Síminn selur Mílu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2021 07:39 Síminn og Ardian hafa náð samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á Mílu. Vísir/Vilhelm Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. Þar segir að samhliða kaupum Ardian, sem er með höfuðstöðvar í París í Frakklandi, á Mílu verði nokkrum íslenskum lífeyrissjóðum gefinn kostur á að fjárfesta í Mílu. Eignarhlutur þeirra getur orðið allt að 20 prósent. Viðræðum lauk í nótt með undirritun kaupsamnings um 100 prósent hlutafjár í Mílu. Salan er háð hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að Ardian hyggist að kaupunum loknum hraða fjárfestingarverkefnum Mílu, og að sérstök áhersla verði lögð á að leggja ljósleiðara í sveitarfélögum á landsbyggðinni. Það muni auka samkeppnishæfni minni sveitarfélaga og byggja framúrskarandi 5G farsímakerfi hér á landi með tæknibúnaði frá sænska framleiðandanum Ericsson. Haft er eftir Orra Haukssyni, forstjóra Símans, að koma Ardian í íslenska fjarskiptageirann sé tilefni til að fagna. „Orðspor og þekking Ardian á uppbyggingu og langtíma rekstri á afburða innviðum víða um heim fyllir okkur trausti á bjartri og öruggri framtíð þessara grundvallarinnviða á Íslandi. Þetta á sérstaklega við um landsbyggðina,“ er meðal annar haft eftir forstjóranum. Áætlaður söluhagnaður er rúmlega 46 milljarðar króna.Vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningunni er virði viðskiptanna um 78 milljarðar króna, að meðtöldum fjárhagslegum skuldbindingum Mílu, sem Ardian yfirtekur. Samkvæmt kaupsamningi fær Síminn greidda um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða króna í formi skuldabréfs sem Síminn veitir Ardian til þriggja ára. Áætlaður söluhagnaður er rúmlega 46 milljarðar, að teknu tilliti til kostnaðar vegna viðskiptanna. Skiptar skoðanir Viðskiptin hafa verið nokkuð umdeild í aðdraganda þeirra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, kallaði til að mynda á dögunum eftir fundi með ráðherrum til að ganga úr skugga um að þjóðaröryggi Íslands væri ekki ógnað með sölunni. Þá kallaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, eftir því að ríkisstjórnin gripi inn í söluna og kæmi í veg fyrir hana. Á þriðjudag var haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að salan á Mílu væri ásættanleg að því gefnu að gengið yrði frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld teldu uppi á borði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þá að málið hefði verið rætt í þjóðaröryggisráði og að hún væri með í undirbúningi löggjöf sem tæki á sölu mikilvægra innviða. Hér má nálgast tilkynningu Símans vegna sölunnar. Fjarskipti Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir ASÍ telur verulega hættu á að erlendir fjárfestar skilji lítið annað eftir en tóma skel Miðstjórn Alþýðusambands Íslands varar sterklega við sölu Mílu til erlendra fjárfesta. Sambandið segir verulega hættu á því að erlendir eigendur dragi úr fjárfestingum og viðhaldi á innviðum, selji eignir og skilji lítið annað eftir en eintóma skel. 20. október 2021 22:01 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Þar segir að samhliða kaupum Ardian, sem er með höfuðstöðvar í París í Frakklandi, á Mílu verði nokkrum íslenskum lífeyrissjóðum gefinn kostur á að fjárfesta í Mílu. Eignarhlutur þeirra getur orðið allt að 20 prósent. Viðræðum lauk í nótt með undirritun kaupsamnings um 100 prósent hlutafjár í Mílu. Salan er háð hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að Ardian hyggist að kaupunum loknum hraða fjárfestingarverkefnum Mílu, og að sérstök áhersla verði lögð á að leggja ljósleiðara í sveitarfélögum á landsbyggðinni. Það muni auka samkeppnishæfni minni sveitarfélaga og byggja framúrskarandi 5G farsímakerfi hér á landi með tæknibúnaði frá sænska framleiðandanum Ericsson. Haft er eftir Orra Haukssyni, forstjóra Símans, að koma Ardian í íslenska fjarskiptageirann sé tilefni til að fagna. „Orðspor og þekking Ardian á uppbyggingu og langtíma rekstri á afburða innviðum víða um heim fyllir okkur trausti á bjartri og öruggri framtíð þessara grundvallarinnviða á Íslandi. Þetta á sérstaklega við um landsbyggðina,“ er meðal annar haft eftir forstjóranum. Áætlaður söluhagnaður er rúmlega 46 milljarðar króna.Vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningunni er virði viðskiptanna um 78 milljarðar króna, að meðtöldum fjárhagslegum skuldbindingum Mílu, sem Ardian yfirtekur. Samkvæmt kaupsamningi fær Síminn greidda um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða króna í formi skuldabréfs sem Síminn veitir Ardian til þriggja ára. Áætlaður söluhagnaður er rúmlega 46 milljarðar, að teknu tilliti til kostnaðar vegna viðskiptanna. Skiptar skoðanir Viðskiptin hafa verið nokkuð umdeild í aðdraganda þeirra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, kallaði til að mynda á dögunum eftir fundi með ráðherrum til að ganga úr skugga um að þjóðaröryggi Íslands væri ekki ógnað með sölunni. Þá kallaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, eftir því að ríkisstjórnin gripi inn í söluna og kæmi í veg fyrir hana. Á þriðjudag var haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að salan á Mílu væri ásættanleg að því gefnu að gengið yrði frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld teldu uppi á borði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þá að málið hefði verið rætt í þjóðaröryggisráði og að hún væri með í undirbúningi löggjöf sem tæki á sölu mikilvægra innviða. Hér má nálgast tilkynningu Símans vegna sölunnar.
Fjarskipti Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir ASÍ telur verulega hættu á að erlendir fjárfestar skilji lítið annað eftir en tóma skel Miðstjórn Alþýðusambands Íslands varar sterklega við sölu Mílu til erlendra fjárfesta. Sambandið segir verulega hættu á því að erlendir eigendur dragi úr fjárfestingum og viðhaldi á innviðum, selji eignir og skilji lítið annað eftir en eintóma skel. 20. október 2021 22:01 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
ASÍ telur verulega hættu á að erlendir fjárfestar skilji lítið annað eftir en tóma skel Miðstjórn Alþýðusambands Íslands varar sterklega við sölu Mílu til erlendra fjárfesta. Sambandið segir verulega hættu á því að erlendir eigendur dragi úr fjárfestingum og viðhaldi á innviðum, selji eignir og skilji lítið annað eftir en eintóma skel. 20. október 2021 22:01