Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ein af vélum Play orðin leik­hæf

Búið er að mála eina af flugvélum sem prýða mun flota flugfélagsins Play með einkennislitum og merki félagsins. Í dag eru ellefu dagar í fyrsta flug félagsins þann 24. júní til Lundúna.

Sagt að hypja sig úr landi og koma aldrei aftur

Bandaríkjamaðurinn Vincent Reynolds, maðurinn sem komst í fréttir hér á landi þegar hann gekk upp að gígnum í Geldingadölum og hljóp síðan niður þegar hraun tók að streyma úr gígnum, segist ekki hafa ætlað að móðga nokkurn mann eða særa með athæfi sínu.

Segist vera „brjál­æðingurinn“ sem hljóp undan hrauninu

Maður að nafni Vincent Van Reynolds hefur stigið fram og segist vera maðurinn sem fjallað var um í íslenskum fjölmiðlum þegar hann gekk upp að gígnum í Geldingadölum og hljóp svo niður þegar hraun rann í stríðum straumum niður úr gígnum.

And­styggi­leg snjó­koma gerir Mý­vetningum lífið leitt

Bóndi í Mývatnssveit segir andstyggilegt að tekið hafi að snjóa í sveitinni nú þegar júnímánuður er að verða hálfnaður. Hann segir snjókomu og bleytu fara illa með fuglalíf og búfénað í sveitinni, að ógleymdum vondum áhrifum á lundarfar bænda og búenda.

Sam­þykktu myndun nýrrar ríkis­stjórnar án Netanja­hús

Ísraelska þingið samþykkti fyrir skemmstu myndun nýrrar ríkisstjórnar undi forystu Naftali Bennett og Jaír Lapíd. Benjamín Netanjahú, sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra Ísraels síðustu tólf ár, er því á leið úr embætti.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við Grím Grímsson, yfirlögregluþjón á höfuðborgarsvæðinu, um hnífaárás sem átti sér stað í miðborg Reykjavíkur í nótt.

Jón Gunnarsson hreppti annað sætið að lokum

Nýjustu og jafnframt síðustu tölur liggja nú fyrir úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og fjármálaráðherra, hafnaði í fyrsta sæti, enda sóttist hann einn eftir því.

Sjá meira