Síminn selur Mílu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2021 07:39 Síminn og Ardian hafa náð samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á Mílu. Vísir/Vilhelm Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. Þar segir að samhliða kaupum Ardian, sem er með höfuðstöðvar í París í Frakklandi, á Mílu verði nokkrum íslenskum lífeyrissjóðum gefinn kostur á að fjárfesta í Mílu. Eignarhlutur þeirra getur orðið allt að 20 prósent. Viðræðum lauk í nótt með undirritun kaupsamnings um 100 prósent hlutafjár í Mílu. Salan er háð hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að Ardian hyggist að kaupunum loknum hraða fjárfestingarverkefnum Mílu, og að sérstök áhersla verði lögð á að leggja ljósleiðara í sveitarfélögum á landsbyggðinni. Það muni auka samkeppnishæfni minni sveitarfélaga og byggja framúrskarandi 5G farsímakerfi hér á landi með tæknibúnaði frá sænska framleiðandanum Ericsson. Haft er eftir Orra Haukssyni, forstjóra Símans, að koma Ardian í íslenska fjarskiptageirann sé tilefni til að fagna. „Orðspor og þekking Ardian á uppbyggingu og langtíma rekstri á afburða innviðum víða um heim fyllir okkur trausti á bjartri og öruggri framtíð þessara grundvallarinnviða á Íslandi. Þetta á sérstaklega við um landsbyggðina,“ er meðal annar haft eftir forstjóranum. Áætlaður söluhagnaður er rúmlega 46 milljarðar króna.Vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningunni er virði viðskiptanna um 78 milljarðar króna, að meðtöldum fjárhagslegum skuldbindingum Mílu, sem Ardian yfirtekur. Samkvæmt kaupsamningi fær Síminn greidda um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða króna í formi skuldabréfs sem Síminn veitir Ardian til þriggja ára. Áætlaður söluhagnaður er rúmlega 46 milljarðar, að teknu tilliti til kostnaðar vegna viðskiptanna. Skiptar skoðanir Viðskiptin hafa verið nokkuð umdeild í aðdraganda þeirra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, kallaði til að mynda á dögunum eftir fundi með ráðherrum til að ganga úr skugga um að þjóðaröryggi Íslands væri ekki ógnað með sölunni. Þá kallaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, eftir því að ríkisstjórnin gripi inn í söluna og kæmi í veg fyrir hana. Á þriðjudag var haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að salan á Mílu væri ásættanleg að því gefnu að gengið yrði frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld teldu uppi á borði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þá að málið hefði verið rætt í þjóðaröryggisráði og að hún væri með í undirbúningi löggjöf sem tæki á sölu mikilvægra innviða. Hér má nálgast tilkynningu Símans vegna sölunnar. Fjarskipti Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir ASÍ telur verulega hættu á að erlendir fjárfestar skilji lítið annað eftir en tóma skel Miðstjórn Alþýðusambands Íslands varar sterklega við sölu Mílu til erlendra fjárfesta. Sambandið segir verulega hættu á því að erlendir eigendur dragi úr fjárfestingum og viðhaldi á innviðum, selji eignir og skilji lítið annað eftir en eintóma skel. 20. október 2021 22:01 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Þar segir að samhliða kaupum Ardian, sem er með höfuðstöðvar í París í Frakklandi, á Mílu verði nokkrum íslenskum lífeyrissjóðum gefinn kostur á að fjárfesta í Mílu. Eignarhlutur þeirra getur orðið allt að 20 prósent. Viðræðum lauk í nótt með undirritun kaupsamnings um 100 prósent hlutafjár í Mílu. Salan er háð hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að Ardian hyggist að kaupunum loknum hraða fjárfestingarverkefnum Mílu, og að sérstök áhersla verði lögð á að leggja ljósleiðara í sveitarfélögum á landsbyggðinni. Það muni auka samkeppnishæfni minni sveitarfélaga og byggja framúrskarandi 5G farsímakerfi hér á landi með tæknibúnaði frá sænska framleiðandanum Ericsson. Haft er eftir Orra Haukssyni, forstjóra Símans, að koma Ardian í íslenska fjarskiptageirann sé tilefni til að fagna. „Orðspor og þekking Ardian á uppbyggingu og langtíma rekstri á afburða innviðum víða um heim fyllir okkur trausti á bjartri og öruggri framtíð þessara grundvallarinnviða á Íslandi. Þetta á sérstaklega við um landsbyggðina,“ er meðal annar haft eftir forstjóranum. Áætlaður söluhagnaður er rúmlega 46 milljarðar króna.Vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningunni er virði viðskiptanna um 78 milljarðar króna, að meðtöldum fjárhagslegum skuldbindingum Mílu, sem Ardian yfirtekur. Samkvæmt kaupsamningi fær Síminn greidda um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða króna í formi skuldabréfs sem Síminn veitir Ardian til þriggja ára. Áætlaður söluhagnaður er rúmlega 46 milljarðar, að teknu tilliti til kostnaðar vegna viðskiptanna. Skiptar skoðanir Viðskiptin hafa verið nokkuð umdeild í aðdraganda þeirra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, kallaði til að mynda á dögunum eftir fundi með ráðherrum til að ganga úr skugga um að þjóðaröryggi Íslands væri ekki ógnað með sölunni. Þá kallaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, eftir því að ríkisstjórnin gripi inn í söluna og kæmi í veg fyrir hana. Á þriðjudag var haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að salan á Mílu væri ásættanleg að því gefnu að gengið yrði frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld teldu uppi á borði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þá að málið hefði verið rætt í þjóðaröryggisráði og að hún væri með í undirbúningi löggjöf sem tæki á sölu mikilvægra innviða. Hér má nálgast tilkynningu Símans vegna sölunnar.
Fjarskipti Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir ASÍ telur verulega hættu á að erlendir fjárfestar skilji lítið annað eftir en tóma skel Miðstjórn Alþýðusambands Íslands varar sterklega við sölu Mílu til erlendra fjárfesta. Sambandið segir verulega hættu á því að erlendir eigendur dragi úr fjárfestingum og viðhaldi á innviðum, selji eignir og skilji lítið annað eftir en eintóma skel. 20. október 2021 22:01 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
ASÍ telur verulega hættu á að erlendir fjárfestar skilji lítið annað eftir en tóma skel Miðstjórn Alþýðusambands Íslands varar sterklega við sölu Mílu til erlendra fjárfesta. Sambandið segir verulega hættu á því að erlendir eigendur dragi úr fjárfestingum og viðhaldi á innviðum, selji eignir og skilji lítið annað eftir en eintóma skel. 20. október 2021 22:01