Vill að Alþingi fresti breytingum á samkeppnislögum 13. febrúar 2007 18:30 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vill að Alþingi fresti fram á haust afgreiðslu á frumvarpi til breytinga á samkeppnislögum, sem hann segir ráðast af refsigleði. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra vill ekki fresta málinu en útilokar ekki breytingar á frumvarpinu í meðförum þingsins. Fyrir Alþingi liggja frumvörp um breytingar á annars vegar lögum um fjármálastarfsemi og hins vegar á samkeppnislögum. Innan Samtaka atvinnulífsins og í fjármálaheiminum ríkir óánægja með lítið samráð löggjafans og stjórnvalda við þessi samtök. Á kynningarfundi í morgun kom fram gagnrýni á hækkun sekta og aukningu refsinga. Þá megi líta svo á að ef forráðamenn Samtaka atvinnulífsins setji fram skoðanir á t.d. húsnæðismarkaðnum, megi túlka þær sem óeðlileg áhrif á markaðinn samkvæmt frumvarpinu. "Það má alveg halda því fram að það séu ýmsir aðilar á markaðnum sem telja að sér vegið þegar við höfum slíkar skoðanir. Og að þeir geti leitað til samkeppnisyfirvalda og látið á það reyna hvort að þær skoðanir sem við setjum fram séu til þess að hvetja til brota á samkeppnislögunum," segir Vilhjámur Egilsson framkvæmdastjóri SA. Þá segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að úttekt lögmanns samtakanna leiði í ljós að verið sé að ganga lengra í refsingum á einstaklinga og fyrirtæki en gengur og gerist í nágrannalöndum. "Samkeppnislögin eru til staðar fyrir atvinnulífið en ekki gegn því," segir Vilhjálmur.Og fyrir almenning? "Nákvæmlega fyrir allt samfélagið. Og þess vegna þurfa þessar reglur að vera til. Þær þurfa að vera uppbyggjandi og það þarf að vera hægt að vinna með þeim. En þetta á ekki að vera ein stór allsherjar refsigleði," segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag sagðist Vilhjálmur telja farsælast að málinu yrði frestað á Alþingi og menn færu betur yfir það þannig að það gæti komið fyrir Alþingiá ný að loknum kosningum. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að hann telji gagnrýni Samtaka atvinnulífsins byggða á misskilningi. En sjálfsagt megi breyta eihverju í frumvarpinu í meðförum þingnefndar. Hann taldi hins vegar ekki ástæðu til að fresta afgreiðslu frumvarpsins. Fréttir Innlent Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vill að Alþingi fresti fram á haust afgreiðslu á frumvarpi til breytinga á samkeppnislögum, sem hann segir ráðast af refsigleði. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra vill ekki fresta málinu en útilokar ekki breytingar á frumvarpinu í meðförum þingsins. Fyrir Alþingi liggja frumvörp um breytingar á annars vegar lögum um fjármálastarfsemi og hins vegar á samkeppnislögum. Innan Samtaka atvinnulífsins og í fjármálaheiminum ríkir óánægja með lítið samráð löggjafans og stjórnvalda við þessi samtök. Á kynningarfundi í morgun kom fram gagnrýni á hækkun sekta og aukningu refsinga. Þá megi líta svo á að ef forráðamenn Samtaka atvinnulífsins setji fram skoðanir á t.d. húsnæðismarkaðnum, megi túlka þær sem óeðlileg áhrif á markaðinn samkvæmt frumvarpinu. "Það má alveg halda því fram að það séu ýmsir aðilar á markaðnum sem telja að sér vegið þegar við höfum slíkar skoðanir. Og að þeir geti leitað til samkeppnisyfirvalda og látið á það reyna hvort að þær skoðanir sem við setjum fram séu til þess að hvetja til brota á samkeppnislögunum," segir Vilhjámur Egilsson framkvæmdastjóri SA. Þá segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að úttekt lögmanns samtakanna leiði í ljós að verið sé að ganga lengra í refsingum á einstaklinga og fyrirtæki en gengur og gerist í nágrannalöndum. "Samkeppnislögin eru til staðar fyrir atvinnulífið en ekki gegn því," segir Vilhjálmur.Og fyrir almenning? "Nákvæmlega fyrir allt samfélagið. Og þess vegna þurfa þessar reglur að vera til. Þær þurfa að vera uppbyggjandi og það þarf að vera hægt að vinna með þeim. En þetta á ekki að vera ein stór allsherjar refsigleði," segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag sagðist Vilhjálmur telja farsælast að málinu yrði frestað á Alþingi og menn færu betur yfir það þannig að það gæti komið fyrir Alþingiá ný að loknum kosningum. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að hann telji gagnrýni Samtaka atvinnulífsins byggða á misskilningi. En sjálfsagt megi breyta eihverju í frumvarpinu í meðförum þingnefndar. Hann taldi hins vegar ekki ástæðu til að fresta afgreiðslu frumvarpsins.
Fréttir Innlent Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira