Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Ég trúi ekki mínum eigin augum“

Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og írska landsliðsins, fannst ekki mikið koma til fagnaðarláta leikmanna brasilíska landsliðsins er liðið hafði betur gegn Suður-Kóreu í 16-liða úrslitum HM í gær.

„Hann verður besti miðjumaður heims“

Jude Bellingham hefur verið á meðal betri leikmanna enska landsliðsins á HM í Katar þrátt fyrir ungan aldur. Liðsfélagar hans hafa mikla trú á kauða.

Mikið baulað í endurkomunni eftir langt bann

Deshaun Watson sneri aftur á fótboltavöllinn í gærkvöld er lið hans Cleveland Browns hafði betur gegn fyrrum liði hans Houston Texans. Mikið var baulað á Watson sem átti erfitt uppdráttar í sínum fyrsta NFL-leik í um tvö ár.

FIFA hafi ekki ákveðið fyrirkomulagið fyrir HM 2026

Arséne Wenger, yfirmaður alþjóðlegrar fótboltaþróunar hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, segir sambandið ekki hafa geirneglt fyrirkomulag þriggja liða riðla á komandi heimsmeistaramóti árið 2026. Liðum verður fjölgað á mótinu.

„Ég mun greiða sektina sjálfur“

Frakkinn Kylian Mbappé hefur farið mikinn á HM í Katar þar sem lið hans á titil að verja. Hann gaf í fyrsta skipti á mótinu kost á viðtali eftir sigur Frakka á Póllandi í gær.

Leyndarmálið um stuðningsmenn Katar á HM

Stuðningsmenn Katar á yfirstandandi heimsmeistaramóti hafa vakið töluverða athygli, þá sérstaklega fyrir þá gríðarmiklu stemningu sem þeim fylgdi. En hverjir eru þessir menn eiginlega?

Sá danski komst aftur í hann krappan í Katar | Ráðist á íranska mótmælendur

Danski fréttamaðurinn Rasmus Tantholdt sem var stöðvaður af katörskum öryggisvörðum í beinni útsendingu TV2 fyrr í mánuðinum lenti aftur í vandræðum þar ytra. Hann var skikkaður í varðhald og skipað að eyða myndefni af írönsku stuðningsfólki sem hafði orðið fyrir árás landa sinna sem er hliðhollt þarlendum stjórnvöldum.

„Auðvitað er þetta ótrúlega erfitt andlega“

Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir úr Haukum vonast til að komast aftur á völlinn fyrir áramót en hún jafnar sig eftir liðþófaaðgerð. Hún segir taka á að vera utan vallar en hlakkar mikið til að komast aftur á parketið.

Sjá meira