Vill stilla til friðar innan Eflingar og býður sig fram til formanns Vésteinn Örn Pétursson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 4. janúar 2022 22:50 Guðmundur segist vilja koma á friði innan Eflingar, en í haust gustaði hressilega um forystu félagsins. Vísir/Vilhelm Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku félagsins. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns í lok október á síðasta ári. Guðmundur segist vilja koma á friði innan félagsins. Síðan þá hefur Agnieszka Ewa Ziółkowska starfað sem formaður. Sólveig Anna sagði af sér vegna þess sem hún kallaði afdráttarlausa vantraustsyfirlýsingu starfsfólks Eflingar á hendur sér. Um var að ræða ályktun, afhenta af trúnaðarmönnum og samþykkta af starfsfólki félagsins, þar sem Sólveig Anna var sökuð um alvarleg kjarasamningsbrot. Ályktunin var afhent Sólveigu Önnu í júní. Í viðtali við Ríkisútvarpið þann 28. október sagðist Guðmundur ítrekað hafa reynt að fá ályktunina afhenta, en án árangurs. Það viðtal hratt raunar af stað atburðarásinni sem að endingu leiddi til þess að Sólveig sagði af sér formennsku, og Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, fylgdi henni. Fyrr í dag tilkynnti Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, um framboð sitt til formennsku í Eflingu. Vill virkja sofandi stéttir Í samtali við fréttastofu segist Guðmundur vilja koma því á að allir innan félagsins rói í sömu átt. „Ég ætla að koma á frið innan Eflingar þannig að allir vinni saman, að sama markmiði. Ég vil efla félagið innan frá og til dæmis búa til sér stjórnir innan eflingar fyrir hverja stétt,“ segir Guðmundur og nefnir þar sem dæmi leikskólakennara og vörubílstjóra. Það séu stéttir sem þurfi að virkja. „Virkja þessar stéttir sem hafa legið í dvala og ekki stigið fæti inn í þetta hús [Eflingu] í mörg ár.“ Hér að neðan má lesa framboðstilkynningu Guðmundar, sem fréttastofa hefur undir höndum: Hér með lýsi ég því yfir að ég, Guðmundur Jónatan Baldursson, gef kost á mér til formennsku í Eflingu-stéttarfélagi í kosningu meðal félagsfólks þann 15. febrúar næstkomandi. Ég hef setið í stjórn Eflingar allt frá árinu 2018. Aðra reynslu af stjórnun hef ég í gegnum störf mín sem forstöðumaður íþróttamiðstöðva. Ég starfaði og gegndi hlutverki trúnaðarmanns hjá Grey Line Allra handa um árabil. Nú starfa ég hjá verktakafyrirtækinu Faxaverk sem vörubílstjóri ásamt annarri vélavinnu. Efling-stéttarfélag er næst fjölmennasta stéttarfélag landsins með hátt í 30.000 ófaglærða félagsmenn þegar félagið er fjölmennast á sumrin. Þar af er ríflega helmingur af erlendum uppruna. Brýnt er að til formennsku í félaginu veljist Eflingarfélagi með haldgóða reynslu af verkamannastörfum, félags- og stjórnunarstörfum innan stéttarfélagsins. Hann þarf að vera tilbúin til að axla ábyrgð og hafa hugrekki til að takast á við erfiðar áskoranir. Með reynslu minni af vinnumarkaði og stjórnun Eflingar tel ég að ég hafi til að bera hvort tveggja. Skemmst er að minnast baráttu minnar gegn yfirhylmingu fyrrverandi formanns gagnvart arfalélegum stjórnarháttum fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins. Hegðun framkvæmdastjórans hefur ekki aðeins kostað félagið dýrmætan þekkingarleka vegna óeðlilega mikillar starfsmannaveltu heldur tugi milljóna króna í starfslokasamningum. Ótalin er vanlíðan núverandi og fyrrverandi starfsmanna og fjölskyldna þeirra. Ef mér verður trúað fyrir formennsku í Eflingu mun ég starfa af einhug fyrir alla Eflingarfélaga, innlenda sem erlenda, og stuðla að jafnlaunastefnu. Einnig mun ég vinna að þeirri nýbreytni að deildarskipta félaginu með það að leiðarljósi að starfsmenn innan hvers geira Eflingar eins og t.d. leikskólastarfsfólk, hópferðabílstjórar, starfsfólk í umönnun geti stofnað stjórnir innan sinna raða og haft áhrif á sína eigin kjarasamningagerð. Markmið með þessum áherslum er að efla stéttarvitund innan Eflingar og einnig að stuðla að því að hópar geti sjálfir komið með beinni hætti að sínum kröfugerðum. Á endanum er það alltaf aðalstjórn Eflingar sem hefur úrskurðarvald. Einnig mun ég fara yfir allar greiðslur úr sjóðum Eflingar og birta þær opinberlega. Virðingarfyllst, Guðmundur Jónatan Baldursson. Ólga innan Eflingar Kjaramál Félagasamtök Stéttarfélög Tengdar fréttir Býður sig fram til formanns Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Eflingu. 4. janúar 2022 11:01 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Síðan þá hefur Agnieszka Ewa Ziółkowska starfað sem formaður. Sólveig Anna sagði af sér vegna þess sem hún kallaði afdráttarlausa vantraustsyfirlýsingu starfsfólks Eflingar á hendur sér. Um var að ræða ályktun, afhenta af trúnaðarmönnum og samþykkta af starfsfólki félagsins, þar sem Sólveig Anna var sökuð um alvarleg kjarasamningsbrot. Ályktunin var afhent Sólveigu Önnu í júní. Í viðtali við Ríkisútvarpið þann 28. október sagðist Guðmundur ítrekað hafa reynt að fá ályktunina afhenta, en án árangurs. Það viðtal hratt raunar af stað atburðarásinni sem að endingu leiddi til þess að Sólveig sagði af sér formennsku, og Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, fylgdi henni. Fyrr í dag tilkynnti Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, um framboð sitt til formennsku í Eflingu. Vill virkja sofandi stéttir Í samtali við fréttastofu segist Guðmundur vilja koma því á að allir innan félagsins rói í sömu átt. „Ég ætla að koma á frið innan Eflingar þannig að allir vinni saman, að sama markmiði. Ég vil efla félagið innan frá og til dæmis búa til sér stjórnir innan eflingar fyrir hverja stétt,“ segir Guðmundur og nefnir þar sem dæmi leikskólakennara og vörubílstjóra. Það séu stéttir sem þurfi að virkja. „Virkja þessar stéttir sem hafa legið í dvala og ekki stigið fæti inn í þetta hús [Eflingu] í mörg ár.“ Hér að neðan má lesa framboðstilkynningu Guðmundar, sem fréttastofa hefur undir höndum: Hér með lýsi ég því yfir að ég, Guðmundur Jónatan Baldursson, gef kost á mér til formennsku í Eflingu-stéttarfélagi í kosningu meðal félagsfólks þann 15. febrúar næstkomandi. Ég hef setið í stjórn Eflingar allt frá árinu 2018. Aðra reynslu af stjórnun hef ég í gegnum störf mín sem forstöðumaður íþróttamiðstöðva. Ég starfaði og gegndi hlutverki trúnaðarmanns hjá Grey Line Allra handa um árabil. Nú starfa ég hjá verktakafyrirtækinu Faxaverk sem vörubílstjóri ásamt annarri vélavinnu. Efling-stéttarfélag er næst fjölmennasta stéttarfélag landsins með hátt í 30.000 ófaglærða félagsmenn þegar félagið er fjölmennast á sumrin. Þar af er ríflega helmingur af erlendum uppruna. Brýnt er að til formennsku í félaginu veljist Eflingarfélagi með haldgóða reynslu af verkamannastörfum, félags- og stjórnunarstörfum innan stéttarfélagsins. Hann þarf að vera tilbúin til að axla ábyrgð og hafa hugrekki til að takast á við erfiðar áskoranir. Með reynslu minni af vinnumarkaði og stjórnun Eflingar tel ég að ég hafi til að bera hvort tveggja. Skemmst er að minnast baráttu minnar gegn yfirhylmingu fyrrverandi formanns gagnvart arfalélegum stjórnarháttum fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins. Hegðun framkvæmdastjórans hefur ekki aðeins kostað félagið dýrmætan þekkingarleka vegna óeðlilega mikillar starfsmannaveltu heldur tugi milljóna króna í starfslokasamningum. Ótalin er vanlíðan núverandi og fyrrverandi starfsmanna og fjölskyldna þeirra. Ef mér verður trúað fyrir formennsku í Eflingu mun ég starfa af einhug fyrir alla Eflingarfélaga, innlenda sem erlenda, og stuðla að jafnlaunastefnu. Einnig mun ég vinna að þeirri nýbreytni að deildarskipta félaginu með það að leiðarljósi að starfsmenn innan hvers geira Eflingar eins og t.d. leikskólastarfsfólk, hópferðabílstjórar, starfsfólk í umönnun geti stofnað stjórnir innan sinna raða og haft áhrif á sína eigin kjarasamningagerð. Markmið með þessum áherslum er að efla stéttarvitund innan Eflingar og einnig að stuðla að því að hópar geti sjálfir komið með beinni hætti að sínum kröfugerðum. Á endanum er það alltaf aðalstjórn Eflingar sem hefur úrskurðarvald. Einnig mun ég fara yfir allar greiðslur úr sjóðum Eflingar og birta þær opinberlega. Virðingarfyllst, Guðmundur Jónatan Baldursson.
Hér með lýsi ég því yfir að ég, Guðmundur Jónatan Baldursson, gef kost á mér til formennsku í Eflingu-stéttarfélagi í kosningu meðal félagsfólks þann 15. febrúar næstkomandi. Ég hef setið í stjórn Eflingar allt frá árinu 2018. Aðra reynslu af stjórnun hef ég í gegnum störf mín sem forstöðumaður íþróttamiðstöðva. Ég starfaði og gegndi hlutverki trúnaðarmanns hjá Grey Line Allra handa um árabil. Nú starfa ég hjá verktakafyrirtækinu Faxaverk sem vörubílstjóri ásamt annarri vélavinnu. Efling-stéttarfélag er næst fjölmennasta stéttarfélag landsins með hátt í 30.000 ófaglærða félagsmenn þegar félagið er fjölmennast á sumrin. Þar af er ríflega helmingur af erlendum uppruna. Brýnt er að til formennsku í félaginu veljist Eflingarfélagi með haldgóða reynslu af verkamannastörfum, félags- og stjórnunarstörfum innan stéttarfélagsins. Hann þarf að vera tilbúin til að axla ábyrgð og hafa hugrekki til að takast á við erfiðar áskoranir. Með reynslu minni af vinnumarkaði og stjórnun Eflingar tel ég að ég hafi til að bera hvort tveggja. Skemmst er að minnast baráttu minnar gegn yfirhylmingu fyrrverandi formanns gagnvart arfalélegum stjórnarháttum fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins. Hegðun framkvæmdastjórans hefur ekki aðeins kostað félagið dýrmætan þekkingarleka vegna óeðlilega mikillar starfsmannaveltu heldur tugi milljóna króna í starfslokasamningum. Ótalin er vanlíðan núverandi og fyrrverandi starfsmanna og fjölskyldna þeirra. Ef mér verður trúað fyrir formennsku í Eflingu mun ég starfa af einhug fyrir alla Eflingarfélaga, innlenda sem erlenda, og stuðla að jafnlaunastefnu. Einnig mun ég vinna að þeirri nýbreytni að deildarskipta félaginu með það að leiðarljósi að starfsmenn innan hvers geira Eflingar eins og t.d. leikskólastarfsfólk, hópferðabílstjórar, starfsfólk í umönnun geti stofnað stjórnir innan sinna raða og haft áhrif á sína eigin kjarasamningagerð. Markmið með þessum áherslum er að efla stéttarvitund innan Eflingar og einnig að stuðla að því að hópar geti sjálfir komið með beinni hætti að sínum kröfugerðum. Á endanum er það alltaf aðalstjórn Eflingar sem hefur úrskurðarvald. Einnig mun ég fara yfir allar greiðslur úr sjóðum Eflingar og birta þær opinberlega. Virðingarfyllst, Guðmundur Jónatan Baldursson.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Félagasamtök Stéttarfélög Tengdar fréttir Býður sig fram til formanns Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Eflingu. 4. janúar 2022 11:01 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Býður sig fram til formanns Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Eflingu. 4. janúar 2022 11:01