Bryndís í öðru sæti eftir nýjustu tölur Breyting hefur orðið á uppröðun á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að aðrar tölur voru birtar rétt í þessu. Bryndís Haraldsdóttir er nú í öðru sæti listans en eftir fyrstu tölur var Jón Gunnarsson alþingismaður í öðru sæti. 12.6.2021 21:10
Vonar að Biden verði ekki jafn hvatvís og Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti segist vona að kollegi hans, Joe Biden Bandaríkjaforseti, verði ekki jafn hvatvís og forveri þess síðarnefnda í starfi, Donald Trump. 12.6.2021 20:30
Bjarni langefstur og Jón Gunnarsson í öðru sæti eftir fyrstu tölur Jón Gunnarsson þingmaður er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. 12.6.2021 19:09
Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir Eriksen Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins sem hneig niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í dag, er með meðvitund og getur talað. Hann er nú staddur á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. 12.6.2021 18:45
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Átakanlegt atvik átti sér stað í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag þegar Christian Eriksen hné niður í miðjum leik. Við segjum frá þessu í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30. 12.6.2021 18:20
Röð við kjörstað þegar stutt er í lokun Talsverð röð er fyrir utan félagsheimili Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, sem er einn af kjörstöðum í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi. Kjörstaðir loka klukkan nú klukkan sex en búist er við fyrstu tölum um klukkustund síðar. 12.6.2021 17:56
Leik Danmerkur og Finnlands hætt: Eriksen vaknaður og kominn á spítala Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur og Inter Milan, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á EM 2020. Hann er kominn á sjúkrahús, vaknaður og líðan hans er sögð stöðug. 12.6.2021 17:01
Íslendingar kvarta yfir aukaverkunum: „Jæja, þá er kominn smá Janssen skjálfti í mann“ Um tíu þúsund manns voru bólusett með bóluefni frá Janssen í Laugardalshöll í dag. Janssen er eina bóluefnið sem notað er hér á landi sem er aðeins gefið í einum skammti. Svo virðist sem aukaverkanir eftir bólusetninguna séu að færast yfir hjá mörgum. 10.6.2021 23:12
Segir sénsana vera að klárast hjá Katrínu Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segist líta svo á að koma þurfi frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá inn í þingsal til umræðu. Annars séu tækifæri hennar til að hafa áhrif í stjórnarskrármálinu upp urin. 10.6.2021 21:51
Boða niðurstöður rannsóknar á alvarlegum aukaverkunum Óháðir rannsóknaraðilar sem Landlæknir, sóttvarnalæknir og Lyfjastofnun fengu til þess að rannsaka fimm andlátstilfelli og fimm tilfelli mögulega alvarlega aukaverkana í kjölfar bólusetninga við kórónuveirunni hafa lokið vinnu sinni og skilað af sér niðurstöðum. 10.6.2021 19:57