Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Halla vill leiða VR á­fram

Halla Gunnarsdóttir, sem tók við formennsku í VR eftir að Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn á þing, mun sækjast eftir áframhaldandi setu á formannsstól. Formannskjör fer fram í mars. 

Sak­leysi dætranna hafi gufað upp

Mæður á Akureyri sem kærðu mann fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára dætrum þeirra segjast hafa misst alla trú á kerfinu eftir að málinu var vísað frá af tveimur saksóknaraembættum. Framburðir stúlknanna í málinu voru ekki metnir nægilega samhljóma. Um svipað leyti og hin meintu brot áttu sér stað var maðurinn gripinn með barnaníðsefni í fórum sínum.

Af þingi í skóla­mál á Austur­landi

Líneik Anna Sævarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, hefur verið ráðin stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu hjá Fjarðabyggð. Líneik, sem mun hefja störf með vorinu, hefur setið á þingi frá 2013, með hléi. 

Bónus ó­dýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð

Vöruverð í Prís er að meðaltali fjórum prósentum lægra en í Bónus, en einstakir vöruflokkar eru allt að 12 prósent ódýrari samkvæmt athugun verðlagseftirlits ASÍ. Athugunin náði til 514 vara, sem voru nánast alltaf ódýrari hjá Prís. 

Hætta rann­sókn á skip­verjunum á Hugin

Sakamálarannsóknum á skipverjum Hugins VE-55 frá Vestmannaeyjum hefur verið felld niður. Þeir voru til rannsóknar vegna skemmda á vatnsleiðslu og ljósleiðarastreng til Vestmannaeyja.

Síðasti dagur Dags í borgar­ráði í dag

Dagur B. Eggertsson, nýr þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, sat sinn síðasta borgarráðsfund í morgun. Hann hefur starfað á vettvangi ráðsins frá árinu 2003, og haft þar marga hatta. 

Sjá meira