Allt á fullri ferð á Húsavík um helgina Búist er við allt að fjögur þúsund gestum á Húsavík um helgina, þegar bæjarhátíðin Mærudagar fer fram. Karnivalstemning og tónlistarveisla verður meðal þess sem hátíðargestir fá að njóta á Húsavíkurbryggju. 26.7.2024 13:00
Ekki á því að yfirgefa Grindavík endanlega Þrátt fyrir að nýtt hættumat bendi til að miklar líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur á næstu vikum verður ráðist í framkvæmdir innan bæjarmarka eftir Verslunarmannahelgi. Brottfluttir íbúar eru bjartsýnir á að komast aftur heim. 25.7.2024 18:53
Trump hafi „misst kúlið“ í kjölfar ákvörðunar Bidens Sagan mun fara mjúkum höndum um Joe Biden og ákvörðun hans um að hætta við að sækjast eftir endurkjöri, að mati sérfræðinga um bandarísk stjórnmál. Kamala Harris varaforseti er langlíklegust til að taka við keflinu af forsetanum, en hún mun eiga á brattann að sækja gegn Trump. 22.7.2024 21:46
Málflutningur Viðskiptaráðs óásættanlegur Menntamálaráðherra segir málflutning Viðskiptaráðs, um starfsfólk menntakerfisins óásættanlegan og hjákátlegan. Ráðið segir Kennarasamband Íslands hafa leitt málaflokkinn í öngstræti og hvetur stjórnvöld til að taka fyrir frekari afskipti sambandsins. 22.7.2024 12:00
„Ég hef ekki aðgang að vatni neins staðar annars staðar“ Eigandi sumarbústaðar í Vestur-Skaftafellssýslu kennir umdeildum garði um laka grunnvatnsstöðu í bústað sínum. Um er að ræða sama garð og hefur valdið því að gjöfult fiskveiðisvæði er upp urið. 21.7.2024 20:00
Óhemju öflugur Trump hafi sigurinn í hendi sér Eins og sakir standa á Joe Biden ekki möguleika á að sigra Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum, að mati stjórnmálafræðings. Trump hélt sinn fyrsta kosningafund frá banatilræðinu við hann í gær, og þakkaði guðlegri forsjá fyrir að vera á lífi. 21.7.2024 12:20
Vígreifur Trump, umdeild goslokaspá og vopnfirskt atvinnulíf Donald Trump virðist hafa sigur í bandarísku forsetakosningunum í hendi sér, og þyrfti að klúðra málunum sjálfur til þess að verða ekki næsti forseti Bandaríkjanna, að mati stjórnmálafræðings. Trump þakkar guðlegri forsjá að hann var ekki ráðinn af dögum í síðustu viku. 21.7.2024 11:51
Segir aðkomu Kennarasambandsins ekkert nema eðlilega Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. 20.7.2024 19:51
Afstaða borgarstjóra „blaut tuska í andlit margra“ Oddviti Flokks fólksins í borginni kveðst sleginn yfir ummælum borgarstjóra um stöðu fólks sem býr í hjólhýsum í borginni. Fólkið hafi fengið fyrirheit um úrlausn sinna mála, sem nú virðist úr sögunni. 20.7.2024 13:01
Hakkarar komnir á kreik, hjólabúar í sárum og Lunga í síðasta skipti Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um eitt mesta tækniáfall síðari ára, sem heldur áfram að valda usla víða um heim. Hakkarar herja nú á þá sem lent hafa í vanda vegna tæknibilunarinnar, og ráðherra er á varðbergi. 20.7.2024 11:52