Ein fjölskyldnanna sem var í Afganistan komin til Íslands Íslensk fjölskylda sem flogið var frá Islamabad til Kaupmannahafnar í gærmorgun, eftir að hafa verið í Afganistan, er komin til Íslands og er nú í sóttkví. 23.8.2021 15:00
Bóluefni Pfizer fær fullt markaðsleyfi í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur samþykkt alfarið notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech við kórónuveirunni í Bandaríkjunum. Hingað til hefur bóluefnið verið notað í skjóli neyðarleyfis. Talið er að ákvörðunin gæti hvatt fleiri Bandaríkjamenn til að láta bólusetja sig. 23.8.2021 14:11
Starfsmaður Landakots greindist með kórónuveiruna Starfsmaður á öldrunarlækningadeild K1 á Landakoti hefur greinst smitaður af Covid-19. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá forsvarsmönnum Landspítala. 23.8.2021 13:08
Loka mötuneyti nemenda vegna smits í umhverfi starfsmanna Mötuneyti nemenda Fjölbrautaskólans í Garðabæ hefur verið lokað eftir að smit kom upp í nærumhverfi starfsmanna þar og þeir sendir í sóttkví. Skólameistari FG segir að koma verði í ljós hvort reglur um sóttkví og einangrun muni valda miklu raski í skólastarfinu. 23.8.2021 11:26
Faraldurinn hafi haft fleira jákvætt í för með sér en fólk átti sig á Tómstunda- og félagsmálafræðingurinn Ingveldur Gröndal segist telja að fleiri jákvæða fleti megi finna á kórónuveirufaraldrinum en fólk virðist almennt halda. Ingveldur skrifaði BA-ritgerð um jákvæð áhrif faraldursins. 23.8.2021 10:35
Lyfjastofnun geti ekki mælt með notkun sníkjudýralyfs gegn Covid Lyfjastofnun hefur fengið upplýsingar um notkun sníkjudýralyfsins Ivermectin við Covid hér á landi. Stofnunin mælir ekki með notkun lyfsins, sem ekki hefur verið sýnt fram á að sýni nokkra virkni gegn Covid-19, hvorki sem fyrirbyggjandi lyf né í meðferð sjúklinga. 18.8.2021 16:00
Átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu eftir bólusetningu Lyfjastofnun hefur fengið alls átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu í kjölfar bólusetninga. Alvarlegust þeirra er frá ungri konu sem fjallað var um að hefði lamast fyrir neðan mitti, stuttu eftir örvunarbólusetningu með bóluefni Moderna. 18.8.2021 11:57
WHO varar við falsbóluefnum og kallar eftir að þau verði tekin úr umferð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segist hafa orðið þess áskynja að falsbóluefni við kórónuveirunni væru í umferð í Indlandi og Afríku. Þeir skammtar sem vitað er af hafa verið teknir úr umferð. 18.8.2021 08:48
Hyggst kveða niður hungurvofur og rétta hlut landsbyggðarinnar Líkt og greint var frá í gær hefur tónlistar- og athafnamaðurinn Jakob Frímann Magnússon tekið efsta sæti á lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar í september. Hann segist brenna fyrir því að rétta hlut þeirra sem minnst hafa á milli handanna og vill færa landsbyggðinni lífsgæði sem af mörgum höfuðborgarbúum eru talin sjálfsögð. 18.8.2021 08:46
Vilja skoða önnur úrræði vegna sóttkvíar barna Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er velt upp hvort ekki sé hægt að beita vægari úrræðum en sóttkví heilu bekkjanna og árganganna þegar smit koma upp í skólum. Hraðpróf hljóti að koma til álita ef ekki eigi að lama skólastarf ítrekað í vetur, og þar með samfélagið allt. 17.8.2021 15:14