Innlent

Vondar fréttir af tollum ESB og gróf á­rás á Stuðlum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun leggja til að Ísland og Noregur verði ekki undanskilin verndartollum á kísilmálm. Utanríkisráðherra segir ákvörðun ekki enn liggja fyrir, en tillagan sé mikil vonbrigði.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar, og rætt við talsmann iðnaðarins um stöðuna sem nú stefnir í.

Starfsmaður á meðferðarheimilinu Stuðlum er grunaður um að hafa ráðist á fjórtán ára skjólstæðing heimilisins í júní. Lögregla rannsakar málið og lögmaður barnsins segir málið grafalvarlegt.

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var lögfestur á Alþingi í dag. Formaður Flokks fólks fagnar málinu ákaft, sem og baráttufólk fyrir réttindum fatlaðra.

Hæglætisveður hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga og er spáð áfram. Það hefur þó þau áhrif að svifryksmengun eykst og loftgæði hafa mælst óholl á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. Rætt verður við sérfræðing um horfurnar fram undan.

Íslenska bókmenntahátíðin Iceland Noir er hafin, og við verðum í beinni frá opnunarhófi hátíðarinnar. Í sportpakkanum verður hitað upp fyrir vægast sagt mikilvægan leik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Aserum á morgun, og í Íslandi í dag verður leikhúsið í forgrunni, þar sem Tómas Arnar ræðir við Kolfinnu Nikulásdóttur um leiklistina, ástina og viðtökurnar við leikritinu Hamlet.

Kvöldfréttir Sýnar eru í opinni dagskrá á samtengdum rásum Sýnar, Vísis og Bylgjunnar á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×