Eyþór nýr oddviti í Vestmannaeyjum Eyþór Harðarson er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum eftir prófkjör flokksins þar í dag. Hann hlaut 597 atkvæði í 1. sætið, eða 67,2 prósent atkvæða. 26.3.2022 23:34
Handboltakempan Heimir leiðir Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri Heimir Örn Árnason, deildarstjóri í Naustaskóla og handboltaþjálfari, er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. 26.3.2022 22:10
„Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd“ Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í dag að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, „geti ekki verið áfram við völd.“ Ummælin hafa vakið hörð viðbrögð. 26.3.2022 20:32
Samþykktu sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps Tillaga um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps var samþykkt í íbúakosningum í dag. 26.3.2022 20:25
Sameining samþykkt við Breiðafjörð Íbúar Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar á Snæfellsnesi hafa samþykkt tillögu um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. 26.3.2022 20:17
Borgarstjóranum sleppt eftir mótmæli úkraínsks almennings Rússneski herinn hefur sleppt borgarstjóra úkraínsku borgarinnar Slavútítsj, skammt frá Tjernóbyl í norðurhluta Úkraínu, eftir kröftug mótmæli íbúa. 26.3.2022 19:29
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Bandaríkjaforseti segir það lykilatriði að halda stöðugleika í Evrópu en að hann verði ekki til staðar nema öll aðildarríki NATO standi við skuldbindingar sínar um að verja hvert annað gegn hvers kyns árásum. Ekkert lát er á árásum Rússa. 26.3.2022 18:01
Vaktin: Kjarnakljúfur varð fyrir tjóni eftir sprengjuárás Kjarnakljúfur í borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu hefur orðið fyrir tjóni eftir víðtækar sprengju- og stórskotaliðsárásir Rússa á svæðið. Ekki hefur enn verið hægt að meta umfang tjónsins, þar sem árásir Rússa eru nánast linnualausar. 26.3.2022 07:20
„Ég vona að enginn muni nokkurn tímann sjá það sem ég sá“ Aðalræðismaður Grikklands í Úkraínu varð síðasti erindreki á vegum landa Evrópusambandsins til þess að yfirgefa Maríupól, úkraínsku borgina sem Rússaher situr nú um og hefur komið hvað verst út úr átökunum í landinu. Hann segist vona að enginn verði vitni að jafn miklum hryllingi og hann fékk þar að kynnast. 20.3.2022 23:31
Þyrlan sótti skipverja sem féll fyrir borð Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á níunda tímanum í kvöld eftir að skipverji á íslensku loðnuveiðiskipi rétt fyrir utan Reykjanestá hafði fallið fyrir borð. 20.3.2022 22:14