Loka mötuneyti nemenda vegna smits í umhverfi starfsmanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2021 11:26 Kristinn Þorsteinsson er skólameistari Fjölbrautskólans í Garðabæ. Vísir/Egill Mötuneyti nemenda Fjölbrautaskólans í Garðabæ hefur verið lokað eftir að smit kom upp í nærumhverfi starfsmanna þar og þeir sendir í sóttkví. Skólameistari FG segir að koma verði í ljós hvort reglur um sóttkví og einangrun muni valda miklu raski í skólastarfinu. „Okkur er ekki kunnugt um nein smit sem hafa átt sér stað innan skólans en aftur á móti er ljóst að það er fólk sem er smitað og það er slatti af nemendum í sóttkví og öðru slíku eins og við er að búast,“ segir skólameistarinn Kristinn Þorsteinsson í samtali við fréttastofu. Áhrif reglubreytinga komi í ljós Kennsla í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ hófst á fimmtudaginn síðastliðinn. Kristinn segist ekki gera sér grein fyrir því hversu mikil áhrif sóttkví nemenda og starfsfólks muni hafa á kennsluna í vetur. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta breytist innan skólans. Nú verða færri settir í sóttkví heldur en var áður. Það á eftir að koma í ljós hvernig það gengur, ég vona að það gangi vel. Ég er mjög ánægður með hvernig þeir nálgast þetta hjá smitrakningarteyminu, að reyna að takmarka þann hóp sem fer. Auðvitað getur komið í ljós að það virki ekki, reynslan verður bara að segja til um það.“ Kristinn kveðst ánægður með samstarfið við smitrakningarteymið og vonar vitanlega að skerðing skólastarfs verði sem minnst. „En við verðum alltaf að vera tilbúin undir það að starfsfólk smitist eða þurfi að fara í sóttkví og þá færumst við meira í fjarnám. Það er alveg viðbúið að þetta verði áfram en það er kannski of skammt liðið til að meta það,“ segir Kristinn. Hann segir nemendur hafa fengið leiðbeiningar um hvernig best sé að snúa sér í náminu, lendi þeir í sóttkví eða einangrun. „Óneitanlega mun það reyna mikið á nemendur. Þetta er meira sjálfsnám á meðan. Sóttkvíin er að vísu bara ein vika yfirleitt og þeir missa þá fimm skóladaga úr, en þetta mun alltaf valda erfiðleikum. Það er alveg ljóst.“ Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðabær Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
„Okkur er ekki kunnugt um nein smit sem hafa átt sér stað innan skólans en aftur á móti er ljóst að það er fólk sem er smitað og það er slatti af nemendum í sóttkví og öðru slíku eins og við er að búast,“ segir skólameistarinn Kristinn Þorsteinsson í samtali við fréttastofu. Áhrif reglubreytinga komi í ljós Kennsla í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ hófst á fimmtudaginn síðastliðinn. Kristinn segist ekki gera sér grein fyrir því hversu mikil áhrif sóttkví nemenda og starfsfólks muni hafa á kennsluna í vetur. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta breytist innan skólans. Nú verða færri settir í sóttkví heldur en var áður. Það á eftir að koma í ljós hvernig það gengur, ég vona að það gangi vel. Ég er mjög ánægður með hvernig þeir nálgast þetta hjá smitrakningarteyminu, að reyna að takmarka þann hóp sem fer. Auðvitað getur komið í ljós að það virki ekki, reynslan verður bara að segja til um það.“ Kristinn kveðst ánægður með samstarfið við smitrakningarteymið og vonar vitanlega að skerðing skólastarfs verði sem minnst. „En við verðum alltaf að vera tilbúin undir það að starfsfólk smitist eða þurfi að fara í sóttkví og þá færumst við meira í fjarnám. Það er alveg viðbúið að þetta verði áfram en það er kannski of skammt liðið til að meta það,“ segir Kristinn. Hann segir nemendur hafa fengið leiðbeiningar um hvernig best sé að snúa sér í náminu, lendi þeir í sóttkví eða einangrun. „Óneitanlega mun það reyna mikið á nemendur. Þetta er meira sjálfsnám á meðan. Sóttkvíin er að vísu bara ein vika yfirleitt og þeir missa þá fimm skóladaga úr, en þetta mun alltaf valda erfiðleikum. Það er alveg ljóst.“
Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðabær Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira