Faraldurinn hafi haft fleira jákvætt í för með sér en fólk átti sig á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2021 10:35 Ingveldur skrifaði BA-ritgerð um jákvæðar hliðar faraldursins. Tómstunda- og félagsmálafræðingurinn Ingveldur Gröndal segist telja að fleiri jákvæða fleti megi finna á kórónuveirufaraldrinum en fólk virðist almennt halda. Ingveldur skrifaði BA-ritgerð um jákvæð áhrif faraldursins. „Ég held að þetta sé jákvæðara en við höldum. Þegar við virkilega förum að spá í því, þá var ýmislegt bara frekar næs við þetta. Þegar við þurftum að vera meira heima og breyta lífi okkar,“ sagði Ingveldur í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Við gerð ritgerðarinnar safnaði Ingveldur saman ábendingum frá fólki um hvaða jákvæðu hliðar mætti finna á faraldrinum. „Það var svo mikið æðruleysi. Fólk fór bara að líta meira inn á við og varð í rauninni heilbrigðara, svona almennt. Allavega það fólk sem sendi mér sögur, bæði líkamlega, andlega og félagslega.“ Jákvæðu áhrifin vari áfram Hún segist merkja að fólk kunni í auknum mæli að meta samverustundir með öðru fólki, nú á tímum þar sem ekki er sjálfsagt að hitta fólk augliti til auglitis. Hún segist telja að jákvæðu áhrifa faraldursins muni áfram gæta þegar faraldurinn hefur runnið sitt skeið, endanlega. „Af því að þetta er orðið það langt tímabil núna, og ég held að þetta sé lengra tímabil en flestir áttu von á, við héldum að þetta væri bara mjög tímabundið, kannski svona hálft ár. En svo fór þetta að dragast á langinn og þá held ég að við séum búin að aðlaga okkur, því við erum svo fljót að aðlaga okkur að nýjum aðstæðum, sem er náttúrulega frábært líka.“ Ingveldur dregur þó ekki fjöður yfir það að ástandið hafi reynst mörgum afar erfitt, en engu að síður sé margt jákvætt hægt að taka út úr faraldrinum. Faraldurinn hafi til að mynda verið „spark í rassinn“ fyrir íhaldssamar stofnanir og starfsgreinar, sem hafi verið fastar í sínu formi en síðan þurft að breyta því, til að mynda með aukinni þjónustu á netinu. Einlægar sögur frá ókunnugu fólki Ingveldur hélt úti verkefninu Þökk sé Covid í tengslum við ritgerðina sína, hvar hún safnaði jákvæðum sögum fólks úr faraldrinum. Hún segir það hafa komið sér á óvart hve margar einlægar sögur frá ókunnugu fólki bárust henni. „Ég varð bara meyr þegar ég fór að lesa þær. Af því þá var fólk kannski í gríðarlega erfiðum aðstæðum en samt náði það einhvern veginn að taka eitthvað jákvætt úr þessu.“ Margar sögurnar hafi snúist um erfið mál á borð við atvinnu- og tekjumissi og ein sagan hafi komið frá manneskju í krabbameinsmeðferð, sem þrátt fyrir allt gat einblínt á það jákvæða. Sjálf segir Ingveldur að það jákvæðasta við faraldurinn hjá henni sjálfri hafi verið að læra að taka lífinu eins og það er. „Ég þurfti alltaf að hafa allt niðurnjörvað og skipulagt, vera með allt á hreinu. Þetta sló mig í andlitið, bara blaut tuska, að taka lífinu eins og það er. Maður verður að vera sveigjanlegur,“ segir Ingveldur. „Það er allt í lagi ef plön breytast. Það getur verið óþægilegt og erfitt, en að vera ekki með allt á hreinu er bara allt í lagi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira
„Ég held að þetta sé jákvæðara en við höldum. Þegar við virkilega förum að spá í því, þá var ýmislegt bara frekar næs við þetta. Þegar við þurftum að vera meira heima og breyta lífi okkar,“ sagði Ingveldur í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Við gerð ritgerðarinnar safnaði Ingveldur saman ábendingum frá fólki um hvaða jákvæðu hliðar mætti finna á faraldrinum. „Það var svo mikið æðruleysi. Fólk fór bara að líta meira inn á við og varð í rauninni heilbrigðara, svona almennt. Allavega það fólk sem sendi mér sögur, bæði líkamlega, andlega og félagslega.“ Jákvæðu áhrifin vari áfram Hún segist merkja að fólk kunni í auknum mæli að meta samverustundir með öðru fólki, nú á tímum þar sem ekki er sjálfsagt að hitta fólk augliti til auglitis. Hún segist telja að jákvæðu áhrifa faraldursins muni áfram gæta þegar faraldurinn hefur runnið sitt skeið, endanlega. „Af því að þetta er orðið það langt tímabil núna, og ég held að þetta sé lengra tímabil en flestir áttu von á, við héldum að þetta væri bara mjög tímabundið, kannski svona hálft ár. En svo fór þetta að dragast á langinn og þá held ég að við séum búin að aðlaga okkur, því við erum svo fljót að aðlaga okkur að nýjum aðstæðum, sem er náttúrulega frábært líka.“ Ingveldur dregur þó ekki fjöður yfir það að ástandið hafi reynst mörgum afar erfitt, en engu að síður sé margt jákvætt hægt að taka út úr faraldrinum. Faraldurinn hafi til að mynda verið „spark í rassinn“ fyrir íhaldssamar stofnanir og starfsgreinar, sem hafi verið fastar í sínu formi en síðan þurft að breyta því, til að mynda með aukinni þjónustu á netinu. Einlægar sögur frá ókunnugu fólki Ingveldur hélt úti verkefninu Þökk sé Covid í tengslum við ritgerðina sína, hvar hún safnaði jákvæðum sögum fólks úr faraldrinum. Hún segir það hafa komið sér á óvart hve margar einlægar sögur frá ókunnugu fólki bárust henni. „Ég varð bara meyr þegar ég fór að lesa þær. Af því þá var fólk kannski í gríðarlega erfiðum aðstæðum en samt náði það einhvern veginn að taka eitthvað jákvætt úr þessu.“ Margar sögurnar hafi snúist um erfið mál á borð við atvinnu- og tekjumissi og ein sagan hafi komið frá manneskju í krabbameinsmeðferð, sem þrátt fyrir allt gat einblínt á það jákvæða. Sjálf segir Ingveldur að það jákvæðasta við faraldurinn hjá henni sjálfri hafi verið að læra að taka lífinu eins og það er. „Ég þurfti alltaf að hafa allt niðurnjörvað og skipulagt, vera með allt á hreinu. Þetta sló mig í andlitið, bara blaut tuska, að taka lífinu eins og það er. Maður verður að vera sveigjanlegur,“ segir Ingveldur. „Það er allt í lagi ef plön breytast. Það getur verið óþægilegt og erfitt, en að vera ekki með allt á hreinu er bara allt í lagi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira