Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Langt kominn með að selja eftir mikla erfiðleika

Farhad Moshiri, eigandi Everton á Englandi, er sagður vera langt kominn í viðræðum um að selja félagið til bandarísks viðskiptajöfurs. Fátt hefur gengið upp þrátt fyrir mikil fjárútlát í stuttri eigendatíð Moshiris.

Allt vitlaust vestanhafs eftir óhugnanlegt atvik: „Þetta getur drepið mann“

Tua Tagovailoa, leikstjórnandi Miami Dolphins í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, var borinn af velli eftir þungt höfuðhögg í leik við Cincinnati Bengals í nótt. Óhugnalegar myndir sáust af honum eftir höggið en talið er að hann hafi jafnvel fengið annan heilahristing sinn á innan við viku.

„Fyrst Færeyjar gátu unnið Tyrkland þá getum við líka unnið Víking“

Gunnar Nielsen, markvörður FH og færeyska landsliðsins, segir viðsnúning hafa orðið hjá liðinu frá því að svokallaður endurreisnarfundur var haldinn í sumar. Hann kveðst svekktur að vera á bekknum hjá liðinu en styður sína menn sem hann hefur trú á að geti unnið Víking í bikarúrslitum um helgina.

Forseti PSG sagður eiga þátt í mannráni og pyntingum

Franska dagblaðið Libération greinir frá því í dag að hinn katarski Nasser Al-Khelaifi, forseti franska fótboltaliðsins Paris Saint-Germain, hafi átt þátt í mannráni franskalsírsks kaupsýslumanns. Sá á að hafa haft undir höndum gögn sem sýndu Al-Khelaifi ekki í góðu ljósi.

„Engillinn minn, ástin mín, Sean Dyche“

Sean Dyche, fyrrum stjóri Watford og Burnley, átti gott samband við tónlistargoðið Elton John þegar hann var hjá fyrrnefnda liðinu. Elton var eigandi Watford frá 1976 til 1990 og aftur frá 1997 til 2002 og er heiðursforseti félagsins.

Yfirvöld í Katar skylda ríkisborgara til vinnu í kringum HM

Yfirvöldum í Katar færist mikið í fang að halda utan um eins stóran viðburð og heimsmeistaramótið í fótbolta sem fer fram í smáríkinu í nóvember og desember. Borgarar ríkisins þurfa að sinna þegnskyldu í kringum mótið.

Hvaða lið áttu að styðja í NFL?

Bandaríska NFL-deildin í amerískum fótbolta hefur notið aukinna vinsælda hér á landi undanfarin misseri. Margur á hins vegar erfitt með að finna sér lið til að halda með. Ekki þarf þó að örvænta - Lokasóknin er með svör á reiðum höndum.

Sjá meira