Ríkisstjórnin sögð leggja drög að tilslökunum Í minnisblaði sem forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra hafa lagt fyrir ríkisstjórnina, og fjallar um framtíðarhorfur kórónuveirufaraldursins hér á landi, segir að hættan á óviðráðanlegum faraldri hafi minnkað. Stefnt sé að minni takmörkunum og unnið sé að drögum um slíkar áætlanir. 12.10.2021 22:49
Nennir ekki neikvæðum fréttum og segir aðra geta séð um þær Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður á Stöð 2, er þekktur fyrir sinn einstaka fréttastíl, en hann leggur það ekki í vana sinn að segja fréttir sem almennt myndu teljast neikvæðar. Þvert á móti þefar hann uppi léttar og jákvæðar fréttir af dýrum og mönnum. Hann segist vilja láta aðra um að gera neikvæðar fréttir. 12.10.2021 22:02
Vinningurinn trompaðist og varð 25 milljónir Þátttakandi í Happdrætti Háskóla Íslands vann í kvöld 25 milljónir króna. Hann hlaut hæsta vinning, sem er fimm milljónir króna. 12.10.2021 21:13
Íbúar í sveitinni hjálpuðu áhöfninni að hreinsa upp hræin Áhöfnin á varðskipinu Þór dró um fimmtíu grindhvalshræ úr fjörunni í Melavík á Ströndum um borð í skipið í dag. Íbúar á nærliggjandi bæjum aðstoðuðu áhöfnina við verkið. 12.10.2021 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telja að leysa þurfi úr ágreiningi stjórnarflokkanna um orkunýtingu til framtíðar í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. 12.10.2021 18:00
Aflétta rýmingu og aflýsa hættustigi á Seyðisfirði Rýmingu sem var í gildi á nokkrum húsum á Seyðisfirði vegna hreyfinga í hlíðum ofan bæjarins hefur verið aflétt að fullu. Þá hefur hættustigi almannavarna verið aflýst. 12.10.2021 17:22
Beit sig til blóðs við tökur á einu þekktasta atriði Fóstbræðra Kvikmyndatökumaðurinn Egill Aðalsteinsson hefur starfað hjá Stöð 2 síðan stöðin fór í loftið árið 1986. Hann rifjaði upp eftirminnileg augnablik á ferlinum í afmælisþætti Stöðvar 2 á laugardaginn með Kristjáni Má Unnarssyni fréttamanni. 11.10.2021 22:48
Festust í snjó og símasambandsleysi en eru nú fundin Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út rétt fyrir klukkan hálf átta í kvöld eftir að Neyðarlínu barst tilkynning um fastan bíl á Mælifellssandi rétt norður af Mýrdalsjökli. Þrír voru í bílnum sem verið er að draga upp úr snjó sem hann festist í. 11.10.2021 22:05
Einn á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu flutti einn til skoðunar á slysadeild Landspítala eftir bílslys á Arnarneshæð í Garðabæ. 11.10.2021 21:35
Deila ekki bóluefnauppskriftinni þrátt fyrir ákall alþjóðastofnana Bóluefnaframleiðandinn Moderna ætlar sér ekki að deila uppskriftinni að bóluefni sínu gegn kórónuveirunni. Stjórnarformaður Moderna segir fyrirtækið hafa komist að þeirri niðurstöðu að aukin framleiðsla Moderna á bóluefninu væri besta leiðin til þess að auka bóluefnaframboð á heimsvísu. 11.10.2021 20:56