Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Pálmi Rafn leikið sinn síðasta leik á ferlinum

Pálmi Rafn Pálmason lék í kvöld sinn síðasta leik á farsælum ferli er lið hans KR gerði 2-2 jafntefli við Víking í Fossvogi í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Pálmi verður í banni þegar lokaumferð deildarinnar fer fram um næstu helgi og var leikur kvöldsins því hans síðasti.

Umdeilt mark Zouma í sigri West Ham

West Ham United vann 2-0 heimasigur á Bournemouth í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. West Ham fjarlægist botnsvæðið með sigrinum.

Guðrún og stöllur sófameistarar eftir misstig Linköping

Guðrún Arnardóttir, landsliðskona í fótbolta, og stöllur hennar í Rosengård eru sænskir meistarar eftir jafntefli Linköping við Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Guðrún vinnur þar með titilinn annað árið í röð með félaginu.

Emery tekur við af Gerrard hjá Aston Villa

Spánverjinn Unai Emery mun taka við sem þjálfari Aston Villa um mánaðarmótin en félagið tilkynnti um þetta í kvöld. Emery hættir sem þjálfari Villarreal á Spáni til að reyna aftur fyrir sér á Englandi.

Svekkjandi jafntefli Íslendingaliðsins

Íslendingalið Norrköping gerði svekkjandi 1-1 jafntefli við Värnamo í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Tveir af fjórum íslenskum leikmönnum liðsins komu við sögu.

Harðverjar styrkja málefni sem stendur þeim nærri

Hörður frá Ísafirði, sem leikur í ár í fyrsta skipti í Olís-deild karla, mun láta gott af sér leiða og styrkja starfsemi Bleiku slaufunnar og Krabbameinsfélagið Sigurvon með framleiðslu bleikrar treyju. Málefnið stendur leikmönnum liðsins nærri.

Sjá meira