Segir líklegra að Félagsdómur telji verkfallsaðgerðir ólögmætar Sérfræðingur í vinnurétti telur líklegt að Félagsdómur muni komast að þeirri niðurstöðu að þær vinnustöðvanir sem boðaðar hafa verið af hálfu Eflingar séu ólögmætar. 1.2.2023 20:03
Fækka beygjuakreinum og takmarka hraða Til stendur að bæta umferðaröryggi á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar/Skeiðarvogs. Það verður meðal annars gert með því að fækka vinstribeygjuakreinum af Kleppsmýrarvegi, breikka gönguleið sunnan vegarins og bæta götulýsingu. 1.2.2023 18:31
Píratar vilja þrýsta útlendingafrumvarpi aftur til nefndar Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendingalög í þrjátíu og eina klukkustund frá því Alþingi kom saman eftir áramót. Þingflokksformaður Pírata segir frumvarpið meingallað og brjóta á mannréttindum flóttafólks. Stjórnarflokkarnir gætu lokið umræðunni með því að kalla málið aftur til nefndar til lagfæringar. 1.2.2023 18:07
Heitir því að draga „skemmdarvarga og fasista“ til ábyrgðar Forseti Brasilíu hefur fordæmt múginn sem réðst inn í opinberar byggingar í höfuðborg landsins í kvöld. Hann heitir því að þeir sem eiga hlut að máli, sem hann kallar „skemmdarvarga og fasista,“ verði dregnir til ábyrgðar. 8.1.2023 22:55
Aðstoðuðu yfir 70 ökumenn áður en aðgerðum lauk Aðgerðum björgunarsveita á Mosfellsheiði og á Þingvallasvæðinu er lokið í kvöld. Björgunarsveitir eru á leið í hús eftir að hafa aðstoðað ökumenn fleiri en 70 bifreiða sem festust. 8.1.2023 22:06
Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. 8.1.2023 21:40
Fluginu frestað eftir árekstur á Keflavíkurflugvelli Flugvél á vegum hollenska flugfélagsins Transavia, sem áætlað var að flygi til Amsterdam nú í kvöld, er ekki á förum í bráð. Ástæðan er sú að ökutæki við störf á flugvellinum var ekið á vélina. 8.1.2023 20:45
Loka fyrir umferð um Mosfellsheiði vegna fastra bíla Lokað hefur verið fyrir umferð austur Þingvallaveg, frá Gljúfrasteini í Mosfellsdal. Ástæðan eru bílar sem ökumenn hafa fest á Mosfellsheiði í dag. 8.1.2023 20:06
Stuðningsmenn Bolsonaro réðust inn í þinghúsið Stuðningsmenn Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, gerðu áhlaup á þinghús Brasilíu í dag. Þeim var mætt af lögregluliði sem beitti táragasi til að halda fólkinu frá. 8.1.2023 19:50
Stúlkurnar sem létust í Spydeberg voru tvíburasystur Stúlkurnar sem fundust látnar í heimahúsi í Spydeberg í Noregi í nótt voru sextán ára tvíburasystur. Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið kærður fyrir manndráp af gáleysi vegna málsins. 8.1.2023 19:20
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti