Verður Karl III Bretlandskonungur Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag. 8.9.2022 18:44
Elísabet II Bretlandsdrottning er látin Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi. 8.9.2022 17:31
Vaktin: Elísabet Bretlandsdrottning er fallin frá Elísabet II Bretlandsdrottning er látin. Karl, sonur hennar, er nú orðinn konungur Bretlands. 8.9.2022 13:55
FH-ingar furða sig á rándýru Haukahúsi Viðar Halldórsson, formaður Fimleikafélags Hafnarfjarðar eða FH, hefur sent bæjarfulltrúum í Hafnarfirði opið bréf þar sem hann gagnrýnir harðlega fyrirætlanir um byggingu nýs knatthúss á Ásvöllum, til handa Haukum. Hann segir framkvæmdina mun dýrari en þörf sé á og með henni sé verið að kasta háum fjárhæðum „út um gluggann.“ 8.9.2022 07:01
Tollur á franskar hafi kostað neytendur 800 milljónir frá upphafi 2020 Íslenskir neytendur hafa greitt rúmlega 800 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum frá upphafi ársins 2020, samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda. 7.9.2022 23:05
Handtekinn grunaður um að reyna að tæla börn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í kvöld einstakling sem grunaður er um að hafa verið að tæla börn í Árbæ. 7.9.2022 22:46
Danski lakkrísgerðarmaðurinn segist hafa sótt innblástur til Íslands Danski lakkrísgerðarmaðurinn Johan Bülow segir að vörur hans, sem eru hinar ýmsu útfærslur á súkkulaðihúðuðum lakkrís, hafi verið innblásnar af íslensku sælgæti. 7.9.2022 22:23
María Guðmundsdóttir Toney er látin María Guðmundsdóttir Toney, fyrrverandi landsliðskona á skíðum, er látin eftir baráttu við krabbamein. 7.9.2022 18:12
Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir við sig Meðlimum Þjóðkirkjunnar hefur fækkað um rúmlega tólf hundruð frá 1. desember síðastliðnum. Mesta fjölgunin í tímabilinu varð hjá Siðmennt. 7.9.2022 17:55
Ásta ráðin forstjóri Festi Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Festi og tekur við starfinu frá og með deginum í dag. Hún hefur verið framkvæmdastjóri Krónunnar frá árinu 2020 og mun sinna því starfi samhliða forstjórastöðunni fyrst um sinn. 7.9.2022 17:35