Um tveir þriðju boðaðra barna mættu í bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2021 15:26 Bólusetning barna undir 16 ára aldri er farin af stað. Vísir/Vilhelm Um fjögur þúsund börn úr tveimur árgöngum mættu til bólusetningar í Laugardalshöll í dag. Tveir árgangar voru bólusettir, börn fædd 2006 og 2007, og var nokkuð jafnræði milli árganga ef litið er til mætingar. Þetta er fyrsti dagurinn þar sem börn undir sextán ára aldri eru bólusett við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Vísi. Hún segir að um þrjú þúsund börn séu í hvorum árgangi. Mætingin hafi því verið upp á um tvo þriðju á heildina litið. Bólusett var með bóluefni Pfizer og um fyrri bólusetningu að ræða. Ragnheiður segir að gengið hafi vel að bólusetja og segir gott að sjá að foreldrar hafi fylgt börnum sínum í bólusetningu. „Þetta eru flottir krakkar og umhyggjusamir foreldrar, virkilega. Þetta gekk bara eins og í sögu,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að aðstaða sem komið hafði verið upp á svölunum inni í höllinni, fyrir þau börn sem væru kvíðnari fyrir sprautunni hafi nýst vel. „Þar settum við upp skilrúm þannig að börnin gátu verið í einrúmi með foreldrum sínum, og svo komu skólahjúkrunarfræðingar sem sprautuðu.“ Foreldrar eða forráðamenn voru beðnir um að fylgja börnum sínum í bólusetningu.Vísir/Vilhelm Engir mótmælendur við höllina Bólusetningum barna hefur verið mótmælt við heilbrigðisráðuneytið en Ragnheiður segir engin mótmæli hafa verið við höllina og er ánægð með það. „Ekki neitt. Við erum líka þakklát fyrir það að fólk er ekki að velja þennan stað til þess, það er mjög mikilvægt.“ Á morgun verða börn fædd 2008 og 2009 bólusett í Laugardalshöll, með sama fyrirkomulagi og í dag. Eldri hópurinn fær boðun fyrir hádegi en sá yngri eftir hádegi. Börn fædd í september 2009 geta þó ekki fengið bólusetningu á morgun, þar sem bóluefni Pfizer er aðeins með markaðsleyfi fyrir börn niður í tólf ára. „Þau geta komið á Suðurlandsbrautina þegar þau hafa átt afmæli, því þau verða að vera orðin tólf ára þegar þau koma. Þannig að við verðum hugsanlega með opna línu þar áfram í haust,“ segir Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira
Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Vísi. Hún segir að um þrjú þúsund börn séu í hvorum árgangi. Mætingin hafi því verið upp á um tvo þriðju á heildina litið. Bólusett var með bóluefni Pfizer og um fyrri bólusetningu að ræða. Ragnheiður segir að gengið hafi vel að bólusetja og segir gott að sjá að foreldrar hafi fylgt börnum sínum í bólusetningu. „Þetta eru flottir krakkar og umhyggjusamir foreldrar, virkilega. Þetta gekk bara eins og í sögu,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að aðstaða sem komið hafði verið upp á svölunum inni í höllinni, fyrir þau börn sem væru kvíðnari fyrir sprautunni hafi nýst vel. „Þar settum við upp skilrúm þannig að börnin gátu verið í einrúmi með foreldrum sínum, og svo komu skólahjúkrunarfræðingar sem sprautuðu.“ Foreldrar eða forráðamenn voru beðnir um að fylgja börnum sínum í bólusetningu.Vísir/Vilhelm Engir mótmælendur við höllina Bólusetningum barna hefur verið mótmælt við heilbrigðisráðuneytið en Ragnheiður segir engin mótmæli hafa verið við höllina og er ánægð með það. „Ekki neitt. Við erum líka þakklát fyrir það að fólk er ekki að velja þennan stað til þess, það er mjög mikilvægt.“ Á morgun verða börn fædd 2008 og 2009 bólusett í Laugardalshöll, með sama fyrirkomulagi og í dag. Eldri hópurinn fær boðun fyrir hádegi en sá yngri eftir hádegi. Börn fædd í september 2009 geta þó ekki fengið bólusetningu á morgun, þar sem bóluefni Pfizer er aðeins með markaðsleyfi fyrir börn niður í tólf ára. „Þau geta komið á Suðurlandsbrautina þegar þau hafa átt afmæli, því þau verða að vera orðin tólf ára þegar þau koma. Þannig að við verðum hugsanlega með opna línu þar áfram í haust,“ segir Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira