Greint er frá því á vef breska ríkisútvarpsins að vélinni hafi verið flogið frá Vatry-flugvelli í Frakklandi til Indlands, með 276 indverska farþega innanborðs. Vélin, sem er ein fjögurra sem fljúga undir merkjum rúmenska félagsins Legend Airlines, var kyrrsett í Frakklandi á fimmtudag.
Eftir að vélin lenti í Frakklandi barst lögreglu nafnlaus ábending um að tveir farþeganna gætu tengst mansalshring. Þeir voru þá teknir í varðhald. Lokaáfangastaður vélarinnar var, en 25 hinna 311 sem þá voru um borð í vélinni sóttu um hæli í Frakklandi, þar sem vélinni var lent til að taka eldsneyti.
Talið er að flestir farþeganna hafi verið indverskir ríkisborgarar sem starfa í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Frönsk yfirvöld virðast hafa talið mögulegt að skipuleggjendur ferðarinnar hafi ætlað að koma fólkinu til Níkaragva, og þaðan til Bandaríkjanna í gegnum Mexíkó.
Ekki liggur fyrir hvort rannsókn málsins leiddi í ljós að ekkert saknæmt væri á seyði, áður en kyrrsetningu vélarinnar var aflétt. Þá er einnig óljóst af hverju vélin hélt til Mumbai í Indlandi, í stað þess að halda til Níkaragva, þangað sem förinni var upphaflega heitið.