Rýmdu bæinn á 95 sekúndum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. nóvember 2023 18:24 Um 80 til 90 manns voru í Grindavík þegar bærinn var rýmdur með hraði í dag, að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir að vonandi verði hægt að hleypa Grindvíkingum aftur tímabundið inn í bæinn á morgun. Bærinn var rýmdur í dag þegar tugir íbúa voru þar, en rýmingin tók 95 sekúndur. Til stóð að Grindvíkingar gætu vitjað heimila sinna og muna til klukkan fjögur í dag, en vegna rýmingarboðs frá samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra var bærinn rýmdur með hraði. Mögulega verði skipulag varðandi slíka aðgerð endurskoðað. „Ég geri ráð fyrir því að okkar skipulag fyrir morgundaginn, ef við hleypum inn í bæinn, verði með aðeins öðrum hætti,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann á von á því að hægt verði að hleypa fólki aftur í bæinn á morgun, nema hættumat breytist. Það muni liggja fyrir á morgun, rétt eins og mögulegar breytingar á skipulagi aðgerðarinnar. „Það ákveðum við eftir fund Almannavarna með Veðurstofu í fyrramálið. Ég geri ráð fyrir að þær upplýsingar liggi fyrir upp úr klukkan níu, og þá liggur okkar áætlun fyrir daginn fyrir. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Ekki ástæða til að hætta við úr því sem komið var Grindavík var rýmd fyrr í dag, en fyrir það hafði staðið til að íbúar Grindavíkur sem ekki áttu þess kost í gær gætu fengið að fara inn í bæinn til að vitja heimila sinna og helstu muna. Rýmingarboð barst síðan lögreglunni á Suðurnesjum frá samhæfingarstöð Ríkislögreglustjóra, þar sem gasmælar hafi sýnt að brennisteinsdíoxíð væri að koma upp úr jörðu nærri Grindavík. „Það var brugðist skjótt við, og farið í rýmingu. Það er ágætt frá því að segja að þessi rýming tók 95 sekúndur,“ segir Úlfar. Um 80 til 90 manns hafi verið í bænum á þessum tíma. Rýmingin hafi skömmu síðar verið afturkölluð. „En úr því sem komið var þá var ekki ástæða til þess að hætta við rýmingu. Það er bara í okkar verklagi og er mín ákvörðun,“ segir Úlfar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Lögreglumál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Sjá meira
Til stóð að Grindvíkingar gætu vitjað heimila sinna og muna til klukkan fjögur í dag, en vegna rýmingarboðs frá samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra var bærinn rýmdur með hraði. Mögulega verði skipulag varðandi slíka aðgerð endurskoðað. „Ég geri ráð fyrir því að okkar skipulag fyrir morgundaginn, ef við hleypum inn í bæinn, verði með aðeins öðrum hætti,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann á von á því að hægt verði að hleypa fólki aftur í bæinn á morgun, nema hættumat breytist. Það muni liggja fyrir á morgun, rétt eins og mögulegar breytingar á skipulagi aðgerðarinnar. „Það ákveðum við eftir fund Almannavarna með Veðurstofu í fyrramálið. Ég geri ráð fyrir að þær upplýsingar liggi fyrir upp úr klukkan níu, og þá liggur okkar áætlun fyrir daginn fyrir. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Ekki ástæða til að hætta við úr því sem komið var Grindavík var rýmd fyrr í dag, en fyrir það hafði staðið til að íbúar Grindavíkur sem ekki áttu þess kost í gær gætu fengið að fara inn í bæinn til að vitja heimila sinna og helstu muna. Rýmingarboð barst síðan lögreglunni á Suðurnesjum frá samhæfingarstöð Ríkislögreglustjóra, þar sem gasmælar hafi sýnt að brennisteinsdíoxíð væri að koma upp úr jörðu nærri Grindavík. „Það var brugðist skjótt við, og farið í rýmingu. Það er ágætt frá því að segja að þessi rýming tók 95 sekúndur,“ segir Úlfar. Um 80 til 90 manns hafi verið í bænum á þessum tíma. Rýmingin hafi skömmu síðar verið afturkölluð. „En úr því sem komið var þá var ekki ástæða til þess að hætta við rýmingu. Það er bara í okkar verklagi og er mín ákvörðun,“ segir Úlfar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Lögreglumál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Sjá meira