Engin lífshætta nema fólk lendi í sérstökum aðstæðum Gera má ráð fyrir að það taki upp undir sólarhring fyrir vatnið sem nú hleypur úr Eystri Skaftárkatli að ná að jökuljaðrinum. Hlaupið hófst seint í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur segir hlaupið eiga að ná hámarki á einum til tveimur sólarhringum. Hann segir enga beina lífshættu stafa af hlaupinu. 5.9.2021 15:54
Bílvelta á Reykjanesbraut Engan sakaði þegar bíll valt á Reykjanesbraut við Elliðaárdal í dag. 5.9.2021 15:11
Sarah Harding er látin Breska tónlistarkonan Sarah Harding er látin, 39 ára að aldri. Hún lést úr brjóstakrabbameini sem hún hafði barist við frá því í ágúst á síðasta ári. 5.9.2021 15:02
Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5.9.2021 14:07
Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5.9.2021 12:06
22 greindust innanlands í gær Alls greindust 22 með kórónuveiruna innanlands í gær. Tíu voru fullbólusettir og tólf óbólusettir. Fjórtán voru í sóttkví við greiningu en átta utan hennar. 5.9.2021 10:52
Straumar og stefnur kosningabaráttunnar á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur í umsjón Kristjáns Kristjánssonar er á dagskrá frá klukkan tíu til tólf í dag. Fyrstu gestir eru Lilja Alfreðsdóttir, Daði Már Kristófersson og Gunnar Smári Egilsson sem ætla að freista þess að draga fram og skýra helstu strauma og stefnur í þessari kosningabaráttu sem yfir stendur. 5.9.2021 09:45
Óska eftir svigrúmi fyrir knattspyrnuhreyfinguna Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íslenskur toppfótbolti og Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir því að knattspyrnuhreyfingin á Íslandi fái svigrúm til þess að framfylgja aðgerðaráætlun sem samþykkt var á fundi stjórnar KSÍ í gær. 31.8.2021 23:38
Ganga óbundin til kosninga en myndu skoða áframhaldandi samstarf fyrst Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, segjast allir ganga óbundnir til kosninga. Þeir eru þó sammála um að eðlilegt væri að ræða möguleikann á áframhaldandi stjórnarsamstarfi, fari svo að ríkisstjórnin haldi velli í komandi þingkosningum. 31.8.2021 22:31
Stjórn KSÍ skoðar að fá sér talsmann vegna mála síðustu daga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) er með það til skoðunar að ráða inn utanaðkomandi aðila til að vera „talsmaður stjórnar“ í þeim málum sem hafa dunið á henni síðustu daga. 31.8.2021 21:11