Messi fær frí fram á nýtt ár Nýkrýndi heimsmeistarinn Lionel Messi mun ekki leika með félagi sínu Paris Saint-Germain í Frakklandi fyrr en á nýju ári. Christophe Galtier, stjóri liðsins, greindi frá í dag. 27.12.2022 16:01
Segir stuðningsmönnum að láta sig dreyma um titilinn Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle á Englandi, hefur hvatt stuðningsmenn félagsins að dreyma stórt. Liðið situr óvænt í öðru sæti ensku deildarinnar. 27.12.2022 14:01
United og Arsenal í bestri stöðu til að fá Félix Manchester United og Arsenal leiða kapphlaupið um undirskrift Portúgalans João Félix sem er á förum frá Atlético Madrid. Chelsea sækist einnig eftir kappanum. 27.12.2022 13:01
Áform um vetrarleika sett á ís vegna mútumáls Japanir hafa gert hlé á sókn sinni eftir gestgjafarétti á Vetrarólympíuleikunum árið 2030 vegna stórfellds mútumáls tengt Ólympíuleikunum í Tókýó. Sakborningurinn Haruyuki Takahashi, fyrrum nefndarmaður í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna, hefur verið sleppt gegn tryggingu. 27.12.2022 12:30
Metfjöldi sá hetjuna Albert Albert Guðmundsson var allt í öllu í 2-1 sigri liðs hans Genoa á Bari í toppslag í ítölsku B-deildinni í fótbolta í gær. Met var sett á leiknum. 27.12.2022 12:01
Rússar vilja undanþágu fyrir fatlaða íþróttamenn Ólympíunefnd fatlaðra í Rússlandi hefur sótt um undanþágu frá útilokun þarlendra keppenda til Alþjóðaólympíunefndar fatlaðra. Forseti rússneska sambandsins segir þeir eigi að njóta vafans. 27.12.2022 11:31
Lewandowski í þriggja leikja bann eftir misheppnaða áfrýjun Barcelona Pólski framherjinn Robert Lewandowski mun ekki leika með Barcelona á Spáni næstu vikur. Félaginu tókst ekki að fá þriggja deildarleikja banni hann hnekkt. 27.12.2022 10:31
Fjölskyldu fótboltahetju meinað um brottför frá Íran Fjölskyldu Ali Daei, mestu knattspyrnuhetju í sögu Íran, var meinað um að yfirgefa landið. Fyrrum framherjinn hefur talað gegn yfirvöldum í ríkinu. 27.12.2022 10:00
Ræddi við van Dijk og fer í læknisskoðun í dag Fátt virðist geta komið í veg fyrir kaup Liverpool á hollensku HM-stjörnunni Cody Gakpo frá PSV Eindhoven. Hann mun gangast undir læknisskoðun í Liverpool-borg í dag. 27.12.2022 09:31
Sú sigursælasta í sögunni látin: „Yfirgaf þennan heim eins og hún lifði lífi sínu“ Fyrrum atvinnukylfingurinn Kathy Whitworth er látin 83 ára að aldri. Hún er sigursælasti atvinnukylfingur í sögu PGA-mótaraðarinnar. 27.12.2022 09:00