Guðmundur Árni óskar eftir formlegum meirihlutaviðræðum við Framsókn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. maí 2022 22:49 Guðmundur Árni er oddviti Samfylkingarinnar, sem er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, hefur óskað eftir því við oddvita Framsóknar í bænum, Valdimar Víðisson, að flokkarnir tveir hefji viðræður um myndun nýs bæjarstjórnarmeirihluta. Frá þessu greinir Guðmundur Árni í færslu á Facebook. Hann segir jafnaðarmenn hafa stimplað sig rækilega inn í kosningunum í Hafnarfirði. Fyrir var Samfylkingin með tvo bæjarfulltrúa, en fékk 29,0 prósent atkvæða og hlaut því fjóra fulltrúa. „Ég hef haft samband við oddvita Framsóknarflokksins og óskað eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta XS og XB í Hafnarfirði. En það eru flokkarnir sem sigruðu og voru kallaðir til verka, á meðan Sjálfstæðisflokkurinn tapaði umtalsverðu fylgi. Við sjáum hvað setur. Það væri gott fyrir Hafnfirðinga að fá félagshyggjumeirihluta í Fjörðinn. Við jafnaðarmenn erum nú sem fyrr tilbúnir í verkin,“ skrifar Guðmundur Árni. Í núverandi meirihluta, sem tölfræðilega séð hélt velli, eru Framsókn og Sjálfstæðisflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn var með fimm fulltrúa inni á síðasta kjörtímabili, en missti einn í kosningunum. Á móti bætti Framsókn við sig manni. Ellefu fulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og því þarf sex til að mynda meirihluta. Þegar fyrstu tölur í Hafnarfirði lágu fyrir í nótt sagðist Guðmundur Árni vel geta hugsað sér að vinna með Framsóknarflokknum. Valdimar, oddviti Framsóknar, væri sómamaður sem gott sé að vinna með. Þá sagði Guðmundur Árni að í hans huga væri ekki lykilatriði hver yrði borgarstjóri. Aðalmálið væri betrun Hafnarfjarðar. Hafnarfjörður Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Óttast ekki að Framsókn snúi við sér baki Miðað við fyrstu tölur missir Sjálfstæðisflokkurinn einn mann úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Oddviti listans segir þó að um varnarsigur sé að ræða. 15. maí 2022 01:02 Hnífjafnt í Hafnarfirði: „Mér líst mjög vel á þetta, þetta verður löng nótt“ Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu fengið nákvæmlega jafnmörg atkvæði þegar fyrstu tölur voru lesnar upp rétt í þessu. Oddviti Samfylkingar segir tölurnar mikið fagnaðarefni. 14. maí 2022 23:36 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði á COP30: „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Sjá meira
Frá þessu greinir Guðmundur Árni í færslu á Facebook. Hann segir jafnaðarmenn hafa stimplað sig rækilega inn í kosningunum í Hafnarfirði. Fyrir var Samfylkingin með tvo bæjarfulltrúa, en fékk 29,0 prósent atkvæða og hlaut því fjóra fulltrúa. „Ég hef haft samband við oddvita Framsóknarflokksins og óskað eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta XS og XB í Hafnarfirði. En það eru flokkarnir sem sigruðu og voru kallaðir til verka, á meðan Sjálfstæðisflokkurinn tapaði umtalsverðu fylgi. Við sjáum hvað setur. Það væri gott fyrir Hafnfirðinga að fá félagshyggjumeirihluta í Fjörðinn. Við jafnaðarmenn erum nú sem fyrr tilbúnir í verkin,“ skrifar Guðmundur Árni. Í núverandi meirihluta, sem tölfræðilega séð hélt velli, eru Framsókn og Sjálfstæðisflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn var með fimm fulltrúa inni á síðasta kjörtímabili, en missti einn í kosningunum. Á móti bætti Framsókn við sig manni. Ellefu fulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og því þarf sex til að mynda meirihluta. Þegar fyrstu tölur í Hafnarfirði lágu fyrir í nótt sagðist Guðmundur Árni vel geta hugsað sér að vinna með Framsóknarflokknum. Valdimar, oddviti Framsóknar, væri sómamaður sem gott sé að vinna með. Þá sagði Guðmundur Árni að í hans huga væri ekki lykilatriði hver yrði borgarstjóri. Aðalmálið væri betrun Hafnarfjarðar.
Hafnarfjörður Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Óttast ekki að Framsókn snúi við sér baki Miðað við fyrstu tölur missir Sjálfstæðisflokkurinn einn mann úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Oddviti listans segir þó að um varnarsigur sé að ræða. 15. maí 2022 01:02 Hnífjafnt í Hafnarfirði: „Mér líst mjög vel á þetta, þetta verður löng nótt“ Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu fengið nákvæmlega jafnmörg atkvæði þegar fyrstu tölur voru lesnar upp rétt í þessu. Oddviti Samfylkingar segir tölurnar mikið fagnaðarefni. 14. maí 2022 23:36 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði á COP30: „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Sjá meira
Óttast ekki að Framsókn snúi við sér baki Miðað við fyrstu tölur missir Sjálfstæðisflokkurinn einn mann úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Oddviti listans segir þó að um varnarsigur sé að ræða. 15. maí 2022 01:02
Hnífjafnt í Hafnarfirði: „Mér líst mjög vel á þetta, þetta verður löng nótt“ Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu fengið nákvæmlega jafnmörg atkvæði þegar fyrstu tölur voru lesnar upp rétt í þessu. Oddviti Samfylkingar segir tölurnar mikið fagnaðarefni. 14. maí 2022 23:36