Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Síðasta nótt drottningarinnar í Bucking­ham-höll

Kista Elísabetar II Englandsdrottningar er komin í Buckingham-höll, þar sem hún verður þar til á morgun. Börn drottningarinnar og barnabörn tóku á móti henni í höllinni, sem var heimili hennar frá því hún tók við embætti og til ársins 2020.

Málið sé yfir­grips­meira en nokkur bjóst við

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir stjórn flokksins harmi slegna og sorgmædda vegna frásagna kvenna innan flokksins sem lýst hafa lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. Mennirnir sem ásakanirnar beinast að ætla að fara fram á lögreglurannsókn á málinu. Inga fagnar því, og segir málið afar yfirgripsmikið.

Þvinguðu ungt par í bíltúr og rændu með ógnandi tilburðum

Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir frelsissviptingu og rán sem hófst fyrir utan Hagkaup í Skeifunni. Þeim er gefið að sök að hafa hótað karli og konu með hníf, og látið fólkið keyra með sig um Reykjavík. Auk þess hafi þeir haft af fólkinu peninga, síma og bíllykla.

Ein­hyrningsáætlun hrundið af stað eftir and­lát drottningar

Löngum hefur verið rætt um að breska krúnan sé með viðbragðsáætlanir í handraðanum, sem gripið er til þegar þjóðhöfðinginn deyr. Elísabet II Bretlandsdrottning lést í dag, og því ljóst að gera þarf ýmsar ráðstafanir, til að mynda hvað varðar útför hennar.

Sorgin fest á filmu

Breska þjóðin syrgir nú Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést síðdegis í dag. Elísabet var þaulsetnasti þjóðhöfðingi í sögu Breta, og ríkti í rúm 70 ár. Sonur hennar, Karl III Bretakonungur, er tekinn við krúnunni.

Katrín minnist Elísabetar: „Ein kona sem bjó yfir allri þessari sögu“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar marki endalok merkilegs tímabils í sögðu Vesturlanda. Hún minnist Elísabetar, sem hún hitti árið 2019, af mikilli hlýju og segist skilja hvers vegna drottningin var jafn dáð af þjóð sinni og raun ber vitni.

Sjá meira