Ríkið sýknað í Geysismáli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. nóvember 2021 14:28 Ríkið komst að samkomulagi um kaup á svæðinu við landeigendur árið 2016. Árið 2019 lá matsgerð um verð fyrir landsvæðið fyrir, rúmur milljarður. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið var í gær sýknað af verðbótakröfu upp á rúmar 90 milljónir króna í máli hóps fyrrverandi landeigenda á Geysissvæðinu fyrir Landsrétti. Ríkið keypti landið á rúman milljarð króna árið 2019. Ríkið hafði áður verið sýknað í héraði. Eigendahópurinn átti hið svokallaða Geysissvæði í Haukadal í óskiptri sameign með ríkinu, en árið 2016 var samið um kaup ríkisins á eignarhlut hópsins. Ríkið fékk svæðið til ráðstöfunar þegar samningar höfðu náðst. Í kaupsamningnum var ákveðið að það væri undir matsmönnum komið að ákvarða sanngjarnt verð fyrir landsvæðið og að niðurstaða þeirra yrði endanlega bindandi og verðið yrði ekki endurskoðað. Meirihluti matsmanna komst svo að þeirri niðurstöðu í apríl 2019 að sanngjarnt kaupverð fyrir landsvæðið væri 1.009.278.000 krónur, miðað við 7. október 2016, daginn sem samningar náðust um kaup ríkisins á landinu. Krafan sem hópur hinna fyrrverandi eigenda hafði uppi gegn ríkinu byggðist hins vegar á því að í niðurstöðukafla matsgerðar um verðið hefði komið fram að ef framreiknað væri miðað við breytingu á byggingarvísitölu frá kaupsamningsdegi til dagsetningar yfirmatsins, 17. apríl 2019, næmi kaupverðið alls 1.100.113.020 krónum. Krafa hópsins byggði því á mismuninum frá kaupsamningsdegi og dagsetningar matsgerðarinnar, en munurinn var rúmar 90 milljónir króna. Byggði hópurinn á því að í matsgerðinni fælist að kaupverð landsins skyldi verðbætt og vaxtareiknað með þennan mismun í huga og ríkið væri bundið við þá niðurstöðu matsmanna. Skylda til greiðslu verðbóta ekki leidd af samningnum Landsréttur leit við úrlausn málsins til meginreglu samningaréttar um samningsfrelsi, sem leiðir meðal annars af sér að samningsaðilar geti að meginstefnu til ekki fengið atbeina dómstóla til að knýja fram efndir skyldu sem ekki hafði verið sérstaklega samið um. Í kaupsamningi milli aðila hafi ekki verið kveðið á um greiðslu vaxta eða verðbóta en dómurinn taldi að fyrirsjáanlegt hafi verið að umtalsverður tími kynni að líða frá kaupsamningi þar til endanleg matsgerð um verðið lægi fyrir. Því var talið að ef hópurinn teldi sig eiga rétt á verðbótum hefði þeim borið að eiga frumkvæði að því að ákvæði um slíkt kæmu fram í samningnum, og að hið sama gilti um viðmiðunartíma verðmatsins ef hópurinn hefði talið að hann ætti að vera annar en afhendingartími landspildunnar. Landsréttur taldi alls óvíst hvort samkomulag um slíkt hefði náðst ef á reyndi. Það var því niðurstaða meirihluta dómsins að sýkna ríkisins í héraði skyldi vera óröskuð, þar sem skylda ríkisins til greiðslu vaxta eða verðbóta á kaupverð var ekki talin leiða af kaupsamningnum, lögum eða venju. Einn þriggja dómara skilaði sératkvæði og taldi að fallast ætti á kröfur hópsins. Bláskógabyggð Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Eigendahópurinn átti hið svokallaða Geysissvæði í Haukadal í óskiptri sameign með ríkinu, en árið 2016 var samið um kaup ríkisins á eignarhlut hópsins. Ríkið fékk svæðið til ráðstöfunar þegar samningar höfðu náðst. Í kaupsamningnum var ákveðið að það væri undir matsmönnum komið að ákvarða sanngjarnt verð fyrir landsvæðið og að niðurstaða þeirra yrði endanlega bindandi og verðið yrði ekki endurskoðað. Meirihluti matsmanna komst svo að þeirri niðurstöðu í apríl 2019 að sanngjarnt kaupverð fyrir landsvæðið væri 1.009.278.000 krónur, miðað við 7. október 2016, daginn sem samningar náðust um kaup ríkisins á landinu. Krafan sem hópur hinna fyrrverandi eigenda hafði uppi gegn ríkinu byggðist hins vegar á því að í niðurstöðukafla matsgerðar um verðið hefði komið fram að ef framreiknað væri miðað við breytingu á byggingarvísitölu frá kaupsamningsdegi til dagsetningar yfirmatsins, 17. apríl 2019, næmi kaupverðið alls 1.100.113.020 krónum. Krafa hópsins byggði því á mismuninum frá kaupsamningsdegi og dagsetningar matsgerðarinnar, en munurinn var rúmar 90 milljónir króna. Byggði hópurinn á því að í matsgerðinni fælist að kaupverð landsins skyldi verðbætt og vaxtareiknað með þennan mismun í huga og ríkið væri bundið við þá niðurstöðu matsmanna. Skylda til greiðslu verðbóta ekki leidd af samningnum Landsréttur leit við úrlausn málsins til meginreglu samningaréttar um samningsfrelsi, sem leiðir meðal annars af sér að samningsaðilar geti að meginstefnu til ekki fengið atbeina dómstóla til að knýja fram efndir skyldu sem ekki hafði verið sérstaklega samið um. Í kaupsamningi milli aðila hafi ekki verið kveðið á um greiðslu vaxta eða verðbóta en dómurinn taldi að fyrirsjáanlegt hafi verið að umtalsverður tími kynni að líða frá kaupsamningi þar til endanleg matsgerð um verðið lægi fyrir. Því var talið að ef hópurinn teldi sig eiga rétt á verðbótum hefði þeim borið að eiga frumkvæði að því að ákvæði um slíkt kæmu fram í samningnum, og að hið sama gilti um viðmiðunartíma verðmatsins ef hópurinn hefði talið að hann ætti að vera annar en afhendingartími landspildunnar. Landsréttur taldi alls óvíst hvort samkomulag um slíkt hefði náðst ef á reyndi. Það var því niðurstaða meirihluta dómsins að sýkna ríkisins í héraði skyldi vera óröskuð, þar sem skylda ríkisins til greiðslu vaxta eða verðbóta á kaupverð var ekki talin leiða af kaupsamningnum, lögum eða venju. Einn þriggja dómara skilaði sératkvæði og taldi að fallast ætti á kröfur hópsins.
Bláskógabyggð Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira