Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Infantino fékk kaldar kveðjur í Dallas

Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, fékk heldur kaldar kveðjur þegar hann var á meðal áhorfenda á leik Dallas Cowboys og New York Jets í NFL-deildinni vestanhafs í gærkvöld.

Kjartan óbrotinn og bíður frekari rannsókna

Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður FH, var fluttur með sjúkrabíl af Kópavogsvelli í gær eftir harkalegt samstuð við Anton Ara Einarsson, markvörð Breiðabliks, í 2-0 sigri FH-inga í gærkvöld. Hann er óbrotinn en bíður frekari rannsókna.

Eigendur PSG nýta fjölskyldutengslin

Þjóðverjinn Julian Draxler var um helgina seldur frá Paris Saint-Germain í Frakklandi til katarska liðsins Al-Ahli. Hann er þriðji leikmaður franska liðsins sem katarskir eigendur PSG selja til heimalandsins í sumar.

Fót­bolta­heimurinn nötrar vegna Sáda

Opinber fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu hefur rutt sér til rúms í íþróttaheiminum með gífurlegum fjárútlátum síðustu mánuði. Í fótboltanum er bitið til baka, á fleiri en einum vettvangi.

„Þetta er náttúrulega aldrei heilsusamlegt“

Bakgarðshlaupið í Heiðmörk fer af stað klukkan níu í fyrramálið. Gera má ráð fyrir að fjöldi fólks fari meira en 100 kílómetra og hlaupi án svefns langt fram á sunnudag. Það er því ef til vill vert að spyrja hvaða áhrif slíkt hefur á líkamann.

„Þetta er stærsta hlaupapartí ársins“

Spennan er mikil fyrir bakgarðshlaupinu í Heiðmörk sem verður haldið í fjórða sinn um helgina. Hlaupið hefur aldrei verið skipað eins sterkum hópi keppenda.

„Eitthvað sem má alveg tala meira um“

Valur varð í fyrrakvöld Íslandsmeistari kvenna í fótbolta þriðja árið í röð. Tvöföld gleði er fyrir Elísu Viðarsdóttur, fyrirliða liðsins, sem fagnar ekki aðeins titli heldur á von á sínu öðru barni. Þá hvarflar ekki að henni að hætta knattspyrnuiðkun á næstunni, sem hún þakkar brautryðjendum sem á undan komu.

Ekki sami sjarmi en stoltið mikið

Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, kveðst stolt af árangri liðsins sem varð Íslandsmeistari kvenna í fótbolta þriðja mótið í röð í gærkvöld. Titillinn var vís eftir tap Breiðabliks í gær og segir hún tilfinninguna aðeins frábrugðna, að verða meistarar uppi í sófa.

Sjá meira