Metfjöldi greindist í fyrradag Nú liggur fyrir endanleg tala þeirra sem greindust með kórónuveiruna innanlands í fyrradag, 129 manns. Er það mesti fjöldi sem greinst hefur á einum degi hér á landi. Fyrra met nýgreindra var 123, en sá fjöldi greindist á mánudag og aftur á þriðjudag. 30.7.2021 10:59
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum birtum við nýja könnun Maskínu sem sýnir að stjórnarflokkarnir hafa misst meirihlutann. Við tölum við stjórnmálafræðiprófessor um mögulegar meirihlutastjórnir. 28.7.2021 18:00
Lokatölur: 122 greindust innanlands Alls greindust 122 með kórónuveiruna í gær. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við fréttastofu. 28.7.2021 16:29
„Nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annarsstaðar en hjá okkur“ Undanfarið hefur fólki í sóttkví og einangrun hjá farsóttarhúsum fjölgað mikið. Forstöðumaður húsanna segir óbólusetta ferðamenn farna að valda vandræðum, og gott væri ef þeir gætu haldið til annars staðar, þar sem lausum einangrunarplássum fari fljótt fækkandi. 28.7.2021 11:50
Bíræfnir bófar bísuðu borvél í Bolungarvík Lögreglan á Vestfjörðum greinir frá því að brotist hafi verið inn í vinnuskúr í grennd við Grunnskólann í Bolungarvík. Sá sem það gerði tók meðal annars með sér Makita skrúfvél og fimm hleðslurafhlöður frá sama merki. 27.7.2021 14:19
Tveir íbúar á Hlíf smitaðir Tveir íbúar á Hlíf, íbúðakjarna fyrir aldraða á Ísafirði, hafa greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. 26.7.2021 16:17
Þriðji starfsmaður heilsugæslunnar greindist með veiruna Starfsmenn heimahjúkrunar á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem greinst hafa með kórónuveiruna eru orðnir tveir. Áður hafði verið greint frá því að einn starfsmaður heimahjúkrunar hefði greinst, auk starfsmanns á heilsugæslunni Sólvangi, sem sinnti ungbarnaeftirliti. 26.7.2021 14:20
Hegðun gossins í dag gefi litla vísbendingu um framtíðina Prófessor í eldfjallafræði segir að sá mikli kraftur sem sást í eldgosinu í Geldingadölum um helgina sé hluti af því mynstri sem sést hefur undanfarnar vikur. Hann telur ómögulegt að segja til um hvenær gosinu muni ljúka út frá mælingum dagsins í dag. 26.7.2021 11:29
Netverjar segja sitt um nýjustu aðgerðir stjórnvalda Tilkynnt hefur verið um að 200 manna samkomutakmarkanir og eins metra fjarlægðartakmörk taki gildi á miðnætti annað kvöld. Þá verður skemmtistöðum gert að hætta að hleypa inn klukkan ellefu á kvöldin, og loka á miðnætti. 23.7.2021 19:21
Lögregla steig inn í rifrildi ferðamanna og starfsmanna flugvallarins Lögregla og öryggisverðir þurftu að skerast í leikinn þegar til rifrildis kom milli tveggja tilvonandi flugfarþega annars vegar og þjónustuaðila á vegum Play á Keflavíkurflugvelli hins vegar. 22.7.2021 16:53