segir ein þeirra stúlkna sem kært hefur Guðmund.

Innlent
Fréttamynd

Hvíldarbelgir vinsælir í Bandaríkjunum

Það er ekki amalegt að geta tekið sér miðdegislúr í vinnunni til að hlaða batteríin fyrir átök síðdegisins. Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur hannað sérstaka hvíldarbelgi sem nú eru kynntir hjá hverju stórfyrirtækinu á eftir öðru þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

Utanríkiráðuneytið styrkir verkefni gegn barnahermennsku

Utanríksráðherra hefur ákveðið að styrkja verkefni Rauða krossins vegna baráttunnar gegn barnahermennsku í Síerra Leóne um 10,6 m.kr. Framlagið rennur að hluta til byggingar endurhæfingarathvarfa þar sem börn og ungmenni fá bæði kennslu og sálræna aðstoð vegna afleiðinga borgarastyrjaldarinnar. Sérstök athvörf verða byggð fyrir ungar mæður þar sem þær fá aðstöðu fyrir börn sín meðan þær stunda nám.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að deyja með reisn

Þrítug bresk kona berst nú fyrir því að læknar í Bretlandi veiti henni meðferð sem mun draga hana til dauða. Hún þjáist af tveimur alvarlegum sjúkdómum og læknar segja hana ekki lifa út árið. Sjálf segist hún vilja ráða brottfarartíma sínum og deyja með reisn.

Erlent
Fréttamynd

Hvalaverndarsinnar mættu ekki

Nær helmingur aðildarþjóða Alþjóðahvalveiðiráðsins situr ekki aukafund þess í Japan. Þar á að reyna að bæta ákvarðanatökuferli innan ráðsins. Á sama tíma harðna átök verndarsinna og japanska flotans í Suður-Íshafi.

Erlent
Fréttamynd

Þögul mótmælastaða kennara

Svekktir og sárir kennarar efndu til þögullar mótmælastöðu á Lækjartorgi í dag. Kennarar hugleiða uppsögn samninga eftir nítján fundi með launanefnd sveitarfélaga sem engu hafa skilað, segir formaður Félags grunnskólakennara.

Innlent
Fréttamynd

Deilum um sölu Íslenskra aðalverktaka vísað frá dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá dómi kröfu eigenda Trésmiðju Snorra Hjaltasonar og JB byggingafélags um að viðurkennt yrði að útboð vegna sölu á tæplega fjörutíu prósenta hlut ríkisins í íslenskum aðalverktökum væri ólögmætt. Þá var íslenska ríkið sýknað af kröfu stefnenda um skaðabætur.

Innlent
Fréttamynd

Vill að Alþingi fresti breytingum á samkeppnislögum

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vill að Alþingi fresti fram á haust afgreiðslu á frumvarpi til breytinga á samkeppnislögum, sem hann segir ráðast af refsigleði. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra vill ekki fresta málinu en útilokar ekki breytingar á frumvarpinu í meðförum þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Yfirheyrslum enn ólokið

Nú er ljóst yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, lýkur ekki á morgun eins og til stóð. Saksóknari á enn eftir að spyrja út í nokkra ákæruliði og segist þurfa lengri tíma. Eftir hádegi í dag var þriðji kafli ákærunnar til umfjöllunar, nánar tiltekið ákæruliðir 10 til 13. Þeir snúa að meintum bókhaldsbrotum Jóns Ásgeirs og að hluta til Tryggva Jónssonar, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs.

Innlent
Fréttamynd

Fæðingarorlofsgreiðslur leiðréttar

Reglugerð um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og greiðslu fæðingarstyrks hefur verið breytt. Horfið hefur verið frá því að greiðslur úr sjóðnum vegna fyrra fæðingarorlofs verði lagðar til grundvallar við útreikning greiðslna úr sjóðnum í síðara fæðingarorlofi.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Nasdaq 4,3 milljarðar króna

Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq skilaði 63 milljóna dala hagnaði á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Það svarar til 4,3 milljarða íslenskra króna og jafngildir þreföldun frá því á sama tíma árið 2005. Tekjur markaðarins tvöfölduðust á sama tímabili.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

al-Kaída að verki í Alsír

Hryðjuverkahópur tengdur al-Kaída hefur lýst ábyrgð á sprengingum í Alsír í dag á hendur sér. Alls sprungu sjö sprengjur í námunda við fjórar lögreglustöðvar. Talið er að sex manns hafi látist og 13 slasast í sprengingunum. Sprengjurnar sprungu samtímis. Sjónvarpsstöðin al-JAzeera skýrði frá þessu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Bifreið hafnaði á vegg

Litlu munaði þegar þrítug kona missti stjórn á jepplingi í austurborginni síðdegis í dag. Bíllinn fór upp nokkrar tröppur og stöðvaðist á vegg við hliðina á inngang í verslun. Engan sakaði en bíllinn er þó nokkuð skemmdur.

Innlent
Fréttamynd

Ólöglegir innflytjendur geta fengið kreditkort

Bank of America er byrjaður að bjóða kreditkort til viðskiptavina sinna sem hafa ekki kennitölu. Undanfarin ár hafa bankar boðið reikninga og jafnvel lán til fólks sem ekki hefur kennitölu . En kreditkort hefur það ekki getað fengið fyrr en nú.

Erlent
Fréttamynd

Kennarar mótmæla launum

Mótmæli á sjötta tug grunnskólakennara fóru friðsamlega fram í miðbæ Reykjavíkur í dag. Kennarar í Fellaskóla efndu til mótmælanna en þeir leggja áherslu á launakjör. Fylkingin gekk frá Lækjartorgi að Austurvelli og Ráðhúsinu.

Innlent
Fréttamynd

Metviðskiptahalli í Bandaríkjunum

Viðskiptahalli Bandaríkjanna nam 763,6 milljörðum bandaríkjadala á síðasta ári. Það svarar til 52.200 milljarða íslenskra króna og hefur hann aldrei verið meiri. Mestu munar um tíðar verðhækkanir á hráolíu á síðasta ári og aukinn innflutning á vörum frá Kína.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Írak lokar landamærum sínum

Írakar ætla að loka landamærum sínum við Sýrland og Íran til þess að reyna að koma í veg fyrir þá öldu ofbeldis sem gengið hefur yfir landið að undanförnu. Einnig á að lengja útivistarbann sem hefur ríkt í höfuðborginni á kvöldin. Báðar aðgerðirnar eru hluti af nýju skipulagi Íraka og Bandaríkjamanna sem á að binda endi á ofbeldið í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðin getur tekið í stóriðjubremsuna

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu voru til umræðu á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sagðist vona að málið kæmi til kasta í kosningum: "Þjóðin getur tekið í bremsuna í maí." Steingrímur talaði hart gegn stóriðjuáformum ríkisstjórnarinnar og sagði að þjóðin myndi rísa upp gegn ofnotkun á landinu; "Það þarf ekki að færa þessar fórnir."

Innlent
Fréttamynd

Marel undir væntingum

Marel skilaði 159 þúsunda evra hagnaði á síðasta ári. Það svarar til 5,7 milljóna króna hagnaði á árinu samanborið við 5,7 milljóna evra, eða 507,8 milljóna króna, hagnað árið 2005. Fyrirtækið skilaði 500 þúsunda evra tapi á fjórða ársfjórðungi 2006. Það svarar til 44,4 milljóna króna taps sem er talsvert undir spám greinenda. Veltan tvöfaldaðist á á síðasta fjórðungi síðasta árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að stöðva Írana

Íranar eiga eftir að geta auðgað nóg af úrani til þess að nota í kjarnorkusprengju og það er lítið hægt að gera til þess að koma í veg fyrir það. Þetta kemur fram í innanhússkýrslu Evrópusambandsins. Financial Times sagði frá þessu á vefsíðu sinni í dag.

Erlent
Fréttamynd

Spurningum Gests frestað

Dómari í Baugsmálinu ákvað að fresta spurningum Gests Jónssonar til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar vegna 17. ákæruliðar í Baugsmálinu. Sá liður felur í sér meiri háttar bókhaldsbrot Baugs vegna Kaupþings í Luxemborg á árinu 1999. Þótti Arngrími Ísberg dómara eðlilegt að taka þær spurningar samhliða öðrum ákæruliðum síðar.

Innlent
Fréttamynd

Leikfélag Akureyrar styrkt um 322 milljónir

Akureyrarbær undirritaði í dag samning um styrk til Leikfélags Akureyrar um 322 milljónir á næstu þremur árum. Styrkurinn er hluti af samkomulagi milli Akureyrarbæjar og Menntamálaráðuneytisins um samstarf í menningarmálum. Stefnt er að auknu umfangi í starfsemi leikhússins frá og með árinu 2009 með fjölgun uppsetninga m.a. í nýju menningarhúsi.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir mánuðir fyrir vörslu amfetamíns

Tuttugu og fjögurra ára gamall karlmaður var dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára. Amfetamínið fannst þegar lögregla gerði húsleit á heimili mannsins og fann tæplega 120 grömm af efninu. Ákærði játaði brotið en hann hefur ekki áður gerst brotlegur við lög.

Innlent
Fréttamynd

Hafin yfir eigin lög og reglur

Svo virðist sem Farþegaflutningar Flugmálastjórnar séu að minnsta kosti siðlausir, ef ekki ólöglegir, segir ritstjóri fréttabréfs Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Elmar Gíslason ritstjóri fjallar um málið vegna óhapps sem varð á Reykjavíkurflugvelli nýverið, þegar vél hlekktist á með sex farþega Flugstoða um borð.

Innlent
Fréttamynd

Spenna á milli saksóknara og Jóns Ásgeirs í morgun

Hugsanlegt er að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, komi aftur til skýrslutöku í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag þar sem útlit er fyrir að yfirheyrslum yfir honum ljúki ekki á morgun eins og til stóð. Töluverð spenna hefur einkennt samskipti hans og setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar, við yfirheyrslur vegna meintra bókhaldsbrota í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ók á ljósastaur á Miklubraut

Töluverðar tafir urðu á umferð á Miklubraut við Lönguhlíð um klukkan tíu í morgun. Fólksbíl var ekið á ljósastaur og loka þurfti veginum á meðan lögregla athafnaði sig á staðnum. Ekki urðu alvarleg slys á fólki og var Miklabrautin opnuð aftur fyrir ellefu.

Innlent