Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Desmond Tutu er látinn

Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku.

Allt að tólf stiga frost í dag

Í dag verður norðaustanátt á landinu, á bilinu átta til þrettán metrar á sekúndu, en hægari vindur á Norðausturlandi. Víða má búast við éljum, einkum fyrir norðan.

Ungur öku­maður með tvo far­þega á þakinu

Líkt og greint var frá í gær fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekkert fréttnæmt inn á sitt borð á jólanótt, að mati þess sem skrifaði dagbók lögreglunnar til fjölmiðla í gærmorgun. Lögregla fékk nokkur verkefni í nótt, en þó ekki mörg.

Vann yfir 40 milljónir á jóla­dag

Einn heppinn Lottóspilari varð rúmlega 41 milljón ríkari í dag, jóladag. Hann hreppti fyrsta Lottóvinning og satt einn að honum.

Skjálftahviða á gosstöðvunum

Skjálftahviða mældist við Fagradalsfjall klukkan hálf fjögur og stóð yfir í tæpa klukkustund. Að sögn náttúruvársérfræðings er ljóst að hreyfing er á kviku undir yfirborðinu en erfitt er að lesa nánar í aðstæðurnar.

Sextán ára í öndunarvél vegna Covid

Sextán ára einstaklingur liggur í öndunarvél á gjörgæslu á Landspítalanum vegna veikinda af völdum kórónuveirunnar. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans, í samtali við fréttastofu.

Eldgosinu á La Palma lokið

Yfirvöld á spænsku eyjunni La Palma hafa lýst því yfir að eldgosinu sem hófst á eyjunni í september sé lokið, eftir tíu daga án gosvirkni.

Helst út­lit fyrir gos við Mera­dali

Næstum því 1.400 skjálftar hafa verið á Reykjanesi frá miðnætti sá stærsti upp á 4,5. Náttúruvársérfræðingur segir kviku hafa færst norður og nú sé helst útlit fyrir að það gjósi við Meradali.

Sjá meira