Ein af vélum Play orðin leikhæf Búið er að mála eina af flugvélum sem prýða mun flota flugfélagsins Play með einkennislitum og merki félagsins. Í dag eru ellefu dagar í fyrsta flug félagsins þann 24. júní til Lundúna. 13.6.2021 23:03
Sagt að hypja sig úr landi og koma aldrei aftur Bandaríkjamaðurinn Vincent Reynolds, maðurinn sem komst í fréttir hér á landi þegar hann gekk upp að gígnum í Geldingadölum og hljóp síðan niður þegar hraun tók að streyma úr gígnum, segist ekki hafa ætlað að móðga nokkurn mann eða særa með athæfi sínu. 13.6.2021 22:25
Segist vera „brjálæðingurinn“ sem hljóp undan hrauninu Maður að nafni Vincent Van Reynolds hefur stigið fram og segist vera maðurinn sem fjallað var um í íslenskum fjölmiðlum þegar hann gekk upp að gígnum í Geldingadölum og hljóp svo niður þegar hraun rann í stríðum straumum niður úr gígnum. 13.6.2021 20:25
Andstyggileg snjókoma gerir Mývetningum lífið leitt Bóndi í Mývatnssveit segir andstyggilegt að tekið hafi að snjóa í sveitinni nú þegar júnímánuður er að verða hálfnaður. Hann segir snjókomu og bleytu fara illa með fuglalíf og búfénað í sveitinni, að ógleymdum vondum áhrifum á lundarfar bænda og búenda. 13.6.2021 19:43
Samþykktu myndun nýrrar ríkisstjórnar án Netanjahús Ísraelska þingið samþykkti fyrir skemmstu myndun nýrrar ríkisstjórnar undi forystu Naftali Bennett og Jaír Lapíd. Benjamín Netanjahú, sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra Ísraels síðustu tólf ár, er því á leið úr embætti. 13.6.2021 18:25
Umferðartafir á Miklubraut og Vesturlandsvegi Talsverðar umferðartafir eru nú á Vesturlandsvegi og Miklubraut til austurs, vegna framkvæmda sem standa þar yfir. 13.6.2021 18:02
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við Grím Grímsson, yfirlögregluþjón á höfuðborgarsvæðinu, um hnífaárás sem átti sér stað í miðborg Reykjavíkur í nótt. 13.6.2021 18:00
Úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags vegna hnífstungunnar Karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið mann með hnífi fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í miðbæ Reykjavíkur í nótt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 13.6.2021 17:28
Jón Gunnarsson hreppti annað sætið að lokum Nýjustu og jafnframt síðustu tölur liggja nú fyrir úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og fjármálaráðherra, hafnaði í fyrsta sæti, enda sóttist hann einn eftir því. 12.6.2021 23:41
Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12.6.2021 23:16