Fréttir

Dómur fyrir vikulokin
Dómarinn í máli Gísla Þorkelssonar, sem var myrtur í Suður-Afríku sumarið 2005, gagnrýnir lögreglu í Jóhannesarborg fyrir handvömm. Dóm á að kveða upp yfir meintum morðingjum Gísla fyrir vikulokin.

Baugur að kaupa Saks?
Líkur eru sagðar á því að Baugur Group sé að íhuga að gera allt að þriggja milljarða dala, jafnvirði rúmlega 180 milljarða króna, tilboð í bandarísku lúxusverslunina Saks á næstunni í félagi við aðra fjárfesta, svo sem skoska auðkýfinginn Tom Hunter, einn ríkasta mann Skotlands. Gangi þetta eftir verður það fyrsta yfirtaka Baugs í Bandaríkjunum, að sögn breska dagblaðsins Times.

Hráolíuverð yfir 90 dali á tunnu í fyrsta sinn
Hráolíuverð í framvirkum samningum fór yfir níutíu bandaríkjadali á tunnu til skamms tíma á fjármálamörkuðum í gærkvöldi en það er hæsta verð sem tunnan hefur nokkru sinni farið í.

Hampiðjan lækkar mest í Kauphöllinni
Gengi bréfa í Hampiðjunni féll um 7,69 prósent í einum viðskiptum upp á 337.500 krónur í Kauphöllinni í dag en þetta er mesta lækkunin á markaðnum. Gengi krónu stóð svotil óbreytt á sama tíma.

Askar selur lúxusíbúðir í Kína
Askar Capital hefur selt lúxusíbúðir í Hong Kong eftir mikið umbreytingaferli frá því í júní í fyrra. Samkvæmt frétt Hong Kong Economic Times er söluhagnaður fasteignanna um 1,3 milljarðar íslenskra króna.

Hlutabréf lækka í Bandaríkjunum
Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag í kjölfar lélegs uppgjörs bandaríska risabankans Bank of America á þriðja ársfjórðungi. Hlutabréfavísitölur er víða á niðurleið í dag, þar á meðal hér á landi.

Skellur hjá Bank of America
Bank of America, næststærsti banki Bandaríkjanna, varð fyrir skelli á þriðja ársfjórðungi en hagnaður bankans dróst saman um rúm þrjátíu prósent vegna vandræða á bandarískum fasteignalánamarkaði sem leitt hefur af sér óróleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Gengi Nokia rauk upp eftir afkomutölur
Gengi hlutabréfa í finnska farsímaframleiðandanum Nokia stökk upp um 7,5 prósent á hlutabréfamörkuðum í dag eftir að fyrirtækið birti afkomutölur sínar fyrir þriðja ársfjórðung.

Mikill samdráttur í smásöluveltu
Smásöluvelta dróst saman um 9,4 prósent á föstu verði á milli mánaða í september, samkvæmt smásöluvísitölu Rannsóknaseturs verslunarinnar. Greiningardeild Glitnis bendir á að þetta sé mesti samdrátturinn það sem af sé þessu ári að janúar undanskildum.

Olíuverðið komið úr methæðum
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á fjármálamörkuðum í dag vegna aukinnar eftirspurnar eftir eldsneyti og olíu til húshitunar auk vaxandi spennu í Miðausturlöndum en Tyrkir hóta að ráðast gegn Kúrdum í N-Írak. Verðið er hins vegar komið úr methæðum.

Rio Tinto nær kaupum á Alcan
Námafélagið Rio Tinto greindi frá því í dag að það hefði fengið græna ljósið hjá öllum samkeppnisyfirvöldum fyrir yfirtöku á kanadíska álfélaginu Alcan, móðurfélagi álversins í Straumsvík. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 38,1 milljarð bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 2.300 milljarða íslenskra króna.

Íransforseta boðið til Rússlands
Pútín Rússlandsforseti hefur boðið Ahmadinejad Íransforseta í opinbera heimsókn til Moskvu til að ræða samskipti ríkjanna og kjarnorkudeiluna við Írana. Íransforseti hefur þekkst boðið.

Hagnaður JP Morgan yfir væntingum
Hagnaður bandaríska bankans JP Morgan nam 3,4 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 207 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 100 milljónum dala meira en á sama tíma í fyrra. Fréttirnar þykja góðar í ljósi þess að bankinn afskrifaði 1,6 milljarða dala lán vegna óróleika á bandarískum fasteignamarkaði.

Gengi Eik bank féll um 14,5 prósent
Gengi hlutabréfa í færeyska bankanum Eik bank féll um 14,55 prósent skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag í kjölfar þess að Föroya Sparikassi seldi þúsund hluti í bankanum. Eik banki er bæði skráður hér á landi og í Danmörku. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum var um villu að ræða í skráningu viðskipta með bréf í félaginu.

Indverska hlutabréfavísitalan féll um níu prósent
Viðskipti voru stöðvuð tímabundið í kauphöllinni á Indlandi í dag þegar gengi hlutabréfa féll skyndilega en Sensex-hlutabréfavísitalan féll um níu prósent á einum degi. Fallið kom í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda að setja hömlur á hlutabréfakaup erlendra fjárfesta í því augnamiði að kæla hlutabréfamarkaðinn.

Hagnaður Storebrand eykst en litlu undir væntingum
Hagnaður norska tryggingafélagsins Storebrand nam 354,8 milljónum norskra króna, rétt rúmum fjórum milljörðum íslenskra, fyrir skatta og gjöld á þriðja ársfjórðungi samanborið við 320,6 milljónir norska króna á sama tíma í fyrra. Þótt þetta sé aukning á milli ára er þetta litlu undir væntingum markaðsaðila.

Annar lækkanadagurinn í Bandaríkjunum
Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á bandarískum fjármálamarkaði í dag, annan daginn í röð. Ástæðan eru ummæli Ben Bernankes, seðlabankastjóra landsins, sem sagði niðursveiflu á fasteignalánamarkaði að öllum líkindum verða dragbít á hagkerfinu lengur en menn hafi spáð.

Afkoma Yahoo yfir væntingum
Hagnaður bandarísku netveitunnar Yahoo nam 151 milljón bandaríkjadala, jafnvirði 9,2 milljarða íslenskra króna, á þriðja árfjórðungi, sem er sjö milljón dölum minna en á sama tíma í fyrra. Fjárfestar voru engu að síður ánægðir með niðurstöðuna þar sem hagnaður á hlut var óbreyttur á milli ára, 11 sent á hlut. Gert hafði verið ráð fyrir þriggja senta samdrætti á milli ára.

Aðeins tvö félög hækka í Kauphöllinni
Rauður dagur var að langmestu leyti í Kauphöllinni í dag en einungis gengi tveggja félaga, Eimskipafélagsins og Landsbankans hækkaði á sama tíma og gengi annarra ýmist stóð í stað eða lækkaði. Gengi bréfa í Century Aluminum lækkaði mest, eða um 2,43 prósent.

Vilja ekki að Dalai Lama fái orðu
Bandaríkjaþing ætlar á morgun að veita Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, heiðursorðu. Af því tilefni fundar hann með Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag. Kínverjar eru æfareiðir Bandaríkjamönnum vegna þessa - vilja að fundinum verði aflýst og að orðan alls ekki veitt.

Rauður dagur í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað eða staðið í stað frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands fyrir hálftíma. Gengi bréfa í FL Group hefur lækkað mest, eða um 2,21 prósent, og næstmest í Existu, sem hefur horft upp á 1,53 prósenta lækkun það sem af er dags.

Óbreytt verðbólga í Bretlandi
Verðbólga mældist 1,8 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði en það er óbreytt staða frá því í mánuðinum á undan, samkvæmt tölum frá hagstofu landsins. Greinendur segja að þar sem verðbólgan sé 0,2 prósentustigum undir verðbólgumarkmiðum breska seðlabankans þá séu litlar líkur á því að bankinn hækki stýrivexti í bráð.

LME, Stork og Candover ræða áfram saman
LME eignarhaldsfélag ehf., hollenska iðnsamsteypan Stork N.V. og breska fjárfestingafélagið Candover munu halda áfram formlegum viðræðum til að skoða mögulegar útfærslur með hag allra hagsmunaðila í huga.

Frosti Bergsson kaupir Opin kerfi
Frosti Bergsson hefur keypt Opin Kerfi á 1,8 milljarða króna en gengið var frá áreiðanleikakönnun á föstudag. „Við horfum til þess að bæta reksturinn enn frekar og skapa okkur sérstöðu með því að veita afburðaþjónustu,“ segir Frosti.

Landsbankinn gefur út skuldabréf
Landsbankinn gaf á föstudag út víkjandi skuldabréf fyrir 400 milljónir bandaríkjadala eða um 24 milljarða íslenskra króna. Útgáfunni, sem telst til eiginfjárþáttar A (e. Tier 1), var beint til stofnanafjárfesta á Bandaríkjamarkaði og er án lokagjalddaga en innkallanleg af hálfu Landsbankans að 10 árum liðnum.

Stærstu sjóðirnir selja sig úr Icebank
SPRON hf. og Byr sparisjóður hafa selt samtals 45,18 prósenta eignarhlut sinn í Icebank. Hvor um sig heldur þó eftir átta prósenta hlut. Icebank verður eftir sem áður í meirihlutaeigu sparisjóðanna sem eftir standa. Bankastjóri Icebank segir nánar verða greint frá viðskiptunum eftir helgina.

Askar með milljarðasjóð
Askar Capital hefur stofnað níu milljarða króna fjárfestingasjóð. Lágmarkskaup í sjóðnum nema fimm milljónum dala, rúmlega 301 milljón íslenskra króna.

Alfesca hækkaði mest í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa lækkaði almennt við lokun viðskiptadags í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Alfesca hækkaði mest, eða um 1,43 prósent á meðan gengi bréfa í Teymi og Tryggingamiðstöðinni lækkaði jafn mikið, eða um 2,08 prósent.

Askar Capital stofnar framtakssjóð
Fjárfestingabankinn Askar Capital hefur sett á fót fjárfestingarsjóð á sviði framtaksfjármögnunar (private equity) í samvinnu við VCM Capital Management, eitt umsvifamseta fyrirtæki í heimi á sviði framtaksfjármögnunar, og bandaríska fjármálafyrirtækið Resource America.

Smásala eykst í Bandaríkjunum umfram spár
Smásala jókst um 0,6 prósent á milli mánaða í síðasta mánuði í Bandaríkjunum, samkvæmt upplýsingum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er tvisvar sinnum meira en greinendur höfðu reiknað með. Sala á bílum leiðir vöxtum og vegur á móti samdrætti í sölu á fatnaði.