Fréttir

Fréttamynd

Baráttan á réttri braut

Baráttan við alnæmi er komin á rétta braut í Suður-Afríku. Þetta segir formaður læknafélagsins þar í landi og bætir við að Íslendingar geti lagt margt að mörkum í því verkefni.

Erlent
Fréttamynd

Framboðsræða í SÞ

Íslendingar ætla að hjálpa til við að linna þjáningar írösku þjóðarinnar með því að byggja skóla fyrir íraska flóttamenn í Jórdaníu. Þetta sagði utanríkisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Niðurrif hafið

Niðurrif kjarnorkuvinnslustöðvarinnar í Sellafield á Englandi hófst í dag. Tveir 88 metra háir vatnskæliturnar voru felldir með töluverðu sprengiefni.

Erlent
Fréttamynd

Byltingarkennd tilraun

Verulega mætti draga úr koltvísýringsmengun á Íslandi og víðar í heiminum ef tilgátur vísindamanna um bindingu koltvísýrings í jörðu reynast réttar. Sögulegur samningur var undirritaður í Hellisheiðarvirkjun í dag um byltingarkennda tilraun, segir forseti Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra burt af þingi

Framsóknarmenn vilja að ráðherrar fái ekki að gegna þingmennsku samfara ráðherrastörfum. Það sé mikilvægt til að styrkja þingræðið í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Háttsettur al-Kaída liði felldur

Bandarísk hermálayfirvöld segjast hafa fellt háttsettan liðsmann al-Kaída í Írak í vikunni. Írakar segja almenna borgara hafa falliði með honum - því neita Bandaríkjamenn.

Erlent
Fréttamynd

Þögult á götum Mjanmar

Þögult var á götum Mjanmar í morgun. Þar hefur komið til blóðugra átaka síðustu daga vegna mótmæla gegn herforingjastjórn landsins. Her- og lögreglumenn hafa tekið hart á mótmælendum síðustu þrjá daga. Ekki er vitað með vissu hve margir hafa fallið í átökunum.

Erlent
Fréttamynd

Hefur áhyggjur af ástandinu í Mjanmar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur miklar áhyggjur af ástandinu í Mjanmar. Þetta kom fram í ræðu hennar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Fyrirburi dafnar vel

Kimberly Müeller fæddist 15 vikum fyrir tímann og vó þá rétt rúma mörk. Í dag - hálfu ári - síðar er hún komin heim og dafnar vel. Læknar segja að ekki komi nærri því strax í ljós hvort hún hafi hlotið varanlegan skaða.

Erlent
Fréttamynd

Blackwater í bobba

Bandarísk þingnefnd gagnrýnir harðlega starfsemi vopnaðra verktaka í Írak, sem m.a. eru sakaðir um að hafa myrt ellefu óbreytta Íraka. Um hundrað þúsund vopnaðir verktakar eru í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Framsókn vill fleiri milljarða í mótvægisaðgerðir

Framsóknarflokkurinn vill að ríkisvaldið verji fjórtán og hálfum milljarði í mótvægisaðgerðir. Hann leggur til að sjómenn og fiskvinnslufólk verði styrkt til að setjast á skólabekk og að samkeppni verði í hafrannsóknum.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt fæðingarheimili

Nýtt fæðingarheimili verður opnað á næsta ári, hið fyrsta síðan Fæðingarheimili Reykjavíkur var lagt niður um miðjan síðasta áratug. Það eru einkarekin fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu, InPro og Alhjúkrun, sem standa að heimilinu.

Innlent
Fréttamynd

Kaupa ekki skýringar herforingja

Talið er að tugir eða jafnvel um hundrað manns hafi verið felldir í mótmælum í Mjanmar síðustu daga. Japönsk yfirvöld ætla að senda fulltrúa til landsins til að rannsaka morð á japönskum fréttaljósmyndara í mótmælunum.

Erlent
Fréttamynd

Vó aðeins 300 grömm

Foreldrar þýsku telpunnar Kimberly eru himinlifandi með það að geta loksins tekið barn sitt með sér heim af sjúkrahúsinu. Kimberly fæddist fyrir hálfu ári - þá 15 vikum fyrir tímann. Hún vó þá aðeins 300 grömm, rétt rúma 1 mörk.

Erlent
Fréttamynd

Musharraf má bjóða sig fram

Hæstiréttur Pakistans úrskurðaði í morgun að Pervez Musharraf, forseta landsins, væri heimilt að bjóða sig aftur fram til embættisins þó hann væri enn yfirmaður pakistanska hersins. Andstæðingar forsetans kærðu framboð hans á þeim forsendum að honum væri óheimilt að gegna báðum embættum.

Erlent
Fréttamynd

Óttast um öryggi sitt vegna nauðgunarsenu

Tólf ára afganskur aðalleikari í kvikmyndinni Flugdrekahlauparinn vill að nauðgunaratriði verði klippt úr myndinni. Hann óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar vegna þess. Þau verið jafnvel útskúfuð.

Erlent
Fréttamynd

Byggingarréttur ætti að fyrnast

Formaður Torfusamtakanna segir óeðlilegt að byggingarréttur sé óafturkræfur. Þá geti hluti gamla bæjarins í Reykjavík glatast. Hann vill að sett verði á fót embætti umboðsmanns íbúa til að gæta hagsmuna þeirra við breytinga á skipulagi.

Innlent
Fréttamynd

Herforingjastjórninni refsað

Bandaríkjaforseti boðar refsiaðgerðir gegn herforingjastjórninni í Myanmar vegna mannréttindabrota. Fjölmenn mótmæli voru í stærstu borg landsins - áttunda daginn í röð - þar sem lýðræðis var krafist.

Erlent
Fréttamynd

Brottvísun fyrir mótmæli?

Breskur jarðfræðingur sem tekið hefur þátt í aðgerðum Saving Iceland á yfir höfði sér að vera vísað úr landi vegna mótmæla sinna á grundvelli almannaöryggis og allsherjarreglu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki einkamál stórveldanna

Meirihluti jarðarbúa telur hlýnun jarðar af mannavöldum og nauðsynlegt að ríki heims grípi til aðgerða strax. Utanríkisráðherra Íslands segir að lausn verði að finna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna - stórveldi megi ekki vera einráð í þeim efnum. Breska ríkisútvarpið, BBC, lét gera umfangsmikla könnun um viðhorf jarðarbúa til umhverfismála. Alls tóku 22 þúsund manns í 21 landi þátt í henni. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar telja um 65% aðspurðra að grípa verði strax til stórtækra aðgerða til að bregðast við loftlagsbreytingum. Þá telja um 80% að breytingarnar séu fyrst og fremst af mannanna völdum. Flestir kenna iðnaði og samgöngum um aukna mengun í heiminum. Að mati þeirra sem stóðu að könnuninni benda niðurstöður hennar til mikillar afstöðubreytingar meðal fólks í heiminum gagnvart náttúruvernd. Yfir 70% aðspurðra telja nauðsynlegt að ríki heims geri með sér samkomulag um samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ennfremur vilja flestir að samkomulagið nái einnig til ríkja þriðja heimsins sem fái í staðinn fjárhagsaðstoð frá auðugri ríkjum. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði í gær til fundar um loftslagsmál. Hann sóttu fulltrúar hundrað og fimmtíu ríkja - þar á meðal Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sem ávarpaði fundinn. Hún lagði áherslu á að lausn yrði að finna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Stór og voldug ríki heims mættu ekki ein forgansraða í þeim efnum. Málið snerti alla heimsbyggðina.

Erlent
Fréttamynd

Óeirðalögreglumenn gegn munkum

Svo virðist sem herforingjastjórnin í Myanmar, áður Búrma, ætli að mæta mótmælum Búddamunka af hörku. Reuters fréttastofan hefur eftir sjónarvottum að vopnaðir óeirðalögreglumenn hefðu verið fluttir til Yangon - stærstu borgar landsins - í morgun. Þar hafa munkarnir mótmælt dag hvern frá því í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Siggi Hall kennir alþjóðasamskipti

Tveggja ára verkefni til að auka samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og lífsleikni fólks var hrundið af stað í morgun undir yfirskriftinni Mannauður - upphafið að nýrri framtíð.

Innlent
Fréttamynd

Bíllaust í Brussel

Brusselbúar voru duglegir að skilja bíla sína eftir heima í gær. Evrópskri samgönguviku lauk þar í borg með bíllausum degi - ólíkt því sem var í Reykjavík.

Erlent
Fréttamynd

Fordæmislaus fundur SÞ um hnattræna hlýnun

Fordæmislaus leiðtogafundur um hnattræna hlýnun var haldinn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. 150 ríki áttu fulltrúa á fundinum - þar á meðal Ísland. Bandaríkjaforseti mætti ekki.

Erlent
Fréttamynd

Skaðabætur vegna brunalóða

Borgin gæti þurft að reiða fram á fjórða tug milljóna króna í skaðabætur til eigenda brunalóðarinnar að Austurstræti 22 því ekki er gert ráð fyrir að fullnýta byggingarrétt lóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan óbreytt eftir daginn

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,01 prósent við lokun viðskipta í dag eftir nokkuð sveiflukenndan dag. Þetta er svipað genginu á erlendum hlutabréfamörkuðum en vísitölur erlendis hafa sveiflast nokkuð beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Tryggingamiðstöðinni hækkaði mest í dag, eða um 2,17 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tími kjarnorkusprengjunnar liðinn

Íransforseti segir tíma kjarnorkusprengjunnar liðinn. Íranar stefni ekki að smíði slíkra vopna - þau þjóni engum tilgangi. Ef svo væri hefðu Sovétríkin aldreið liðast í sundur og Bandaríkjamönnum gengið betur í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Smávegis hækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hefur hækkað lítillega eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takt við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum en vísitölur hafa sveiflast beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Straumi hefur hækkað mest, eða um 0,78 prósent. Gengi bréfa í Icelandic Group hefur hins vegar lækkað mest það sem af er dags, um 1,35 prósent.

Viðskipti innlent