Askar selur lúxusíbúðir í Kína 18. október 2007 15:18 Hong Kong. Fermetraverðið í Hong Kong jafnast á við það sem gildir í miðborg Lundúna og New York. Askar Capital hefur selt lúxusíbúðir í Hong Kong eftir mikið umbreytingaferli frá því í júní í fyrra. Samkvæmt frétt Hong Kong Economic Times er söluhagnaður fasteignanna um 1,3 milljarðar íslenskra króna. Þá er ekki tekið tillit til kostnaðar við að breyta húsunum, sem var nokkur að sögn Karls Péturs Jónssonar, verkefnisstjóra hjá fasteignaráðgjöf Askar. Þetta sé eitt af fyrstu verkefnunum sem fasteignaráðgjöf Askar ljúki og ávöxtunin hafi verið umfram væntingar. Askar hafði milligöngu um fasteignakaupin fyrir hönd íslenskra fjárfesta í samstarfi við aðila í Hong Kong. Í júní 2006 voru keyptar fasteignir við Horizon Drive, sem er í öðru af tveimur dýrustu hverfum Hong Kong. Samtals voru húsin tæplega þúsund fermetrar. Úbúnar voru tvær lúxusíbúðir í tveimur húsum. Annað húsið er um 437 fermetrar og hitt um 532 fermetrar að stærð. Samanlagt nam kaupverðið um 2,2 milljörðum íslenskra króna miðað við gengisskráningu í gær. Samkvæmt þessu kostar hver fermetri á þessu svæði í Hong Kong um 2,4 milljónir króna. Til samanburðar kostaði fermetrinn í íbúð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, á Manhattan í New York um 2,3 milljónir króna og var tilefni fréttaskrifa í þarlendum blöðum. Meðalverð á fermetra í Reykjavík í sérbýli hefur verið um 250 þúsund krónur það sem af er þessu ári. Kaupandinn er heimamaður sem vill flytja inn sem fyrst samkvæmt Hong Kong Economic Times. Gengið verður frá viðskiptunum innan þrjátíu daga. Innréttingar og húsbúnaður fylgja með í kaupunum. Í fréttinni kemur fram að fáar lúxusíbúðir séu á markaðnum og því fýsilegur fjárfestingarkostur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira
Askar Capital hefur selt lúxusíbúðir í Hong Kong eftir mikið umbreytingaferli frá því í júní í fyrra. Samkvæmt frétt Hong Kong Economic Times er söluhagnaður fasteignanna um 1,3 milljarðar íslenskra króna. Þá er ekki tekið tillit til kostnaðar við að breyta húsunum, sem var nokkur að sögn Karls Péturs Jónssonar, verkefnisstjóra hjá fasteignaráðgjöf Askar. Þetta sé eitt af fyrstu verkefnunum sem fasteignaráðgjöf Askar ljúki og ávöxtunin hafi verið umfram væntingar. Askar hafði milligöngu um fasteignakaupin fyrir hönd íslenskra fjárfesta í samstarfi við aðila í Hong Kong. Í júní 2006 voru keyptar fasteignir við Horizon Drive, sem er í öðru af tveimur dýrustu hverfum Hong Kong. Samtals voru húsin tæplega þúsund fermetrar. Úbúnar voru tvær lúxusíbúðir í tveimur húsum. Annað húsið er um 437 fermetrar og hitt um 532 fermetrar að stærð. Samanlagt nam kaupverðið um 2,2 milljörðum íslenskra króna miðað við gengisskráningu í gær. Samkvæmt þessu kostar hver fermetri á þessu svæði í Hong Kong um 2,4 milljónir króna. Til samanburðar kostaði fermetrinn í íbúð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, á Manhattan í New York um 2,3 milljónir króna og var tilefni fréttaskrifa í þarlendum blöðum. Meðalverð á fermetra í Reykjavík í sérbýli hefur verið um 250 þúsund krónur það sem af er þessu ári. Kaupandinn er heimamaður sem vill flytja inn sem fyrst samkvæmt Hong Kong Economic Times. Gengið verður frá viðskiptunum innan þrjátíu daga. Innréttingar og húsbúnaður fylgja með í kaupunum. Í fréttinni kemur fram að fáar lúxusíbúðir séu á markaðnum og því fýsilegur fjárfestingarkostur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira