Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Notendur forrits sem ætlað er að sporna við matarsóun með því að bjóða notendum veglega afslætti á mat sem annars yrði hent geta fengið veglegan afslátt. 23.1.2025 11:53
Halla vill leiða VR áfram Halla Gunnarsdóttir, sem tók við formennsku í VR eftir að Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn á þing, mun sækjast eftir áframhaldandi setu á formannsstól. Formannskjör fer fram í mars. 23.1.2025 11:26
Sakleysi dætranna hafi gufað upp Mæður á Akureyri sem kærðu mann fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára dætrum þeirra segjast hafa misst alla trú á kerfinu eftir að málinu var vísað frá af tveimur saksóknaraembættum. Framburðir stúlknanna í málinu voru ekki metnir nægilega samhljóma. Um svipað leyti og hin meintu brot áttu sér stað var maðurinn gripinn með barnaníðsefni í fórum sínum. 23.1.2025 09:01
Af þingi í skólamál á Austurlandi Líneik Anna Sævarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, hefur verið ráðin stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu hjá Fjarðabyggð. Líneik, sem mun hefja störf með vorinu, hefur setið á þingi frá 2013, með hléi. 22.1.2025 16:13
Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Vöruverð í Prís er að meðaltali fjórum prósentum lægra en í Bónus, en einstakir vöruflokkar eru allt að 12 prósent ódýrari samkvæmt athugun verðlagseftirlits ASÍ. Athugunin náði til 514 vara, sem voru nánast alltaf ódýrari hjá Prís. 22.1.2025 15:48
Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík telur að önnur lögskýringarleið hafi verið fær en sú sem Héraðsdómur Reykjavíkur fór þegar hann komst að niðurstöðu sem leiddi til ógildingar virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. 22.1.2025 15:31
Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin Sakamálarannsóknum á skipverjum Hugins VE-55 frá Vestmannaeyjum hefur verið felld niður. Þeir voru til rannsóknar vegna skemmda á vatnsleiðslu og ljósleiðarastreng til Vestmannaeyja. 22.1.2025 14:42
Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill banna íþróttamót fyrir klukkan tíu um helgar. Það segir hún geta verið kosningaloforð sem auðvelt verði að svíkja, og sendir Flokki fólksins væna pillu um leið. 22.1.2025 10:20
Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Forsvarsmenn flugfélagsins Play hafa til alvarlegrar skoðunar að leita réttar síns vegna viðskiptahátta ríkisins, sem stjórnarformaður félagsins segir óeðlilega. Hann telur einsýnt að ríkisstjórnin taki sparnaðartillögur félagsins til greina. 16.1.2025 14:03
Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Dagur B. Eggertsson, nýr þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, sat sinn síðasta borgarráðsfund í morgun. Hann hefur starfað á vettvangi ráðsins frá árinu 2003, og haft þar marga hatta. 16.1.2025 13:48