Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Upp­lausn á með­ferðar­heimili og fleiri fölsuð lyf

Fyrrverandi starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyar fyrir börn með fjölþættan vanda lýsa reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Fíkniefni séu látin óátalin, lyfjagjöf hafi brugðist og innra eftirlit sé til málamynda. 

Dökk mynd í byggingar­iðnaði, um­svif RÚV og fækkun fjár

Samtök iðnaðarins segja útlitið hjá byggingariðnaðnum vera svart í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Söguleg óvissa grafi undan markaðnum. Hver dagur skipti máli í núverandi ástandi sem er ekki hægt að lifa við til lengri tíma.

Breytingar sem litlu breyta og moksturs­menn þakka veður­guðunum

Breytingar á lánareglum Seðlabankans munu ekki hafa áhrif á fjölda fólks, þar sem reglur um greiðslubyrði haldast þær sömu. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Þó geti um fimmtán hundruð kaupendur komið nýir inn á fasteignamarkaðinn.

Lög­reglu­stjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk

Ríkislögreglustjóri segist ekki hafa íhugað stöðu sína í kjölfar þess að háar greiðslur embættisins til ráðgjafafyrirtækis með einn starfsmann komust í hámæli. Hún viðurkennir þó að mistök hafi verið gerð í tengslum við málið. Dómsmálaráðherra hefur kallað eftir frekari gögnum um málið og getur ekki sagt berum orðum hvort hún beri traust til ríkislögreglustjóra.

Strætó enn á eftir á­ætlun en opnun hring­vegarins í vinnslu

Vonir standa til að hægt verði að opna hringveginn að fullu nú upp úr hádegi, en honum var lokað á tveimur stöðum á Suðurlandi vegna veðurs. Bráðamóttaka Landspítalans býr sig undir aukið álag vegna hálkuslysa í dag og útlit er fyrir að Strætó verði á eftir áætlun fram eftir degi.

Lofar látum og vísar gagn­rýni Sam­taka at­vinnulífsins á bug

Búist er við að fjöldi kvenna leggi leið sína í miðbæ Reykjavíkur þegar kvennaverkfall fer fram á morgun. Til stendur að reisa stórt svið á þeim hluta Lækjargötu sem snýr að Arnarhóli og hefst sú framkvæmd eftir að lokað verður fyrir umferð um svæðið klukkan 6 í fyrramálið.

Sjá meira