Þögul mótmælastaða kennara 13. febrúar 2007 18:30 Svekktir og sárir kennarar efndu til þögullar mótmælastöðu á Lækjartorgi í dag. Kennarar hugleiða uppsögn samninga eftir nítján fundi með launanefnd sveitarfélaga sem engu hafa skilað, segir formaður Félags grunnskólakennara.Það voru kennarar Fellaskóla sem boðuðu til mótmælastöðunnar á Lækjartorgi í dag og fjöldi kennara úr öðrum skólum mætti líka. Valgerður Eiríksdóttir hefur kennt í um þrjátíu ár og segist ekki tilbúin að kyngja því að fá engar bætur fyrir verðlagsþróun síðustu ára. Hún segir samningana sem náðust eftir langt og strangt verkfall haustið 2004 lélega. "Þannig að fólk er ennþá reitt, svekkt og sárt. Svo kemur þetta núna, það á ekkert að tala við kennara. Við erum orðin ansi aftarlega þegar skoðaðar eru aðrar stéttir sem við erum að bera okkur saman við."Samkvæmt tölum frá Kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna voru meðallaun grunnskólakennara um áramót tæpar 260.000 kr. en rösklega tuttugu og upp í fimmtíu þúsund krónum hærri hjá viðmiðunarstéttum þeirra. Kjarasamningur grunnskólakennara er í gildi fram að áramótum. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara segir ekkert verkfall í uppsiglingu. "Hins vegar er andinn í okkar fólki mjög þungur."Ólafur segir ekki skilning hjá launanefnd sveitarfélaga um hvernig eiga að bæta kennurum þá launaþróun sem orðið hefur. Endurskoðunarákvæði kjarasamningsins sé loðið og engin niðurstaða fengist þrátt fyrir eina nítján fundi. "Málið er í hnút fyrir sennilegast einum tíu dögum og hefur ekkert verið ákveðið neitt með fundi í viðbót. En á meðan að staðan er svona eins og hún er þá verður auðvitað að teljast frekar líklegt að menn hugleiði það alvarlega að segja samningnum upp ef endurskoðunarákvæðið heldur ekki." Fréttir Innlent Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Svekktir og sárir kennarar efndu til þögullar mótmælastöðu á Lækjartorgi í dag. Kennarar hugleiða uppsögn samninga eftir nítján fundi með launanefnd sveitarfélaga sem engu hafa skilað, segir formaður Félags grunnskólakennara.Það voru kennarar Fellaskóla sem boðuðu til mótmælastöðunnar á Lækjartorgi í dag og fjöldi kennara úr öðrum skólum mætti líka. Valgerður Eiríksdóttir hefur kennt í um þrjátíu ár og segist ekki tilbúin að kyngja því að fá engar bætur fyrir verðlagsþróun síðustu ára. Hún segir samningana sem náðust eftir langt og strangt verkfall haustið 2004 lélega. "Þannig að fólk er ennþá reitt, svekkt og sárt. Svo kemur þetta núna, það á ekkert að tala við kennara. Við erum orðin ansi aftarlega þegar skoðaðar eru aðrar stéttir sem við erum að bera okkur saman við."Samkvæmt tölum frá Kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna voru meðallaun grunnskólakennara um áramót tæpar 260.000 kr. en rösklega tuttugu og upp í fimmtíu þúsund krónum hærri hjá viðmiðunarstéttum þeirra. Kjarasamningur grunnskólakennara er í gildi fram að áramótum. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara segir ekkert verkfall í uppsiglingu. "Hins vegar er andinn í okkar fólki mjög þungur."Ólafur segir ekki skilning hjá launanefnd sveitarfélaga um hvernig eiga að bæta kennurum þá launaþróun sem orðið hefur. Endurskoðunarákvæði kjarasamningsins sé loðið og engin niðurstaða fengist þrátt fyrir eina nítján fundi. "Málið er í hnút fyrir sennilegast einum tíu dögum og hefur ekkert verið ákveðið neitt með fundi í viðbót. En á meðan að staðan er svona eins og hún er þá verður auðvitað að teljast frekar líklegt að menn hugleiði það alvarlega að segja samningnum upp ef endurskoðunarákvæðið heldur ekki."
Fréttir Innlent Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira