Dómarinn í Laugardalnum fór ekki eftir vinnureglum Valur Páll Eiríksson skrifar 15. október 2024 13:10 Sylwestrzak er ekki vinsæll á meðal Íslendinga sem stendur. Anton Brink/Anadolu via Getty Images Starfsreglur UEFA-dómara er varða endurskoðun á VAR segja til um að dómari á velli skuli horfa á myndbönd af atviki áður en hann taki ákvörðun. Ekki dugi að sjá stillimynd. Dómari leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeild UEFA í gær virðist ekki hafa farið eftir þeim reglum þegar hann dæmdi Tyrkjum tvær vítaspyrnur. Dómar gærkvöldsins hafa sætt töluverðri gagnrýni sökum þess hve snöggur Damian Sylwestrzak, pólskur dómari leiksins, var að taka ákvörðun. Tyrkland fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, þá fyrri á 54. mínútu og þá síðari á 67. mínútu. Í útsendingu Stöðvar 2 Sports frá leiknum í gær sést að Sylwestrzak sá aðeins stillimynd af síðara atvikinu áður en hann benti á vítapunktinn. Hann var einnig snöggur að ákveða þá fyrri, en ekki sést eins skýrlega í útsendingu hvað Sylwestrzak fékk að sjá á skjánum í það skiptið. Klippa: Laugardalsvöllur bjargar Íslandi Samkvæmt upplýsingum Vísis fer það þvert gegn þeim vinnureglum sem dómarar eigi að tileinka sér þegar kemur að VAR-dómum. Í þeim reglum komi skýrt fram að dómarar skuli sjá myndskeið af atvikinu sem umræðir á að minnsta kosti 75 prósent hraða áður en ákvörðun er tekin. Þó stillimyndir og hæg endursýning séu einnig leyfðar. Klippa: Umræða um vítið sem var dæmt og vítið sem var ekki dæmt Tyrkland fékk tvær vítaspyrnur í leik gærkvöldsins, báðar sökum þess að íslenskur leikmaður handlék boltann innan teigs. Hakan Calhanoglu skoraði úr báðum en markið úr þeirri fyrri var dæmt af þar sem hann rann til og skaut í stoðfót sinn. Ísland vildi víti í leiknum þegar Merih Demiral virtist handleika boltann á marklínu eftir skot Orra Steins Óskarssonar. Þegar kom að því atviki var Sylwestrzak ekki sendur í skjáinn. Landslið karla í fótbolta UEFA Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Dómar gærkvöldsins hafa sætt töluverðri gagnrýni sökum þess hve snöggur Damian Sylwestrzak, pólskur dómari leiksins, var að taka ákvörðun. Tyrkland fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, þá fyrri á 54. mínútu og þá síðari á 67. mínútu. Í útsendingu Stöðvar 2 Sports frá leiknum í gær sést að Sylwestrzak sá aðeins stillimynd af síðara atvikinu áður en hann benti á vítapunktinn. Hann var einnig snöggur að ákveða þá fyrri, en ekki sést eins skýrlega í útsendingu hvað Sylwestrzak fékk að sjá á skjánum í það skiptið. Klippa: Laugardalsvöllur bjargar Íslandi Samkvæmt upplýsingum Vísis fer það þvert gegn þeim vinnureglum sem dómarar eigi að tileinka sér þegar kemur að VAR-dómum. Í þeim reglum komi skýrt fram að dómarar skuli sjá myndskeið af atvikinu sem umræðir á að minnsta kosti 75 prósent hraða áður en ákvörðun er tekin. Þó stillimyndir og hæg endursýning séu einnig leyfðar. Klippa: Umræða um vítið sem var dæmt og vítið sem var ekki dæmt Tyrkland fékk tvær vítaspyrnur í leik gærkvöldsins, báðar sökum þess að íslenskur leikmaður handlék boltann innan teigs. Hakan Calhanoglu skoraði úr báðum en markið úr þeirri fyrri var dæmt af þar sem hann rann til og skaut í stoðfót sinn. Ísland vildi víti í leiknum þegar Merih Demiral virtist handleika boltann á marklínu eftir skot Orra Steins Óskarssonar. Þegar kom að því atviki var Sylwestrzak ekki sendur í skjáinn.
Landslið karla í fótbolta UEFA Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira