Gerður Berndsen er látin Gerður Berndsen er látin, 74 ára að aldri. Gerður var þekkt fyrir baráttu sína fyrir réttlæti fyrir dóttur hennar, Áslaugu Perlu Kristjónsdóttur, sem var myrt við Engihjalla í Kópavogi vorið 2000. Gerður lést í fyrradag. 28.3.2022 21:08
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna munu hefja friðarviðræður á ný í vikunni en talið er að þrír úr nefnd Úkraínu hafi verið fórnarlömb eitrunar fyrr í þessum mánuði. Rússar segjast ætla að meina fólki frá óvinveittum ríkjum aðgang inn í Rússland. Ísland gæti verið eitt þeirra ríkja. 28.3.2022 18:00
Vaktin: Úkraínski herinn sækir á Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28.3.2022 17:00
Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. 27.3.2022 23:00
Mannskæð skotárás í Ísrael Tvö létust og fleiri særðust í skotárás í borginni Hadera í norðurhluta Ísraels í kvöld. 27.3.2022 20:14
Listi VG á Akureyri samþykktur Framboðslisti Vinstri grænna á Akureyri, fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, var samþykktur á félagsfundi í bænum í dag. Varabæjarfulltrúinn Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir leiðir listann, en áður hafði farið fram bindandi forval um efstu sex sæti listans. 27.3.2022 19:08
Landspítali líklega af neyðarstigi en vandamálin áfram mörg Gert er ráð fyrir því að Landspítalinn verði færður af neyðarstigi í vikunni eftir að hafa verið þar í meira en mánuð. Forstjóri spítalans segir þó fleiri úrlausnarefni en kórónuveirufaraldurinn blasa við. 27.3.2022 18:54
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forseti Úkraínu sakar leiðtoga vestrænna ríkja um kjarkleysi, á sama tíma og þúsundir hermanna þar í landi verjist árásum Rússa. Hann kallar enn og aftur eftir öflugri vopnum og biðlar til þjóðanna að láta verkin tala. Hátt í tólf hundruð almennir borgarar hafa fallið í stríðinu í Úkraínu. 27.3.2022 18:10
Magnaðar ljósmyndir á gömlu almenningssalerni Í Núllinu í miðbæ Reykjavíkur var áður almenningssalerni, en nú er starfrækt þar listastúdíó. Þessi dægrin má þar finna ljósmyndasýningu sem hverfist um Úkraínu, sögu landsins og stríðið sem geisað hefur þar síðasta rúma mánuðinn. 27.3.2022 18:05
Vaktin: Þjóðverjar skoði loftvarnakerfi vegna mögulegra árása Rússa Þjóðverjar íhuga nú að fjárfesta í loftvarnakerfi, til að verjast mögulegum árásum Rússa á landið. Þetta segir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands. 27.3.2022 09:23